Lífið

Vildu fá Pussy Riot

Meðlimir Pussy Riot, Nadezhda Tolokonnikova, Maria Alekhina og Ekaterina Samutsevich.
Meðlimir Pussy Riot, Nadezhda Tolokonnikova, Maria Alekhina og Ekaterina Samutsevich.

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, hafði samband við talsmann rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot fyrir nokkrum vikum síðan og vildi fá sveitina til að koma fram á hátíðinni sem fer fram dagana 31. október til 4. nóvember.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var mikill áhugi fyrir hendi hjá hljómsveitinni að koma fram á hátíðinni en svo slitnaði upp úr samskiptunum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Gríms til að halda þeim áfram. Mikið hefur verið fjallað um Pussy Riot eftir að þrír meðlimir sveitarinnar voru handteknar fyrir að standa fyrir pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar.

Þær hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan þá og eiga yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm verði þær fundnar sekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×