Bretar lifa í voninni eftir sigur Murray Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2012 20:46 Nordicphotos/Getty Skotinn Andy Murray tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Murray lagði Spánverjann David Ferrer að velli í fjögurra setta leik. Bretar hafa ekki séð samlanda sinn leika til úrslita í mótinu síðan árið 1938. Um árabil fylgdust þeir spenntir með gengi Englendingsins Tim Henman en undanfarin ár hefur pressan verið á Murray. Framan af leik í dag var útlitið svart hjá Skotanum. Ferrer, sem var raðað sjöundi fyrir mótið, vann sigur 7-6 í fyrsta settinu. Þótt barátta Murray hafi ekki skilað honum sigri í fyrsta settinu gerði hún það í öðru sem fór einnig í oddalotu. Murray lenti 5-2 undir í oddalotunni, náði að vinna mikilvægt stig 6-5 undir og tvö til viðbótar og tryggja sér sigur í settinu. Baráttan hélt áfram í þriðja setti og lá í loftinu að rigning myndi spila hlutverk í leiknum. Murray tókst að tryggja sér sigur í þriðja setti rétt áður en gera þurfti hlé á leiknum vegna rigningar. Í fjórða setti var enn oddalota uppi á teningnum sem Murray vann 7-4 og þar með leikinn í fjórum settum 6-7, 7-6, 6-4 og 7-6. Murray mætir Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum mótsins. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Roger Federer og Novak Djokovic. Tennis Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Sjá meira
Skotinn Andy Murray tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Murray lagði Spánverjann David Ferrer að velli í fjögurra setta leik. Bretar hafa ekki séð samlanda sinn leika til úrslita í mótinu síðan árið 1938. Um árabil fylgdust þeir spenntir með gengi Englendingsins Tim Henman en undanfarin ár hefur pressan verið á Murray. Framan af leik í dag var útlitið svart hjá Skotanum. Ferrer, sem var raðað sjöundi fyrir mótið, vann sigur 7-6 í fyrsta settinu. Þótt barátta Murray hafi ekki skilað honum sigri í fyrsta settinu gerði hún það í öðru sem fór einnig í oddalotu. Murray lenti 5-2 undir í oddalotunni, náði að vinna mikilvægt stig 6-5 undir og tvö til viðbótar og tryggja sér sigur í settinu. Baráttan hélt áfram í þriðja setti og lá í loftinu að rigning myndi spila hlutverk í leiknum. Murray tókst að tryggja sér sigur í þriðja setti rétt áður en gera þurfti hlé á leiknum vegna rigningar. Í fjórða setti var enn oddalota uppi á teningnum sem Murray vann 7-4 og þar með leikinn í fjórum settum 6-7, 7-6, 6-4 og 7-6. Murray mætir Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í undanúrslitum mótsins. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Roger Federer og Novak Djokovic.
Tennis Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Sjá meira