Risavaxið hótel á að bæta afkomu Hörpunnar Magnús Halldórsson skrifar 7. ágúst 2012 20:04 Gert er ráð fyrir að Marriot-hótelið sem á að rísa við hlið Hörpunnar verði fimm hæða og allt að 30 þúsund fermetrar að stærð. Framtíðaráætlanir um rekstur Hörpu byggja ekki síst á samvinnu við hótelið þegar kemur að ráðstefnum. Nú er gert ráð fyrir að uppbygging Marriot-hótelsins hér við hlið Hörpunnar muni hefjast í upphafi næsta árs en um er að ræða um átta milljarða króna fjárfestingu. Það er alveg ljóst að rekstur hótelsins mun skipta sköpum fyrir rekstur Hörpunnar til framtíðar litið. Áætlað rekstrartap Hörpunnar á þessu ári er um 407 milljónir króna en samkvæmt úttekt á rekstri hússins, sem KPMG vann fyrir eigendur þess ríki og borg, þarf að gera róttækar breytingar á rekstrinum svo hann geti gengið upp framtíðar litið. Hótelið sem á að rísa við hlið Hörpunnar verður allt að 30 þúsund fermetrar að stærð en til samanburðar er Harpan 28 þúsund fermetrar. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Hörpunnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að gert væri ráð fyrir að bygging Marriot-hótelsins muni hefjast á upphafsmánuðum næsta árs, en svissneska félagið World Leistu Investment hefur þegar gert bindandi tilboð upp á tæpa tvo milljarða, í byggingarétt á lóðinni. Samningar um uppbyggingu og rekstur á lóðinni eru nú á lokastigum að sögn Péturs. Til þess að gefa áhorfendum vísbendingu um hversu stór byggingin verður þegar hún verður upprisin, má sjá hvernig ásýndin verður á þessari tölvugerðu mynd. Endanlegt útlit hótelsins er þó ekki enn komið á hreint, en að sögn Péturs verða næstu mánuðir nýttir til þess að ljúka þeirri vinnu. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Marriot-hótelið sem á að rísa við hlið Hörpunnar verði fimm hæða og allt að 30 þúsund fermetrar að stærð. Framtíðaráætlanir um rekstur Hörpu byggja ekki síst á samvinnu við hótelið þegar kemur að ráðstefnum. Nú er gert ráð fyrir að uppbygging Marriot-hótelsins hér við hlið Hörpunnar muni hefjast í upphafi næsta árs en um er að ræða um átta milljarða króna fjárfestingu. Það er alveg ljóst að rekstur hótelsins mun skipta sköpum fyrir rekstur Hörpunnar til framtíðar litið. Áætlað rekstrartap Hörpunnar á þessu ári er um 407 milljónir króna en samkvæmt úttekt á rekstri hússins, sem KPMG vann fyrir eigendur þess ríki og borg, þarf að gera róttækar breytingar á rekstrinum svo hann geti gengið upp framtíðar litið. Hótelið sem á að rísa við hlið Hörpunnar verður allt að 30 þúsund fermetrar að stærð en til samanburðar er Harpan 28 þúsund fermetrar. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Hörpunnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að gert væri ráð fyrir að bygging Marriot-hótelsins muni hefjast á upphafsmánuðum næsta árs, en svissneska félagið World Leistu Investment hefur þegar gert bindandi tilboð upp á tæpa tvo milljarða, í byggingarétt á lóðinni. Samningar um uppbyggingu og rekstur á lóðinni eru nú á lokastigum að sögn Péturs. Til þess að gefa áhorfendum vísbendingu um hversu stór byggingin verður þegar hún verður upprisin, má sjá hvernig ásýndin verður á þessari tölvugerðu mynd. Endanlegt útlit hótelsins er þó ekki enn komið á hreint, en að sögn Péturs verða næstu mánuðir nýttir til þess að ljúka þeirri vinnu.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira