Murray í úrslit | 74 ára bið Breta á enda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2012 17:59 Andy Murray fagnar í leiknum gegn Tsonga í dag. Nordicphotos/Getty Skotinn Andy Murray tryggði sér í dag sæti í úrslitum einliðaleiks karla í tennis á Wimbledon eftir sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum. Leikur kappanna fór í fjögur sett og stóð svo sannarlega undir væntingum. Murray vann tvö fyrstu settin en Frakkinn sneri við blaðinu í því þriðja. Í fjórða settinu virtist hinn stórskemmtilegi Tsonga ætla að ná yfirhöndinni þegar hann sótti af kappi á Murray sem um tíma átti fá svör. Jafnt var á með köppunum í fjórða setti þar til leikar stóðu 5-5. Murray vann þá sína uppgjafarlotu og gat tryggt sér sigur tækist honum að brjóta uppgjöf Tsonga. Í lokastiginu svaraði Murray uppgjöf Frakkans með skoti sem dansaði á línunni í bókstaflegri merkinu. Dómarar þurftu að skera úr um hvort boltinn hefði hafnað á línunni eða utan hennar. Þúsundir Breta sem studdu Murray með ráðum og dáðum biðu með öndina í hálsinum og fögnuðu ógurlega þegar fyrri dómur um að boltinn hefði hafnað utan vallar var viðsnúið. Murray mætir Svisslendingnum Roger Federer í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Federer lagði Serbann Novak Djokovic að velli í undanúrslitum í dag og getur orðið annar í sögunni til þess að vinna einliðaleik karla í sjöunda skipti. Tennis Tengdar fréttir Federer í úrslit eftir sigur á Djokovic Roger Federer vann í dag góðan sigur á Novak Djokovic, efsta manni heimslistans og ríkjandi Wimbledon-meistara, í undanúrslitum Wimbledon-mótsins. 6. júlí 2012 14:41 Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Skotinn Andy Murray tryggði sér í dag sæti í úrslitum einliðaleiks karla í tennis á Wimbledon eftir sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum. Leikur kappanna fór í fjögur sett og stóð svo sannarlega undir væntingum. Murray vann tvö fyrstu settin en Frakkinn sneri við blaðinu í því þriðja. Í fjórða settinu virtist hinn stórskemmtilegi Tsonga ætla að ná yfirhöndinni þegar hann sótti af kappi á Murray sem um tíma átti fá svör. Jafnt var á með köppunum í fjórða setti þar til leikar stóðu 5-5. Murray vann þá sína uppgjafarlotu og gat tryggt sér sigur tækist honum að brjóta uppgjöf Tsonga. Í lokastiginu svaraði Murray uppgjöf Frakkans með skoti sem dansaði á línunni í bókstaflegri merkinu. Dómarar þurftu að skera úr um hvort boltinn hefði hafnað á línunni eða utan hennar. Þúsundir Breta sem studdu Murray með ráðum og dáðum biðu með öndina í hálsinum og fögnuðu ógurlega þegar fyrri dómur um að boltinn hefði hafnað utan vallar var viðsnúið. Murray mætir Svisslendingnum Roger Federer í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Federer lagði Serbann Novak Djokovic að velli í undanúrslitum í dag og getur orðið annar í sögunni til þess að vinna einliðaleik karla í sjöunda skipti.
Tennis Tengdar fréttir Federer í úrslit eftir sigur á Djokovic Roger Federer vann í dag góðan sigur á Novak Djokovic, efsta manni heimslistans og ríkjandi Wimbledon-meistara, í undanúrslitum Wimbledon-mótsins. 6. júlí 2012 14:41 Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Federer í úrslit eftir sigur á Djokovic Roger Federer vann í dag góðan sigur á Novak Djokovic, efsta manni heimslistans og ríkjandi Wimbledon-meistara, í undanúrslitum Wimbledon-mótsins. 6. júlí 2012 14:41