Lífið

Stiller í miðjum stormi

Stuð á Stiller.
Stuð á Stiller.
Stórleikarinn Ben Stiller sleppur ekki við hraustu haustlægðina frekar en aðrir Íslendingar, en stórstjarnan lét taka þessa mynd af sér nærri Hornafirði í einhverri kröftugri vinhviðunni og birti á samskiptavefnum Twitter. Líklega má Stiller þakka sínu sæla að hafa ekki fokið út í veður og vind en sjálfur skrifar hann með myndinni, í lauslegri þýðingu:

„Ég er staddur í íslenskum stormi!"

Viðbrögðin láta ekki á sér standa, fjölmargir frá Íslandi berja sér á brjóst og fullyrða að Ísland sé besta land í heimi, þó um það megi eflaust deila svona rétt í miðri haustlægðinni. Útlendingar dást svo að náttúrunni á meðan einn aðdáandinn sakar Stiller um að vera heltekinn af Íslandi.

Stiller er við tökur á myndinni The Secret life of Walter Mitty, eins og greint hefur verið frá. Búist er við að tökum ljúki síðar í september. Ekki er ljóst hvort rafmagnsleysi eða veður hafi haft áhrif á upptökur kvikmyndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×