Forstjóri Hörpu: Nauðsynlegt að horfa til langs tíma í rekstrinum Magnús Halldórsson skrifar 4. ágúst 2012 12:15 Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, segir tekjumöguleika hússins vera mikla til framtíðar litið og efast ekki um að rekstur hússins verði betri en hann er nú, innan fárra ára. Fráleitt væri að hætta rekstri hússins þegar landið væri að rísa eftir að hafa tekið ákvörðun um að reka húsið í djúpri kreppu. Ef fer sem horfir á þessu ári þá verður 407 milljóna króna halli á rekstri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpunnar, en rekstraráætlun sem gerð var um rekstur hússins hefur engan vegin staðist. Ástæðurnar fyrir tapinu eru þær að fasteignagjöld eru hærri en áætlað var, rekstur hússins er dýrari en gert var ráð fyrir, tekjur af ráðstefnum skila sér hægar en áætlað var sem og tekjur af veitingasölu og bílastæðahúsi. Með öðrum orðum, þá hefur ekkert atriði í rekstraráætlun fyrir starfsemi í Hörpunni, sem ákvörðun ríkis og borgar um að halda byggingu hússins áfram eftir hrun, gengið eftir. Nýr forstjóri Hörpunnar, Halldór Guðmundsson, er vongóður um að reksturinn muni batna til framtíðar litið, og segir tekjumöguleika vera mikla. „Það er okkar verkefni sem komum að rekstri hússins er að búa til langtímaáætlun, sem byggir á okkar sannfæringu, hverju rekstur getur skilað til framtíðar litið. Þegar þetta hefur verið lagt fram og skoðað ofan í kjölinn þá er komin mun skýrari mynd á það hverju reksturinn getur skilað." Halldór segir ennfremur að fráleitt væri að hætta rekstri hússins, og því þurfi allir sem koma að rekstrinum að taka saman höndum og reyna að nýta það sem best. „Það á auðvitað ekki að reka húsið með miklum halla í mörg ár. En ætlar einhver að segja, að við höfum klárð húsið í kreppu, en lokað því þegar landið er rísa? Auðvitað verður þetta hús starfrækt áfram og eigendur þess, ríki og borg, verða að koma sér saman um framtíðarhlutverk þess og við sem þjóð að reyna að nýta það sem best." Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, segir tekjumöguleika hússins vera mikla til framtíðar litið og efast ekki um að rekstur hússins verði betri en hann er nú, innan fárra ára. Fráleitt væri að hætta rekstri hússins þegar landið væri að rísa eftir að hafa tekið ákvörðun um að reka húsið í djúpri kreppu. Ef fer sem horfir á þessu ári þá verður 407 milljóna króna halli á rekstri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpunnar, en rekstraráætlun sem gerð var um rekstur hússins hefur engan vegin staðist. Ástæðurnar fyrir tapinu eru þær að fasteignagjöld eru hærri en áætlað var, rekstur hússins er dýrari en gert var ráð fyrir, tekjur af ráðstefnum skila sér hægar en áætlað var sem og tekjur af veitingasölu og bílastæðahúsi. Með öðrum orðum, þá hefur ekkert atriði í rekstraráætlun fyrir starfsemi í Hörpunni, sem ákvörðun ríkis og borgar um að halda byggingu hússins áfram eftir hrun, gengið eftir. Nýr forstjóri Hörpunnar, Halldór Guðmundsson, er vongóður um að reksturinn muni batna til framtíðar litið, og segir tekjumöguleika vera mikla. „Það er okkar verkefni sem komum að rekstri hússins er að búa til langtímaáætlun, sem byggir á okkar sannfæringu, hverju rekstur getur skilað til framtíðar litið. Þegar þetta hefur verið lagt fram og skoðað ofan í kjölinn þá er komin mun skýrari mynd á það hverju reksturinn getur skilað." Halldór segir ennfremur að fráleitt væri að hætta rekstri hússins, og því þurfi allir sem koma að rekstrinum að taka saman höndum og reyna að nýta það sem best. „Það á auðvitað ekki að reka húsið með miklum halla í mörg ár. En ætlar einhver að segja, að við höfum klárð húsið í kreppu, en lokað því þegar landið er rísa? Auðvitað verður þetta hús starfrækt áfram og eigendur þess, ríki og borg, verða að koma sér saman um framtíðarhlutverk þess og við sem þjóð að reyna að nýta það sem best."
Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira