Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍBV 0-2 | KR enn án sigurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júlí 2012 20:01 Mynd / Ernir ÍBV vann þægilegan 2-0 sigur á KR í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Eyjakonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik eins og reikna mátti með. Eftir nokkuð harða sókn gaf vörn heimakvenna sig. Shaneka Gordon komst þá upp að endalínu hægra megin, sendi fyrir markið á Dönku Podovac sem sendi boltann í netið af stuttu færi. KR stelpur höfðu barist grimmilega fram að markinu og létu ekki deigan síga. Þar létu vaða á markið af löngu færi en bestu tilraunina átti Guðrún María Johnson en skot hennar utan teigs fór rétt framhjá markinu. Á hinum enda vallarins fékk Shaneka Gordon kjörið tækifæri til að auka forystu Eyjakvenna en skot hennar úr vítateignum fór yfir mark Hrafnhildar Agnarsdóttur, markvarðar KR. Síðari hálfleikur var tíðindalítill framan af en Shaneka Gordon minnti á sig á 57. mínútu með hörkuskoti sem small í stöng KR-marksins.Shaneka Gordon, sem er frá Jamaíku, var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá lét hún vaða á markið langt utan teigs og boltinn fór í fallegum boga yfir Hrafnhildi í marki KR og hafnaði efst í markhorninu. Glæsilegt mark og sigurinn svo gott sem í höfn hjá Eyjakonum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Danka Podovac áttu báðar fín skot að marki KR sem Hrafnhildur varði vel. Bæði lið fengu hálffæri en engu var við bætt og lokatölurnar 2-0 gestunum frá Vestmannaeyjum í vil. Með sigrinum komust Eyjakonur í efst sæti deildarinnar með 19 stig, jafnmörg og Þór/KA en með betri markatölu. Þór/KA er þó 3-0 yfir í leik sínum norðan heiða gegn Fylki og útlit fyrir að Norðankonur endurheimti efsta sætið. KR situr áfram á botni deildarinnar með tvö stig. Liðið hefur enn ekki unnið sigur í deildinni í sumar. Liðið mætir Aftureldingu í bikarnum á föstudag en KR fór alla leið í úrslit bikarsins síðasta sumar. Athygli vakti að fimm mínútna töf varð á að leikurinn í kvöld hófst þar sem Vesturbæingar höfðu ekki komið mörkunum fyrir á réttum stað á báðum endum vallarins. Slíkt er ekki stórfélagi á borð við KR til sóma. Jón Ólafur: Nýtti leikmenn til að hvíla ýmsa leikmenn„Við vorum þunglamalegar í dag en leikur KR bauð upp á að við værum ekki betra en þetta. Sigurinn var þó góður. Ég vissi að það yrði erfitt að koma hingað því þær eru að berjast fyrir lífi sínu ekki síst í ljósi úrslitanna í gær," sagði Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV í leikslok. Kristín Erna Sigurlásdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir hófu leikinn á bekknum. Jón Ólafur viðurkenndi að hann hefði notað tækifærið til að hvíla leikmenn gegn botnliðinu. „Það má segja að ég hafi nýtt leikinn til þess að hvíla ýmsa leikmenn og gefa öðrum tækifæri. Við höfum mikla breidd." Elísa Viðarsdóttir: Neðstu liðin geta alltaf strítt þeim efstu„Ég átti ekki von á öðru en erfiðum leik gegn KR. Það er alltaf erfitt að koma á KR-völlinn. Þær höfðu fyrir miklu að berjast. Neðstu liðin geta alltaf strítt þeim neðstu," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Eyjakvenna í leikslok. Elísa var þó ekki ánægð með frammistöðu liðsins. „Við vorum langt frá okkar besta í dag. Við vorum eitthvað óöruggar og ekki að spila nægilega vel," sagði Elísa en neitaði því þó að um nokkuð vanmat hefði verið að ræða. Næst verður leikið í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn en ÍBV er fallið úr þeirri keppni. Íslandsmótið er því þeirra eina keppni. Aðspurð um markmið liðsins segir Elísa: „Við tökum einn leik fyrir í einu eins og góðvinur minn Jón Ólafur þjálfari segir. Að sjálfsögðu stefnum við á toppinn. Við ætlum að byrja á því að taka þau þrjú stig sem í boði eru. Svo þegar nær degur endanum setjum við okkur kannski stærri markmið." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
ÍBV vann þægilegan 2-0 sigur á KR í viðureign liðanna í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Eyjakonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik eins og reikna mátti með. Eftir nokkuð harða sókn gaf vörn heimakvenna sig. Shaneka Gordon komst þá upp að endalínu hægra megin, sendi fyrir markið á Dönku Podovac sem sendi boltann í netið af stuttu færi. KR stelpur höfðu barist grimmilega fram að markinu og létu ekki deigan síga. Þar létu vaða á markið af löngu færi en bestu tilraunina átti Guðrún María Johnson en skot hennar utan teigs fór rétt framhjá markinu. Á hinum enda vallarins fékk Shaneka Gordon kjörið tækifæri til að auka forystu Eyjakvenna en skot hennar úr vítateignum fór yfir mark Hrafnhildar Agnarsdóttur, markvarðar KR. Síðari hálfleikur var tíðindalítill framan af en Shaneka Gordon minnti á sig á 57. mínútu með hörkuskoti sem small í stöng KR-marksins.Shaneka Gordon, sem er frá Jamaíku, var aftur á ferðinni tíu mínútum síðar. Þá lét hún vaða á markið langt utan teigs og boltinn fór í fallegum boga yfir Hrafnhildi í marki KR og hafnaði efst í markhorninu. Glæsilegt mark og sigurinn svo gott sem í höfn hjá Eyjakonum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Danka Podovac áttu báðar fín skot að marki KR sem Hrafnhildur varði vel. Bæði lið fengu hálffæri en engu var við bætt og lokatölurnar 2-0 gestunum frá Vestmannaeyjum í vil. Með sigrinum komust Eyjakonur í efst sæti deildarinnar með 19 stig, jafnmörg og Þór/KA en með betri markatölu. Þór/KA er þó 3-0 yfir í leik sínum norðan heiða gegn Fylki og útlit fyrir að Norðankonur endurheimti efsta sætið. KR situr áfram á botni deildarinnar með tvö stig. Liðið hefur enn ekki unnið sigur í deildinni í sumar. Liðið mætir Aftureldingu í bikarnum á föstudag en KR fór alla leið í úrslit bikarsins síðasta sumar. Athygli vakti að fimm mínútna töf varð á að leikurinn í kvöld hófst þar sem Vesturbæingar höfðu ekki komið mörkunum fyrir á réttum stað á báðum endum vallarins. Slíkt er ekki stórfélagi á borð við KR til sóma. Jón Ólafur: Nýtti leikmenn til að hvíla ýmsa leikmenn„Við vorum þunglamalegar í dag en leikur KR bauð upp á að við værum ekki betra en þetta. Sigurinn var þó góður. Ég vissi að það yrði erfitt að koma hingað því þær eru að berjast fyrir lífi sínu ekki síst í ljósi úrslitanna í gær," sagði Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV í leikslok. Kristín Erna Sigurlásdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir hófu leikinn á bekknum. Jón Ólafur viðurkenndi að hann hefði notað tækifærið til að hvíla leikmenn gegn botnliðinu. „Það má segja að ég hafi nýtt leikinn til þess að hvíla ýmsa leikmenn og gefa öðrum tækifæri. Við höfum mikla breidd." Elísa Viðarsdóttir: Neðstu liðin geta alltaf strítt þeim efstu„Ég átti ekki von á öðru en erfiðum leik gegn KR. Það er alltaf erfitt að koma á KR-völlinn. Þær höfðu fyrir miklu að berjast. Neðstu liðin geta alltaf strítt þeim neðstu," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrirliði Eyjakvenna í leikslok. Elísa var þó ekki ánægð með frammistöðu liðsins. „Við vorum langt frá okkar besta í dag. Við vorum eitthvað óöruggar og ekki að spila nægilega vel," sagði Elísa en neitaði því þó að um nokkuð vanmat hefði verið að ræða. Næst verður leikið í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn en ÍBV er fallið úr þeirri keppni. Íslandsmótið er því þeirra eina keppni. Aðspurð um markmið liðsins segir Elísa: „Við tökum einn leik fyrir í einu eins og góðvinur minn Jón Ólafur þjálfari segir. Að sjálfsögðu stefnum við á toppinn. Við ætlum að byrja á því að taka þau þrjú stig sem í boði eru. Svo þegar nær degur endanum setjum við okkur kannski stærri markmið."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira