Ótrúleg endurkoma Federer og tennisáhugafólk andar léttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2012 12:00 Federer fagnar í leikslok en leikurinn tók 204 mínútur eða um þrjá og hálfa klukkustund. Nordicphotos/Getty Roger Federer þurfti að taka á honum stóra sínum gegn Frakkanum Julien Benneteau í 3. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gærkvöldi. Federer lenti tveimur settum undir en knúði fram sigur í ótrúlegum fimm setta leik. Federer átti ekki góðar minningar frá viðureign sinni við Frakka fyrir leikinn. Svisslendingurinn féll úr keppni í átta liða úrslitum á mótinu í fyrra. Þá hafði Jo-Wilfried Tsonga betur gegn sexfalda Wimbledon meistaranum. Í upphafi leit út fyrir að hið sama myndi endurtaka sig. Benneteau vann 6-4 sigur eftir mikla baráttu í fyrsta settinu þar sem Federer varðist tveimur settstigum af stakri snilld. Ekki minnkaði spennan í öðru setti sem fór í oddalotu. Aftur hafði Frakkinn betur og tennisáhugamenn um allan heim leist ekki á blikinu. Spánverjinn Rafael Nadal féll óvænt úr keppni gegn lítt þekktum Tékka í fyrra kvöld. Allt í einu útlit fyrir að tvær af skærustu stjörnum íþróttarinnar kæmust ekki í gegnum fyrri vikuna á mótinu sögufræga. Federer var á öðru máli. Hann vann sigur í þriðja setti örugglega 6-2 en baráttan var í algleymingi í fjórða settinu. Settið fór í oddalotu sem þurfti að hækka en Federer vann oddalotuna 8-6. Í fimmta settinu gerði mjólkursýran vart við sig hjá Frakkanum sem tvívegis fékk aðhlynningu nuddara til þess að hjálpa til við krampa. Reglum samkvæmt mega keppendur aðeins fá læknisaðstoð svo segja má að nuddið hafi verið á gráu svæði. Það skipti hins vegar engu máli. Federer vann síðasta settið gegn Frakkanum þreytta örugglega 6-1 og tryggði sér sæti í hópi síðustu 16 keppendanna. Federer mætir Belganum Xavier Malisse í 16 manna úrslitunum. Belginn, sem situr í 75. sæti heimslistans, hefur komið nokkuð á óvart og slegið út Frakkann Gilles Simon og Spánverjann Fernando Verdasco á leiðinni í stóra leikinn gegn Federer. Leikur kappanna fer fram á mánudaginn. Tennis Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Roger Federer þurfti að taka á honum stóra sínum gegn Frakkanum Julien Benneteau í 3. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gærkvöldi. Federer lenti tveimur settum undir en knúði fram sigur í ótrúlegum fimm setta leik. Federer átti ekki góðar minningar frá viðureign sinni við Frakka fyrir leikinn. Svisslendingurinn féll úr keppni í átta liða úrslitum á mótinu í fyrra. Þá hafði Jo-Wilfried Tsonga betur gegn sexfalda Wimbledon meistaranum. Í upphafi leit út fyrir að hið sama myndi endurtaka sig. Benneteau vann 6-4 sigur eftir mikla baráttu í fyrsta settinu þar sem Federer varðist tveimur settstigum af stakri snilld. Ekki minnkaði spennan í öðru setti sem fór í oddalotu. Aftur hafði Frakkinn betur og tennisáhugamenn um allan heim leist ekki á blikinu. Spánverjinn Rafael Nadal féll óvænt úr keppni gegn lítt þekktum Tékka í fyrra kvöld. Allt í einu útlit fyrir að tvær af skærustu stjörnum íþróttarinnar kæmust ekki í gegnum fyrri vikuna á mótinu sögufræga. Federer var á öðru máli. Hann vann sigur í þriðja setti örugglega 6-2 en baráttan var í algleymingi í fjórða settinu. Settið fór í oddalotu sem þurfti að hækka en Federer vann oddalotuna 8-6. Í fimmta settinu gerði mjólkursýran vart við sig hjá Frakkanum sem tvívegis fékk aðhlynningu nuddara til þess að hjálpa til við krampa. Reglum samkvæmt mega keppendur aðeins fá læknisaðstoð svo segja má að nuddið hafi verið á gráu svæði. Það skipti hins vegar engu máli. Federer vann síðasta settið gegn Frakkanum þreytta örugglega 6-1 og tryggði sér sæti í hópi síðustu 16 keppendanna. Federer mætir Belganum Xavier Malisse í 16 manna úrslitunum. Belginn, sem situr í 75. sæti heimslistans, hefur komið nokkuð á óvart og slegið út Frakkann Gilles Simon og Spánverjann Fernando Verdasco á leiðinni í stóra leikinn gegn Federer. Leikur kappanna fer fram á mánudaginn.
Tennis Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira