Arna Schram upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar er tekjuhæsta fjölmiðlakonan á síðasta ári, samkvæmt tölum Frjálsrar verslunar. Hún var með 984 þúsund krónur í mánaðarlaun samkvæmt blaðinu. Agnes Guðrún Bragadóttir blaðamaður Morgunblaðsins var í öðru sæti með 888 þúsund krónur. Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri RÚV er þriðja í röðinni en hún var með tvö þúsund krónum lægri mánaðarlaun en Agnes.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður Fréttatímans var svo fjórða í röðinni með 701 þúsund krónur á mánuði. Í fimmta sæti var Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins með 635 þúsund samkvæmt blaðinu í mánaðarlaun. Þá var Marta María Jónasdóttir ritstjóri Smartlands með tvö þúsund krónum lægri mánaðarlaun en Steinunn.
Arna Schram upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar 984.000.-
Agnes Guðrún Bragadóttir blaðamaður Morgunblaðsins 888.000.-
Sigrún Stefánsdóttir daskrárstjóri RÚV 886. 000.-
Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður Fréttatímans 701.000.-
Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins 635.000.-
Marta María Jónasdóttir ritstjóri Smartlands Mbl.is 633.000.-
Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður Morgunblaðsins 549.000.-
Erla Hlynsdóttir fréttamaður Stöðvar2 385.000.-
Björk Eiðsdóttir ritstjóri Séð og heyrt 325.000.-
Arna Schram tekjuhæsta fjölmiðlakonan
