Sport

Sarah Blake setti nýtt Íslandsmet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sarah Blake Bateman.
Sarah Blake Bateman. Mynd/Valli
Sarah Blake Bateman, 22 ára sundkona úr Ægi, setti Íslandsmet í sínu fyrsta sundi á Ólympíuleikunum í London og er hún fyrst af íslenska sundfólkinu til að setja Íslandsmet.

Sarah Blake synti 100 metra flugsund á 59,87 sekúndum og bætti hún þar með sitt eigið Íslandsmet sem var 59,93 sekúndur frá því á Íslandsmótinu á dögunum.

Sarah Blake byrjaði sundið af miklum krafti og var lengi vel í öðru sæti í sínum riðli en kom að lokum fjórða í mark. Hún var að keppa í öðrum riðli af fjórum. Sarah Blake endaði í 32. sæti af 42 keppendum.






Tengdar fréttir

Sarah Blake: Betra en í Peking

Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Hin hálfbandaríska Sarah Blake Bateman er nú að keppa sínum öðrum leikum fyrir Íslands hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×