Úrval af vistvænum vörum hjá Olís 26. september 2012 12:15 Eggert segir úrval Svansvottaðra vara vera fjölbreytt hjá Olís og sífellt sé verið að bæta að nýjum vörutegundum í línuna. mynd/gva Olís býður upp á mikið úrval af Svansvottuðum vörum. Hreinlætisefni, hreinlætispappír, pokar og fleira. "Í Svansvottuðu línunum okkur erum við með allt sem þarf til þrifa og erum stöðugt að vinna í því að bæta inn meira og meira af vörum," segir Eggert Bjarnason, sölu- og þjónusturáðgjafi heildsölu- og rekstrarvörudeildar. "Við eigum núna til allt sem þarf til þess að þrífa og sinna öllum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. Við bjóðum upp á heildarlausnir fyrir alla þessa aðila." Umhverfisvænir Eggert segir mikla aukningu vera í sölu á umhverfisvottuðum vörum. "Markaðurinn hefur kallað eftir þessum vörum í auknum mæli og við erum að bregðast við þeirri kröfu. Við getum nú boðið okkar viðskiptavinum upp á allt sem þeir þurfa hvað þetta varðar. Það eru alltaf að verða fleiri og fleiri sem eru meðvitaðir um verndun umhverfisins og því fleiri sem nota þessar vörur miðað við það sem áður var. Þessi aukna sala hjá okkur leiðir til þess að við höfum meira samstarf við erlenda birgja á þessu sviði og getum þar af leiðandi boðið upp á frábær kjör og gæði. Við erum stöðugt að leita og bæta inn hjá okkur umhverfisvottuðum vörum í öllum viðeigandi vörutegundum. Nýjungar Meðal nýjunga í Svanslínunni hjá Olís er sjálfvirkur sápuskammtari, Solid Allround, sem er kjörin lausn fyrir sjálfvirkar uppþvottavélar í mötuneytum, stóreldhúsum, á veitingastöðum og víðar. Solid Allround er alkalískt uppþvottaefni í föstu formi fyrir uppþvottavélar með sjálfvirkt skömmtunarkerfi. Solid Allround vinnur mjög vel á almennum matarleifum, fitu, próteinum og kalkútfellingum. Það hentar vel til uppþvotta á gleri, postulíni, plasti og ryðfríu stáli og skilar því skínandi hreinu. Efnið endist vel og sparar bæði tíma og peninga. Þetta hefur verið gríðarlega vinsælt kerfi frá því við komum með það á markað og eru sápuskammtararnir komnir upp víða um land á veitingastöðum, leikskólum, skólum, skipum og á fleiri stöðum. Þeir sem nota þetta efni segja það þrífa mjög vel og er mikil ánægja með það," segir Eggert. "Þetta eru létt og meðfærileg fimm kílóa hylki sem samsvara 22 til 27 lítrum af fljótandi uppþvottalegi. Skynjari tryggir lágmarksskömmtun og hámarksnýtingu. Það er mikil virkni í efninu og þar sem þetta er lokað kerfi tryggir það öruggari og þægilegri vinnuaðstæður. Það tekur lítið pláss og takmarkar sorp og Olís sér um uppsetningu og alla þjónustu." Sérfræðingar á öllum sviðum Eggert segir marga líta á Olís þannig að þeir selji bara bensín og átti sig ekki á að þeir séu með lausnir fyrir alla sem þurfa að nota hreinlætisvörur. "Við erum með sérfræðinga á öllum sviðum, Sérfræðingar okkar aðstoða fyrirtæki við að finna hagkvæmari lausnir í þessum málum, veita alhliða ráðgjöf varðandi hreinlæti á vinnustað, gerð þrifaáætlana, eftirlit með þrifum, val á tækjum, gæðaeftirlit og svo framvegis. Námskeið Við höldum námskeið í notkun hreinlætisvara fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í þeim tilgangi að ná fram hagkvæmari rekstri. Með kennslunni erum við að hjálpa viðskiptavinum við að minnka efnisnotkun. Við komum því þannig fyrir að þetta sé einfalt og þægilegt fyrir alla." Það eru ekki einungis umhverfissjónarmið sem ráða för í kaupum á Svansvottuðum vörum þó þau leiki stórt hlutverk. "Vörurnar eru auðveldar og þægilegar í notkun. Þær eru jafnframt ekki jafn hættulegar og önnur sambærileg efni því þær eru minna ertandi. Þetta ræður oft för hjá almenningi sem kaupir þessar vörur, sérstaklega hjá fólki sem á börn," segir Eggert. Tengdar fréttir Svanurinn var punkturinn yfir i-ið ISS Ísland var fjórða fyrirtækið á Íslandi til að hljóta umhverfisvottunina Svaninn og um leið fyrsta fyrirtækið innan ISS/AS samsteypunnar. Umhverfismál hafa verið stór þáttur í rekstri fyrirtækisins í 30 ár. 26. september 2012 11:15 Fyrsta Svansvottaða veitingahúsið Veitingahúsið Nauthóll stendur á rómantískum stað, mitt í vinsælustu náttúruperlu Reykjavíkur. Á næstu dögum öðlast Nauthóll norræna Svansvottun og verður þar með fyrsta Svansvottaða veitingahús lýðveldisins. 26. september 2012 12:03 Traustur vinur umhverfis og húðar Dönsku hreinlætisvörurnar frá Neutral hafa slegið í gegn á meðal Íslendinga sem velja gæði fyrir sjálfa sig og heimilið og vilja umgangast náttúruna af virðingu. Allar vörur Neutral eru lausar við ilm-, litar- og skaðleg aukefni. Langstærstur hluti Neutral-línunnar er með vottun norræna Svansmerkisins. Því er auðvelt fyrir neytendur að leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd. 26. september 2012 12:24 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Olís býður upp á mikið úrval af Svansvottuðum vörum. Hreinlætisefni, hreinlætispappír, pokar og fleira. "Í Svansvottuðu línunum okkur erum við með allt sem þarf til þrifa og erum stöðugt að vinna í því að bæta inn meira og meira af vörum," segir Eggert Bjarnason, sölu- og þjónusturáðgjafi heildsölu- og rekstrarvörudeildar. "Við eigum núna til allt sem þarf til þess að þrífa og sinna öllum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. Við bjóðum upp á heildarlausnir fyrir alla þessa aðila." Umhverfisvænir Eggert segir mikla aukningu vera í sölu á umhverfisvottuðum vörum. "Markaðurinn hefur kallað eftir þessum vörum í auknum mæli og við erum að bregðast við þeirri kröfu. Við getum nú boðið okkar viðskiptavinum upp á allt sem þeir þurfa hvað þetta varðar. Það eru alltaf að verða fleiri og fleiri sem eru meðvitaðir um verndun umhverfisins og því fleiri sem nota þessar vörur miðað við það sem áður var. Þessi aukna sala hjá okkur leiðir til þess að við höfum meira samstarf við erlenda birgja á þessu sviði og getum þar af leiðandi boðið upp á frábær kjör og gæði. Við erum stöðugt að leita og bæta inn hjá okkur umhverfisvottuðum vörum í öllum viðeigandi vörutegundum. Nýjungar Meðal nýjunga í Svanslínunni hjá Olís er sjálfvirkur sápuskammtari, Solid Allround, sem er kjörin lausn fyrir sjálfvirkar uppþvottavélar í mötuneytum, stóreldhúsum, á veitingastöðum og víðar. Solid Allround er alkalískt uppþvottaefni í föstu formi fyrir uppþvottavélar með sjálfvirkt skömmtunarkerfi. Solid Allround vinnur mjög vel á almennum matarleifum, fitu, próteinum og kalkútfellingum. Það hentar vel til uppþvotta á gleri, postulíni, plasti og ryðfríu stáli og skilar því skínandi hreinu. Efnið endist vel og sparar bæði tíma og peninga. Þetta hefur verið gríðarlega vinsælt kerfi frá því við komum með það á markað og eru sápuskammtararnir komnir upp víða um land á veitingastöðum, leikskólum, skólum, skipum og á fleiri stöðum. Þeir sem nota þetta efni segja það þrífa mjög vel og er mikil ánægja með það," segir Eggert. "Þetta eru létt og meðfærileg fimm kílóa hylki sem samsvara 22 til 27 lítrum af fljótandi uppþvottalegi. Skynjari tryggir lágmarksskömmtun og hámarksnýtingu. Það er mikil virkni í efninu og þar sem þetta er lokað kerfi tryggir það öruggari og þægilegri vinnuaðstæður. Það tekur lítið pláss og takmarkar sorp og Olís sér um uppsetningu og alla þjónustu." Sérfræðingar á öllum sviðum Eggert segir marga líta á Olís þannig að þeir selji bara bensín og átti sig ekki á að þeir séu með lausnir fyrir alla sem þurfa að nota hreinlætisvörur. "Við erum með sérfræðinga á öllum sviðum, Sérfræðingar okkar aðstoða fyrirtæki við að finna hagkvæmari lausnir í þessum málum, veita alhliða ráðgjöf varðandi hreinlæti á vinnustað, gerð þrifaáætlana, eftirlit með þrifum, val á tækjum, gæðaeftirlit og svo framvegis. Námskeið Við höldum námskeið í notkun hreinlætisvara fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í þeim tilgangi að ná fram hagkvæmari rekstri. Með kennslunni erum við að hjálpa viðskiptavinum við að minnka efnisnotkun. Við komum því þannig fyrir að þetta sé einfalt og þægilegt fyrir alla." Það eru ekki einungis umhverfissjónarmið sem ráða för í kaupum á Svansvottuðum vörum þó þau leiki stórt hlutverk. "Vörurnar eru auðveldar og þægilegar í notkun. Þær eru jafnframt ekki jafn hættulegar og önnur sambærileg efni því þær eru minna ertandi. Þetta ræður oft för hjá almenningi sem kaupir þessar vörur, sérstaklega hjá fólki sem á börn," segir Eggert.
Tengdar fréttir Svanurinn var punkturinn yfir i-ið ISS Ísland var fjórða fyrirtækið á Íslandi til að hljóta umhverfisvottunina Svaninn og um leið fyrsta fyrirtækið innan ISS/AS samsteypunnar. Umhverfismál hafa verið stór þáttur í rekstri fyrirtækisins í 30 ár. 26. september 2012 11:15 Fyrsta Svansvottaða veitingahúsið Veitingahúsið Nauthóll stendur á rómantískum stað, mitt í vinsælustu náttúruperlu Reykjavíkur. Á næstu dögum öðlast Nauthóll norræna Svansvottun og verður þar með fyrsta Svansvottaða veitingahús lýðveldisins. 26. september 2012 12:03 Traustur vinur umhverfis og húðar Dönsku hreinlætisvörurnar frá Neutral hafa slegið í gegn á meðal Íslendinga sem velja gæði fyrir sjálfa sig og heimilið og vilja umgangast náttúruna af virðingu. Allar vörur Neutral eru lausar við ilm-, litar- og skaðleg aukefni. Langstærstur hluti Neutral-línunnar er með vottun norræna Svansmerkisins. Því er auðvelt fyrir neytendur að leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd. 26. september 2012 12:24 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Svanurinn var punkturinn yfir i-ið ISS Ísland var fjórða fyrirtækið á Íslandi til að hljóta umhverfisvottunina Svaninn og um leið fyrsta fyrirtækið innan ISS/AS samsteypunnar. Umhverfismál hafa verið stór þáttur í rekstri fyrirtækisins í 30 ár. 26. september 2012 11:15
Fyrsta Svansvottaða veitingahúsið Veitingahúsið Nauthóll stendur á rómantískum stað, mitt í vinsælustu náttúruperlu Reykjavíkur. Á næstu dögum öðlast Nauthóll norræna Svansvottun og verður þar með fyrsta Svansvottaða veitingahús lýðveldisins. 26. september 2012 12:03
Traustur vinur umhverfis og húðar Dönsku hreinlætisvörurnar frá Neutral hafa slegið í gegn á meðal Íslendinga sem velja gæði fyrir sjálfa sig og heimilið og vilja umgangast náttúruna af virðingu. Allar vörur Neutral eru lausar við ilm-, litar- og skaðleg aukefni. Langstærstur hluti Neutral-línunnar er með vottun norræna Svansmerkisins. Því er auðvelt fyrir neytendur að leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd. 26. september 2012 12:24