50% Svavar - 50% Benidorm Svavar Hávarðsson skrifar 7. febrúar 2012 08:00 Alltaf annað slagið þarf ég að segja sömu gömlu söguna um hvaða lönd ég hef heimsótt, og svara þeirri spurningu hvort ég myndi mæla með ferðalagi til viðkomandi staðar. Sömu gömlu söguna segi ég vegna þess að þeir sem leita ráða um sniðuga ferðakosti ættu ekki að leita til mín. Það er nefnilega svo að mín ferðamennska hefur að töluverðu leyti einskorðast við það að selja þorsk. Borgirnar Hull og Grimsby í Englandi, Bremenhaven í Þýskalandi og Þórshöfn í Færeyjum vekja litla hrifningu; það gerir St. John á Nýfundnalandi ekki heldur og bærinn Alta í Noregi virðist ekki vekja nein sérstök viðbrögð. Já, það er rétt hjá þér. Ég hef aldrei farið á sólarströnd. Það stendur heldur ekki til þar sem ég er þannig búinn frá náttúrunnar hendi að gengi ég um sólarströnd nokkra daga í röð þá myndi ég sennilega fara heim í poka. 50% Svavar og 50% sandur frá Benidorm. Hins vegar hef ég notið þessara fáu heimsókna minna til fullnustu. Ég hef ýmislegt lært; dáðst að sumu og hlegið að öðru. Ég hef borið Ísland saman við það sem er skrítið og skemmtilegt. Í því felst góð heimsókn að mínu viti. Ekki að liggja í sandi og reyna að vera dekkstur af þeim sem fljúga með mér heim. Reyndar langar mig mest til Grænlands og veiða þar bleikju á stöng. Kærastan mín vill fara til Ítalíu en þar vinna menn gegn fjölgun ferðamanna með sérstakri skattlagningu, skilst mér á fréttum. Kannski er einhver útlendingur í svipaðri stöðu og ég. Þegar hann segir sögur af ferðum sínum í útlöndum fjalla þær um litla afvikna staði. Ísland til dæmis. Og eins og ég er hann kannski þeirrar skoðunar að helsti kosturinn við heimsóknina var að mátulega margir ferðamenn voru þar fyrir. Þess vegna vilji hann fara aftur og mælir með því við fjölskyldu sína og vini að íhuga Ísland sem ferðakost. Kannski. Þar sem reynsla mín af ferðalögum er lítil sem engin, þá ætla ég ekki að fullyrða að takmark okkar Íslendinga um að fjölga ferðamönnum á Íslandi í eina milljón árið 2020 feli í sér ókosti. Það er örugglega eftirsóknarvert að dvelja í borg, eða heimsækja land, þó fyrir séu fjölmargir í sömu erindagjörðum. Ég hef hins vegar aldrei verið í þeirri aðstöðu en lét mér detta í hug að fjölgun ferðamanna ætti ekki að vera takmark í sjálfu sér. Það mætti kannski ginna helmingi færri til að eyða helmingi meira af peningum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Alltaf annað slagið þarf ég að segja sömu gömlu söguna um hvaða lönd ég hef heimsótt, og svara þeirri spurningu hvort ég myndi mæla með ferðalagi til viðkomandi staðar. Sömu gömlu söguna segi ég vegna þess að þeir sem leita ráða um sniðuga ferðakosti ættu ekki að leita til mín. Það er nefnilega svo að mín ferðamennska hefur að töluverðu leyti einskorðast við það að selja þorsk. Borgirnar Hull og Grimsby í Englandi, Bremenhaven í Þýskalandi og Þórshöfn í Færeyjum vekja litla hrifningu; það gerir St. John á Nýfundnalandi ekki heldur og bærinn Alta í Noregi virðist ekki vekja nein sérstök viðbrögð. Já, það er rétt hjá þér. Ég hef aldrei farið á sólarströnd. Það stendur heldur ekki til þar sem ég er þannig búinn frá náttúrunnar hendi að gengi ég um sólarströnd nokkra daga í röð þá myndi ég sennilega fara heim í poka. 50% Svavar og 50% sandur frá Benidorm. Hins vegar hef ég notið þessara fáu heimsókna minna til fullnustu. Ég hef ýmislegt lært; dáðst að sumu og hlegið að öðru. Ég hef borið Ísland saman við það sem er skrítið og skemmtilegt. Í því felst góð heimsókn að mínu viti. Ekki að liggja í sandi og reyna að vera dekkstur af þeim sem fljúga með mér heim. Reyndar langar mig mest til Grænlands og veiða þar bleikju á stöng. Kærastan mín vill fara til Ítalíu en þar vinna menn gegn fjölgun ferðamanna með sérstakri skattlagningu, skilst mér á fréttum. Kannski er einhver útlendingur í svipaðri stöðu og ég. Þegar hann segir sögur af ferðum sínum í útlöndum fjalla þær um litla afvikna staði. Ísland til dæmis. Og eins og ég er hann kannski þeirrar skoðunar að helsti kosturinn við heimsóknina var að mátulega margir ferðamenn voru þar fyrir. Þess vegna vilji hann fara aftur og mælir með því við fjölskyldu sína og vini að íhuga Ísland sem ferðakost. Kannski. Þar sem reynsla mín af ferðalögum er lítil sem engin, þá ætla ég ekki að fullyrða að takmark okkar Íslendinga um að fjölga ferðamönnum á Íslandi í eina milljón árið 2020 feli í sér ókosti. Það er örugglega eftirsóknarvert að dvelja í borg, eða heimsækja land, þó fyrir séu fjölmargir í sömu erindagjörðum. Ég hef hins vegar aldrei verið í þeirri aðstöðu en lét mér detta í hug að fjölgun ferðamanna ætti ekki að vera takmark í sjálfu sér. Það mætti kannski ginna helmingi færri til að eyða helmingi meira af peningum?