Birkir Gunnarsson úr TFK varð í gær Íslandsmeistari utanhúss í einliðaleik karla í tennis þegar hann lagði Raj Bonifacius úr Víkingi í úrslitaleik. Íris Staub úr TFK sigraði í kvennaflokki en hún lagði Önnu Soffíu Grönholm úr TFK í úrslitum.
Arnar Sigurðsson, sem unnið hafði sigur í einliðaleik karla í fimmtán ár í röð eða frá árinu 1997, var ekki á meðal þátttakenda í ár. Því opnaðist kjörið tækifæri annarra til þess að láta ljós sitt skína og stjarna Birkis skein skærast.
Birkir lagði Raj í tveimur settum 6-2 og 6-2 en hann hafði áður sigrað bróður sinn, Magnús Gunnarsson, í undanúrslitum.
Í kvennaflokki hrósaði Íris Staub sigri 6-0 og 6-3 gegn Önnu Soffíu Grönholm. Þetta er í sjöunda skipti sem Íris vinnur Íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik utanhúss en hún vann titilinn fyrst árið 1999.
Nýr Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 1997
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti

„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“
Íslenski boltinn