Ósvikin gæði í Senseo kaffinu 20. september 2012 15:40 Senseo kaffi. Senseo kaffi kom á markaðinn hérlendis árið 2004 og sló um leið rækilega í gegn hjá kaffiþyrstum Íslendingum. Í dag eru um sjötíu þúsund Senseo kaffivélar á meirihluta íslenskra heimila.Farsælt samstarf Forsagan að Senseo-bylgjunni er sú að um síðustu aldamót tóku saman höndum raftækjarisinn Philips og Douwe Egberts en Íslendingar gjörþekkja framleiðslu þess fyrirtækis undir merkinu Merrild. "Þetta samstarf þeirra, Philips og Douwe Egberts, átti eftir að umturna kaffimenningunni svo um munaði þegar fyrsta Senseo kaffivélin kom á markað árið 2001. Þessi uppfinning hrinti af stað miklum breytingum hjá hinum almenna kaffineytanda sem gat nú lagað sér einn bolla í einu af gæðakaffi á einfaldan og fljótlegan hátt á hóflegu verði. Senseo sló strax í gegn og eftir aðeins þrjú ár höfðu selst um tíu milljón kaffivélar í Evrópu. Í dag eru vélarnar orðnar nálægt 35 milljónum talsins og Senseo er enn leiðandi og stærsta merkið á "single serve" kaffimarkaðnum," segir Sveinn Waage, vörumerkjastjóri Senseo á Íslandi.Fjölbreytt og gott úrval Hann segir fjölbreytt og gott úrval vera stóran þátt í vinsældum Senseo. Neytendur geta valið úr Medium og Dark Roast, sem eru vinsælustu tegundirnar og blöndur eins og Colombia, Kenya og Brazil eiga sína tryggu neytendur. Cappuccino og kakó eru einnig í vörulínunni og loks er hið rómaða Café Noir sem er uppáhald margra í Senseo. "Kaffilögunin í Senseo-vélum er lokað ferli undir þrýstingi, líkt og í espressovélum, sem skilar fullum gæðum í bollann. Útkoman er kaffi með silkimjúkri áferð og froðutoppi, sem einkennir ekta Senseo kaffi."Ný Senseo tegund Í ár komu tvær nýjar tegundir í nýrri línu frá Senseo sem kallast INTENSE. "Senseo var með þessari línu að svara kalli þeirra neytenda sem vilja enn meira og fyllra bragð, líkara því sem fæst með uppáhellingu eða á kaffihúsum. Senseo Intense, Classic og Forte, hafa hlotið frábærar viðtökur hjá íslenskum neytendum og eru þessar tegundir komnar í fast vöruúrval í flestum verslunum. Allir ættu því að finna sér gott kaffi við hæfi í Senseo-línunni," segir Sveinn og bætir við að fleiri spennandi nýjungar séu væntanlegar næstu misserin.Senseo kaffi fyrir Senseo vélar Frábær árangur á Íslandi og á heimsvísu kallaði á harða samkeppni frá öðrum framleiðendum og eftir mikla baráttu í réttarsölum var sérleyfi Senseo á kaffipúðum endanlega afturkallað hjá Evrópsku einkaleyfastofnuninni 2006. Philips og Senseo höfðu fram að því og allar götur síðan hannað vélar og kaffipúða í sameiningu til þess að útkoman yrði sem allra best. "Eftir að Senseo missti sérleyfi sitt komu inn á markaðinn ódýrar eftirlíkingar sem gjörbreyttu upplifun neytenda á notkun Senseo-kaffivéla til hins verra. En með stöðugu þróunarstarfi hafa nýjar kaffivélar, fleiri tegundir og betrumbættir púðar komið á markaðinn sem tryggja sérstöðu og samstarf Philips og Senseo. Neytendur munu ætið fá langbestu útkomuna með því að nota kaffið sem er hannað fyrir vélina."Gæðakaffi á 27 krónur "Sölutölur sýna okkur að flestir eigendur Senseo véla velja ekta Senseo kaffi en framboð á eftirlíkingum hefur aukist á undanförnum árum", segir Sveinn. "Okkur hjá Senseo er bæði ljúft og skylt að upplýsa neytendur. Gamla, góða slagorðið "varist eftirlíkingar" er í fullu gildi þegar kemur að Senseo. Það er í raun frekar dapurlegt þegar neytendur, sem fjárfest hafa í Senseo kaffivél, láta plata sig í annað þegar hægt er að fá sér ósvikinn ilmandi Senseo kaffibolla á 27 krónur úr sömu kaffivél." Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Senseo kaffi kom á markaðinn hérlendis árið 2004 og sló um leið rækilega í gegn hjá kaffiþyrstum Íslendingum. Í dag eru um sjötíu þúsund Senseo kaffivélar á meirihluta íslenskra heimila.Farsælt samstarf Forsagan að Senseo-bylgjunni er sú að um síðustu aldamót tóku saman höndum raftækjarisinn Philips og Douwe Egberts en Íslendingar gjörþekkja framleiðslu þess fyrirtækis undir merkinu Merrild. "Þetta samstarf þeirra, Philips og Douwe Egberts, átti eftir að umturna kaffimenningunni svo um munaði þegar fyrsta Senseo kaffivélin kom á markað árið 2001. Þessi uppfinning hrinti af stað miklum breytingum hjá hinum almenna kaffineytanda sem gat nú lagað sér einn bolla í einu af gæðakaffi á einfaldan og fljótlegan hátt á hóflegu verði. Senseo sló strax í gegn og eftir aðeins þrjú ár höfðu selst um tíu milljón kaffivélar í Evrópu. Í dag eru vélarnar orðnar nálægt 35 milljónum talsins og Senseo er enn leiðandi og stærsta merkið á "single serve" kaffimarkaðnum," segir Sveinn Waage, vörumerkjastjóri Senseo á Íslandi.Fjölbreytt og gott úrval Hann segir fjölbreytt og gott úrval vera stóran þátt í vinsældum Senseo. Neytendur geta valið úr Medium og Dark Roast, sem eru vinsælustu tegundirnar og blöndur eins og Colombia, Kenya og Brazil eiga sína tryggu neytendur. Cappuccino og kakó eru einnig í vörulínunni og loks er hið rómaða Café Noir sem er uppáhald margra í Senseo. "Kaffilögunin í Senseo-vélum er lokað ferli undir þrýstingi, líkt og í espressovélum, sem skilar fullum gæðum í bollann. Útkoman er kaffi með silkimjúkri áferð og froðutoppi, sem einkennir ekta Senseo kaffi."Ný Senseo tegund Í ár komu tvær nýjar tegundir í nýrri línu frá Senseo sem kallast INTENSE. "Senseo var með þessari línu að svara kalli þeirra neytenda sem vilja enn meira og fyllra bragð, líkara því sem fæst með uppáhellingu eða á kaffihúsum. Senseo Intense, Classic og Forte, hafa hlotið frábærar viðtökur hjá íslenskum neytendum og eru þessar tegundir komnar í fast vöruúrval í flestum verslunum. Allir ættu því að finna sér gott kaffi við hæfi í Senseo-línunni," segir Sveinn og bætir við að fleiri spennandi nýjungar séu væntanlegar næstu misserin.Senseo kaffi fyrir Senseo vélar Frábær árangur á Íslandi og á heimsvísu kallaði á harða samkeppni frá öðrum framleiðendum og eftir mikla baráttu í réttarsölum var sérleyfi Senseo á kaffipúðum endanlega afturkallað hjá Evrópsku einkaleyfastofnuninni 2006. Philips og Senseo höfðu fram að því og allar götur síðan hannað vélar og kaffipúða í sameiningu til þess að útkoman yrði sem allra best. "Eftir að Senseo missti sérleyfi sitt komu inn á markaðinn ódýrar eftirlíkingar sem gjörbreyttu upplifun neytenda á notkun Senseo-kaffivéla til hins verra. En með stöðugu þróunarstarfi hafa nýjar kaffivélar, fleiri tegundir og betrumbættir púðar komið á markaðinn sem tryggja sérstöðu og samstarf Philips og Senseo. Neytendur munu ætið fá langbestu útkomuna með því að nota kaffið sem er hannað fyrir vélina."Gæðakaffi á 27 krónur "Sölutölur sýna okkur að flestir eigendur Senseo véla velja ekta Senseo kaffi en framboð á eftirlíkingum hefur aukist á undanförnum árum", segir Sveinn. "Okkur hjá Senseo er bæði ljúft og skylt að upplýsa neytendur. Gamla, góða slagorðið "varist eftirlíkingar" er í fullu gildi þegar kemur að Senseo. Það er í raun frekar dapurlegt þegar neytendur, sem fjárfest hafa í Senseo kaffivél, láta plata sig í annað þegar hægt er að fá sér ósvikinn ilmandi Senseo kaffibolla á 27 krónur úr sömu kaffivél."
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira