Handbolti

Tap gegn Ungverjum í hundraðasta landsleik Dagnýjar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Skúladóttir.
Dagný Skúladóttir. Mynd/Pjetur
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði stórt fyrir Ungverjum í dag, 21-35, í fyrsta leik liðsins á æfingarmóti í Tékklandi. Staðan í hálfleik var 20-15 Ungverjum í vil. Íslenska liðið spilar við Slóvakíu á morgun og mætir svo Tékkum á laugardaginn.

„Eins og tölurnar gefa til kynna var ekki mikið um markvörslu né varnarleik hjá íslenska liðinu í leiknum," sagði í frétt á heimasíðu HSÍ.

Hornamaðurinn Dagný Skúladóttir lék sinn hundraðasta landsleik í dag og fékk að launum viðurkenningu frá HSÍ.

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stella Sigurðardóttir og Þorgerður Anna Atladóttir voru markahæstar í íslenska liðinu með fimm mörk en liðið er án atvinnumanna í þessu móti og tímabil þeirra leikmanna sem spila hér heima er ekki hafið.

Ísland-Ungverjaland 21-35 (15-20)

Mörk Íslands: Hanna G. Stefánsdóttir 5, Stella Sigurðardóttir 5, Þorgerður Anna Atladóttir 5, Dagný Skúladóttir 3, Ragnhildur Guðmundsdóttir 1, Hrafnhildur Skúladóttir 1 og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1.

Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 4 og Sunneva Einarsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×