Lífið

Framleiðandi Sound of Music látinn

BBI skrifar
Zanuck er annar til vinstri á myndinni.
Zanuck er annar til vinstri á myndinni. Mynd/AFP
Kvikmyndaframleiðandinn Richard Zanuck lést í gærnótt. Hann er framleiðandi mynda á borð við Jaws og Sound of Music og hefur hlotið ýmis verðlaun á um 50 ára ferli sínum.

Zanuck varð yngsti yfirmaður kvikmyndavers í sögu Hollywood þegar hann varð forstjóri 20th Century Fox aðeins 28 ára að aldri. Því hefur einnig verið fleygt að hann hafi komið Steven Spielberg á kortið með því að gera hann leikstjóra hákarlamyndarinnar Jaws árið 1974. Þá vann hann mikið með Tim Burton.

Zanuck lést á heimili sínu í Beverly Hills 77 ára að aldri.

The Guardian segir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×