Úlfar búinn að velja golflandsliðið fyrir Evrópumót landsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2012 11:53 Mynd/GSÍ Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið þá sex kylfinga sem munu leika fyrir Íslands hönd í forkeppni fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. Eftirtaldir kylfingar skipa landsliðshópinn: Ólafur Björn Loftsson, Nesklúbbnum (Heimslisti áhugamanna) Kristján Þór Einarsson, Keili (Heimslisti áhugamanna) Haraldur Franklín Magnús, GR (Stigalisti) Andri Þór Björnsson, GR (Stigalisti) Guðjón Henning Hilmarsson, GKG (Val landsliðsþjálfara) Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (Val landsliðsþjálfara) Tveir efstu kylfingarnir á áhugaheimslistanum unnu sér inn sæti í liðinu en það eru þeir Ólafur Björn og Kristján Þór. Tveir efstu áhugakylfingarnir á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar spiluðu sig einnig inn í liðið og eru það þeir Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, báðir úr GR. Úlfar valdi að lokum þá Guðjón Henning og Guðmund Ágúst í þau tvö sæti sem eftir voru. Haraldur og Andri Þór eru nýliðar í íslenska landsliðinu en hinir fjórir hafa allir áður leikið fyrir Íslands hönd. Níu þjóðir leika um þrjú laus sæti á Hvaleyrarvelli og verða leiknir þrír hringir í höggleik. Auk Íslands taka Belgía, England, Holland, Portúgal, Rússland, Rúmenía, Slóvakía og Serbía þátt í mótinu. Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið þá sex kylfinga sem munu leika fyrir Íslands hönd í forkeppni fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. Eftirtaldir kylfingar skipa landsliðshópinn: Ólafur Björn Loftsson, Nesklúbbnum (Heimslisti áhugamanna) Kristján Þór Einarsson, Keili (Heimslisti áhugamanna) Haraldur Franklín Magnús, GR (Stigalisti) Andri Þór Björnsson, GR (Stigalisti) Guðjón Henning Hilmarsson, GKG (Val landsliðsþjálfara) Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (Val landsliðsþjálfara) Tveir efstu kylfingarnir á áhugaheimslistanum unnu sér inn sæti í liðinu en það eru þeir Ólafur Björn og Kristján Þór. Tveir efstu áhugakylfingarnir á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar spiluðu sig einnig inn í liðið og eru það þeir Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson, báðir úr GR. Úlfar valdi að lokum þá Guðjón Henning og Guðmund Ágúst í þau tvö sæti sem eftir voru. Haraldur og Andri Þór eru nýliðar í íslenska landsliðinu en hinir fjórir hafa allir áður leikið fyrir Íslands hönd. Níu þjóðir leika um þrjú laus sæti á Hvaleyrarvelli og verða leiknir þrír hringir í höggleik. Auk Íslands taka Belgía, England, Holland, Portúgal, Rússland, Rúmenía, Slóvakía og Serbía þátt í mótinu.
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira