Fyrirtækjaþjónusta fyrir alla 17. september 2012 12:14 Við leggjum upp úr því að viðskiptavinir geti nálgast okkur á þann hátt sem hentar þeim best, hvort sem er í gegnum sölumenn, verslun, síma eða vef, og viljum að það sé þægilegt og gaman að eiga við okkur viðskipti. mynd/ólafur þórisson Okkar styrkleiki felst í góðu vöruúrvali á breiðu verðbili. Við hlustum á viðskiptavininn, greinum þarfir hans og finnum þær lausnir sem henta best," segir viðskiptastjórinn Bylgja Bára Bragadóttir en fyrirtækjaþjónusta Pennans hefur verið starfrækt frá árinu 1997. "Við leggjum upp úr því að viðskiptavinir geti nálgast okkur á þann hátt sem hentar þeim best; hvort sem er í gegnum sölumenn, verslun, síma eða vef og viljum að það sé þægilegt og gaman að eiga við okkur viðskipti." Fyrirtæki geta óskað eftir reglulegum heimsóknum frá söluráðgjafa Pennans "Í upphafi gerir söluráðgjafi þarfagreiningu með fulltrúa viðkomandi viðskiptavinar og veitir ráðgjöf við vöruval þar sem hagkvæmnissjónarmiða er gætt. Ef viðskiptavinur óskar eftir því getur söluráðgjafi séð um að viðhalda ákveðnum lágmarkslager auk þess sem hann tekur niður sérpantanir ef við á. "Þetta er þjónusta sem við höfum boðið upp á fyrir bæði smærri og stærri fyrirtæki og hefur gefist afar vel enda getur verið tímafrekt að halda utan um lager og sjá til þess að ekkert vanti," segir Bylgja. Söluráðgjafar benda á nýjungar og góð tilboð og í sumum tilfellum fá viðskiptavinir að prófa nýjungar. Þjónustan er fyrirtækjum að kostnaðarlausu og með henni er hægt að spara bæði tíma og peninga." Bylgja segir marga kjósa persónuleg samskipti við sölufulltrúa í þjónustuveri Pennans í síma 540-2050. Þar geta viðskiptavinir átt sérstakan tengilið og skapast oft góð tengsl eftir margra ára viðskipti. "Það eru dæmi um að fólk bíði með að panta ef tengiliðurinn er í fríi og er bara gaman að því." Bylgja segir einnig hægt að senda fyrirspurnir og panta í gegnum netfangið pontun@penninn.is og eru margir sem nýta sér það. Ný og notendavæn vefverslun Pennans, penninn.is, auðveldar viðskiptavinum enn frekar að nálgast upplýsingar um vörur og þjónustu. Viðskiptavinir geta sótt um þjónustuaðgang á vefnum og meðal annars fengið upplýsingar um fyrri pantanir og reikninga. "Þá bjóðum við upp á að vera með fyrirtæki í hýsingu sem virkar þannig að þau geta hýst hjá okkur markaðsvöruna sína eins og umslög, bréfsefni og fleira sem svo er hægt að nálgast í gegnum vefverslunina. Vörurnar koma beint inn á lager til okkar og eru hýstar eins og önnur vara en eingöngu viðkomandi fyrirtæki hefur aðgang að henni," útskýrir Bylgja. Að endingu er alltaf gaman að líta við í verslunum Pennans sem eru um land allt. Í húsgagnadeildinni að Grensásvegi 11 (Skeifunni) er að finna mikið úrval skrifstofuhúsgagna. Penninn hefur í fjöldamörg ár aðstoðað viðskiptavini við val á innréttingum og húsgögnum fyrir skrifstofuna. Það sem færri vita er að í húsgagnaverslun Pennans ergott úrval af heimilisvörum frá fremstu hönnuðum heims. "Við leggjum ríka áherslu á að Fyrirtækjaþjónusta Pennans sé fyrir alla og ekkert fyrirtæki er of lítið eða of stórt til að vera í viðskiptum við okkur." Starfsfólk Fyrirtækjaþjónustu Pennans kappkostar að veita faglega og persónulega þjónustu um land allt. Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Okkar styrkleiki felst í góðu vöruúrvali á breiðu verðbili. Við hlustum á viðskiptavininn, greinum þarfir hans og finnum þær lausnir sem henta best," segir viðskiptastjórinn Bylgja Bára Bragadóttir en fyrirtækjaþjónusta Pennans hefur verið starfrækt frá árinu 1997. "Við leggjum upp úr því að viðskiptavinir geti nálgast okkur á þann hátt sem hentar þeim best; hvort sem er í gegnum sölumenn, verslun, síma eða vef og viljum að það sé þægilegt og gaman að eiga við okkur viðskipti." Fyrirtæki geta óskað eftir reglulegum heimsóknum frá söluráðgjafa Pennans "Í upphafi gerir söluráðgjafi þarfagreiningu með fulltrúa viðkomandi viðskiptavinar og veitir ráðgjöf við vöruval þar sem hagkvæmnissjónarmiða er gætt. Ef viðskiptavinur óskar eftir því getur söluráðgjafi séð um að viðhalda ákveðnum lágmarkslager auk þess sem hann tekur niður sérpantanir ef við á. "Þetta er þjónusta sem við höfum boðið upp á fyrir bæði smærri og stærri fyrirtæki og hefur gefist afar vel enda getur verið tímafrekt að halda utan um lager og sjá til þess að ekkert vanti," segir Bylgja. Söluráðgjafar benda á nýjungar og góð tilboð og í sumum tilfellum fá viðskiptavinir að prófa nýjungar. Þjónustan er fyrirtækjum að kostnaðarlausu og með henni er hægt að spara bæði tíma og peninga." Bylgja segir marga kjósa persónuleg samskipti við sölufulltrúa í þjónustuveri Pennans í síma 540-2050. Þar geta viðskiptavinir átt sérstakan tengilið og skapast oft góð tengsl eftir margra ára viðskipti. "Það eru dæmi um að fólk bíði með að panta ef tengiliðurinn er í fríi og er bara gaman að því." Bylgja segir einnig hægt að senda fyrirspurnir og panta í gegnum netfangið pontun@penninn.is og eru margir sem nýta sér það. Ný og notendavæn vefverslun Pennans, penninn.is, auðveldar viðskiptavinum enn frekar að nálgast upplýsingar um vörur og þjónustu. Viðskiptavinir geta sótt um þjónustuaðgang á vefnum og meðal annars fengið upplýsingar um fyrri pantanir og reikninga. "Þá bjóðum við upp á að vera með fyrirtæki í hýsingu sem virkar þannig að þau geta hýst hjá okkur markaðsvöruna sína eins og umslög, bréfsefni og fleira sem svo er hægt að nálgast í gegnum vefverslunina. Vörurnar koma beint inn á lager til okkar og eru hýstar eins og önnur vara en eingöngu viðkomandi fyrirtæki hefur aðgang að henni," útskýrir Bylgja. Að endingu er alltaf gaman að líta við í verslunum Pennans sem eru um land allt. Í húsgagnadeildinni að Grensásvegi 11 (Skeifunni) er að finna mikið úrval skrifstofuhúsgagna. Penninn hefur í fjöldamörg ár aðstoðað viðskiptavini við val á innréttingum og húsgögnum fyrir skrifstofuna. Það sem færri vita er að í húsgagnaverslun Pennans ergott úrval af heimilisvörum frá fremstu hönnuðum heims. "Við leggjum ríka áherslu á að Fyrirtækjaþjónusta Pennans sé fyrir alla og ekkert fyrirtæki er of lítið eða of stórt til að vera í viðskiptum við okkur." Starfsfólk Fyrirtækjaþjónustu Pennans kappkostar að veita faglega og persónulega þjónustu um land allt.
Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira