Handbolti

Ágúst tók Hilmar með sér út til Tékklands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK og nú aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins.
Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK og nú aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Mynd/Stefán
A-landslið kvenna í handbolta fór í morgun út til Tékklands þar sem stelpurnar okkar taka þátt í fjögurra landa móti ásamt Slóvakíu, Tékklandi og Ungverjalandi. Ágúst Þór Jóhannsson valdi sextán manna hóp og tók líka með sér nýjan aðstoðarmann.

Gústaf Adolf Björnsson sem er aðstoðarþjálfari landsliðsins forfallaðist og því kallaði Ágúst á Hilmar Guðlaugsson þjálfari kvennaliðs HK, til þess að fara með honum í þessa ferð. Þetta kemur fram á heimasíðu HK.

Heiðrún Björk Helgadóttir úr HK er eini nýliðinn í hópnum en Ágúst valdi líka Karólínu Bæhrenz Lárudóttur úr Val sem á aðeins að baki einn landsleik. Aðrir leikmenn hópsins hafa verið viðloðnar landsliðið síðustu misseri.

Leikjaplan kvennalandsliðsins er:

Fimmtudaginn 13 september kl. 14.00 Ísland- Ungverjaland

Föstudaginn 14 september kl 15.30 Ísland-Slóvakía

Laugardaginn 15 september kl 10.00 Ísland-Tékkland

Hópurinn sem fór út:

Markmenn:

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Valur

Sunneva Einarsdóttir, Stjarnan

Aðrir Leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur

Ásta Birna Gunnardóttir, Fram

Dagný Skúladóttir, Valur

Elísabet Gunnarsdóttir, Fram

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjarnan

Heiðrún Björk Helgadóttir, HK

Hrafnhildur Skúladóttir, Valur

Íris Ásta Pétursdóttir, Gjövik HK

Karólína Bæhrenz Lárudóttir, Valur

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, Valur

Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram

Stella Sigurðardóttir, Fram

Sunna Jónsdóttir, Fram

Þorgerður Anna Atladóttir, Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×