Hildur Sverrisdóttir, höfundur bókarinnar Fantasíur, gaf í gær tvö hundruð þúsund krónur í safnanirnar.
Á allra vörum fyrir veik börn og Öll með tölu fyrir Kvennaathvarfið. Það svarar til um eitt þúsund króna fyrir hverja sögu sem Hildi barst frá íslenskum konum fyrir útgáfu Fantasía.
"Mig langar sem þakklætisvott fyrir þeirra framlag að gefa til þeirra tveggja safnana sem eru í gangi núna," segir Hildur.
- sm, gar
Lífið