Í djúsinn, sultuna, baksturinn eða bara beint í munninn 26. ágúst 2012 00:01 Gott er að setja fersk bláber út á salatið. Það er óhætt að segja að berjatíðin sé byrjuð og ef marka má árangur flestra úr berjamó þessa dagana virðist uppskeran þetta árið vera einstaklega góð. Það er eitt og annað sem má gera úr þessari hollustu auk þess að gæða sér á henni beint úr móanum.Bláberjamúffur Ef þú átt það helsta í bökunarskúffunni og nokkur fersk bláber þá eru bláberjamúffur málið.1 bolli mjólk¼ bolli jurtaolía½ tsk. vanilludropar1 egg2 bollar hveiti1/3 bolli sykur3 tsk. lyftiduft½ tsk. salt1 bolli fersk bláber Stillið ofninn á 200°C. Hrærið saman mjólkinni, olíunni, vanillu og eggjunum. Hrærið svo saman við hveitinu, sykrinum, lyftiduftinu og saltinu. Hellið svo bláberjunum út í og setjið svo deigið í muffinsform. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til þau verða gullinbrún. Bláberjasulta 1 kg bláber 1 kg sykur (eða 800 g) Blandið saman og sjóðið varlega í 10 mínútur. Setjið í hreinar krukkur.Frosin ber Bláber (eða hvaða ber sem er) eru lögð í plastglas, vatni hellt yfir svo yfir fljóti. Lokað með plastfólíu og sett í frysti. Þannig geymast berin „fersk" langt fram á næsta ár. Einnig hægt að setja þau í litla samlokupoka og hella vatni með og binda þétt fyrir með bandi.Þurrkuð ber Bláberjum (eða hvaða berjum sem er, þó ekki mjög stórum og safaríkum) er sturtað í ofnskúffu sem búið er að leggja bökunarpappír á. Sett í ofn og þurrkuð við 50°C í nokkra klukkutíma, ágætt að hafa ofninn örlítið opinn af og til svo rakinn fari út. Ágætt að snúa nokkrum sinnum en ekki nauðsynlegt. Berin þorna og verða „þurrkuð ber", þvílíkt lostæti, og geymast allt árið.Krækiberjahlaup1 kg krækiber750 g sykur2 tsk. sultuhleypir + 2 msk. sykur Setjið berin í pott ásamt helmingi sykurs og sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. Takið þá pottinn af hellunni og kælið örlítið. Setjið það sem eftir er af sykrinum út í og sjóðið í 5 mínútur. Blandið saman sultuhleypi og 2 msk. af sykri; setjið í sigti og stráið yfir sjóðandi sultuna. Hrærið vel í. Setjið hlaupið sjóðandi heitt í frekar litlar krukkur og hellið þær fullar. Skrúfið lokið strax á.Krækiberjasaft3 kg krækiber2 lítrar vatn40 g vínsýra250-500 g sykur í hvern lítra af safa Hreinsið og skolið berin ef þess gerist þörf. Hakkið þau eða merjið í berjapressu. Leysið vínsýruna upp í vatninu og blandið upplausninni í berjamaukið. Látið standa í 24 tíma. Hellið á síu og látið saftina síast vel frá hratinu. Mælið saftina og blandið sykrinum saman við hana. Hrærið í þar til sykurinn er runninn. Hellið saftinni á hreinar og soðnar flöskur og lokið þeim strax. Geymið saftina á köldum og helst dimmum stað.Krækiberja-chutney600 g krækiber1 rauðlaukur, saxaður2½ cm bútur af engiferrót, rifinn1 hvítlauksgeiri, saxaður1-2 epli, afhýdd og söxuð1 dl vínedik2½ dl púðursykur1 tsk. sinnepsfræ½ tsk. salt1 dl rúsínur Setjið allt í pott og látið malla við vægan hita í 20-25 mín. Hrærið í af og til. Hellið í hreinar krukkur. Drykkir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið
Það er óhætt að segja að berjatíðin sé byrjuð og ef marka má árangur flestra úr berjamó þessa dagana virðist uppskeran þetta árið vera einstaklega góð. Það er eitt og annað sem má gera úr þessari hollustu auk þess að gæða sér á henni beint úr móanum.Bláberjamúffur Ef þú átt það helsta í bökunarskúffunni og nokkur fersk bláber þá eru bláberjamúffur málið.1 bolli mjólk¼ bolli jurtaolía½ tsk. vanilludropar1 egg2 bollar hveiti1/3 bolli sykur3 tsk. lyftiduft½ tsk. salt1 bolli fersk bláber Stillið ofninn á 200°C. Hrærið saman mjólkinni, olíunni, vanillu og eggjunum. Hrærið svo saman við hveitinu, sykrinum, lyftiduftinu og saltinu. Hellið svo bláberjunum út í og setjið svo deigið í muffinsform. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til þau verða gullinbrún. Bláberjasulta 1 kg bláber 1 kg sykur (eða 800 g) Blandið saman og sjóðið varlega í 10 mínútur. Setjið í hreinar krukkur.Frosin ber Bláber (eða hvaða ber sem er) eru lögð í plastglas, vatni hellt yfir svo yfir fljóti. Lokað með plastfólíu og sett í frysti. Þannig geymast berin „fersk" langt fram á næsta ár. Einnig hægt að setja þau í litla samlokupoka og hella vatni með og binda þétt fyrir með bandi.Þurrkuð ber Bláberjum (eða hvaða berjum sem er, þó ekki mjög stórum og safaríkum) er sturtað í ofnskúffu sem búið er að leggja bökunarpappír á. Sett í ofn og þurrkuð við 50°C í nokkra klukkutíma, ágætt að hafa ofninn örlítið opinn af og til svo rakinn fari út. Ágætt að snúa nokkrum sinnum en ekki nauðsynlegt. Berin þorna og verða „þurrkuð ber", þvílíkt lostæti, og geymast allt árið.Krækiberjahlaup1 kg krækiber750 g sykur2 tsk. sultuhleypir + 2 msk. sykur Setjið berin í pott ásamt helmingi sykurs og sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. Takið þá pottinn af hellunni og kælið örlítið. Setjið það sem eftir er af sykrinum út í og sjóðið í 5 mínútur. Blandið saman sultuhleypi og 2 msk. af sykri; setjið í sigti og stráið yfir sjóðandi sultuna. Hrærið vel í. Setjið hlaupið sjóðandi heitt í frekar litlar krukkur og hellið þær fullar. Skrúfið lokið strax á.Krækiberjasaft3 kg krækiber2 lítrar vatn40 g vínsýra250-500 g sykur í hvern lítra af safa Hreinsið og skolið berin ef þess gerist þörf. Hakkið þau eða merjið í berjapressu. Leysið vínsýruna upp í vatninu og blandið upplausninni í berjamaukið. Látið standa í 24 tíma. Hellið á síu og látið saftina síast vel frá hratinu. Mælið saftina og blandið sykrinum saman við hana. Hrærið í þar til sykurinn er runninn. Hellið saftinni á hreinar og soðnar flöskur og lokið þeim strax. Geymið saftina á köldum og helst dimmum stað.Krækiberja-chutney600 g krækiber1 rauðlaukur, saxaður2½ cm bútur af engiferrót, rifinn1 hvítlauksgeiri, saxaður1-2 epli, afhýdd og söxuð1 dl vínedik2½ dl púðursykur1 tsk. sinnepsfræ½ tsk. salt1 dl rúsínur Setjið allt í pott og látið malla við vægan hita í 20-25 mín. Hrærið í af og til. Hellið í hreinar krukkur.
Drykkir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið