Verður Grafarholtsvelli lokað í tvö ár? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2012 17:00 Frá Grafarholtsvelli. Mynd/Daníel Grafarholtsvöllur er einn allra vinsælasti golfvöllur landsins og það er ekki auðvelt að tryggja sér rástíma á vellinum enda margir kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur. Svo gæti farið að enginn fái að spila á vellinum í allt að 24 mánuði. Kylfingur segir frá því að ein af tillögum frá Framtíðarnefnd Grafarholts sé að loka vellinum í tvö ár á meðan fara fram endurbætur á vellinum. Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur skipaði sérstaka "Framtíðarnefnd" um golfvöllinn í Grafarholti á fundi sínum í September 2010. Nefndin hefur það verkefni að móta til framtíðarstefnu fyrir golfvöllinn í Grafarholti og hvernig sé rétt að nálgast endurbætur á vellinum. Tillaga nefndarinnar er að farið verði í heildaruppbyggingu á vellinum í Grafarholti og hann gerður að nýju að glæsilegasta golfvelli landsins. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hæfust á árinu 2016-2018. Tvær grunntillögur hafa verið ræddar í nefndinni að framkvæmd verksins: 1. Endurbyggja golfvöllinn í Grafarholti frá grunni þar sem vellinum yrði lokað á meðan framkvæmdum stæði og allar flatir vallarins endurbyggðar, brautir lagaðar og jafnvel endurlagðar. Verkefnið tæki 12 - 24mánuði og ekki yrði leikið golf vellinum á meðan. 2. Endurbyggja valdar flatir vallarins, sléttabrautir og þess háttar, unnið eftir stefnu nefndarinnar og það unnið á lengri tíma þar sem einn verkþáttur væri unnin á hverju sumri. Það hægt að sjá alla fréttina á Kylfingi með því að smella hér. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Grafarholtsvöllur er einn allra vinsælasti golfvöllur landsins og það er ekki auðvelt að tryggja sér rástíma á vellinum enda margir kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur. Svo gæti farið að enginn fái að spila á vellinum í allt að 24 mánuði. Kylfingur segir frá því að ein af tillögum frá Framtíðarnefnd Grafarholts sé að loka vellinum í tvö ár á meðan fara fram endurbætur á vellinum. Stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur skipaði sérstaka "Framtíðarnefnd" um golfvöllinn í Grafarholti á fundi sínum í September 2010. Nefndin hefur það verkefni að móta til framtíðarstefnu fyrir golfvöllinn í Grafarholti og hvernig sé rétt að nálgast endurbætur á vellinum. Tillaga nefndarinnar er að farið verði í heildaruppbyggingu á vellinum í Grafarholti og hann gerður að nýju að glæsilegasta golfvelli landsins. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hæfust á árinu 2016-2018. Tvær grunntillögur hafa verið ræddar í nefndinni að framkvæmd verksins: 1. Endurbyggja golfvöllinn í Grafarholti frá grunni þar sem vellinum yrði lokað á meðan framkvæmdum stæði og allar flatir vallarins endurbyggðar, brautir lagaðar og jafnvel endurlagðar. Verkefnið tæki 12 - 24mánuði og ekki yrði leikið golf vellinum á meðan. 2. Endurbyggja valdar flatir vallarins, sléttabrautir og þess háttar, unnið eftir stefnu nefndarinnar og það unnið á lengri tíma þar sem einn verkþáttur væri unnin á hverju sumri. Það hægt að sjá alla fréttina á Kylfingi með því að smella hér.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira