Traustar hefðir og heillandi nýjungar hjá Gevalia 20. september 2012 15:34 Þórður Þórisson vörumerkjastjóri hjá Innnes segir engann tilbúning að Gevalia fái fólk til að tala um. mynd/gva Sænski kaupsýslumaðurinn Victor Theodore Engwall var svo ákafur áhugamaður um kaffi að hann ákvað að helga líf sitt leitinni að hinni fullkomnu kaffibaun. Hann stofnaði því sérstakt fyrirtæki í kringum kaffiástríðu sína og gaf því latneskt heiti heimabæjar síns, Gävle (Gevalia). Í dag hvílir Gevalia á traustum grunni aldagamalla hefða og býður enn upp á sömu klassísku vörurnar sem neytendur um víða veröld njóta á hverjum degi. Auk þess leggur Gevalia mikið upp úr vöruþróun og er ötult við að kynna spennandi nýjungar. Fyrir skemmstu kynnti fyrirtækið meðal annars nýja kaffilínu þar sem neytandanum er boðið í sannkallaða heimsreisu, allt frá skógum Suður-Ameríku til víðáttu Indlands. Monsoon Storm heitir önnur af nýju tegundunum sem nú eru seldar hér á landi. Um er að ræða dökkristað, kraftmikið kaffi með keim af súkkulaði. Abyssian Dawn er léttristað kaffi með mikilli fyllingu sem á uppruna sinn í Eþíópíu, fæðingarstað kaffisins. Sem aðili að Rain Forrest Alliance (samtökum fyrirtækja sem vinna að verndun regnskóga) hefur Gevalia sjálfbærni ræktarsvæða ávallt að leiðarljósi. Gevalia hefur auk þess unnið um árabil að uppbyggingu innviða samfélagsins í Perú og Kólumbíu, innlendum kaffiframleiðendum til hagsbóta og aukinna lífsgæða. "Baunir og malað úrvalskaffi frá Gevalia hafa verið á boðstólum hérlendis í áratugi og Íslendingar hafa alltaf kunnað að meta gott kaffi," segir Þórður Þórisson sem hefur verið vörumerkjastjóri hjá Innnes undanfarin 6 ár. "Kaffi er svo miklu meira en bara neysluvara. Kaffi er saga, menning, lífsstíll og hefðir allt í senn og að sjálfsögðu taka neytendur ástfóstri við sína tegund. Andi Gevalia hefur alltaf verið skemmtilegur og svolítið stríðnislegur. Það er enginn tilbúningur að Gevalia fær fólk til að tala. Ég rifja gjarnan upp ummæli sem höfð voru eftir kaffisérfræðingi hjá Gevalia: "Þessi baun býr yfir meiri ilmi og sterkara bragði en svo að einum manni endist ævin til þess að skilgreina hana." En við höfum þá nóg um að tala á leiðinni og þar hjálpar Gevalia til." Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Sænski kaupsýslumaðurinn Victor Theodore Engwall var svo ákafur áhugamaður um kaffi að hann ákvað að helga líf sitt leitinni að hinni fullkomnu kaffibaun. Hann stofnaði því sérstakt fyrirtæki í kringum kaffiástríðu sína og gaf því latneskt heiti heimabæjar síns, Gävle (Gevalia). Í dag hvílir Gevalia á traustum grunni aldagamalla hefða og býður enn upp á sömu klassísku vörurnar sem neytendur um víða veröld njóta á hverjum degi. Auk þess leggur Gevalia mikið upp úr vöruþróun og er ötult við að kynna spennandi nýjungar. Fyrir skemmstu kynnti fyrirtækið meðal annars nýja kaffilínu þar sem neytandanum er boðið í sannkallaða heimsreisu, allt frá skógum Suður-Ameríku til víðáttu Indlands. Monsoon Storm heitir önnur af nýju tegundunum sem nú eru seldar hér á landi. Um er að ræða dökkristað, kraftmikið kaffi með keim af súkkulaði. Abyssian Dawn er léttristað kaffi með mikilli fyllingu sem á uppruna sinn í Eþíópíu, fæðingarstað kaffisins. Sem aðili að Rain Forrest Alliance (samtökum fyrirtækja sem vinna að verndun regnskóga) hefur Gevalia sjálfbærni ræktarsvæða ávallt að leiðarljósi. Gevalia hefur auk þess unnið um árabil að uppbyggingu innviða samfélagsins í Perú og Kólumbíu, innlendum kaffiframleiðendum til hagsbóta og aukinna lífsgæða. "Baunir og malað úrvalskaffi frá Gevalia hafa verið á boðstólum hérlendis í áratugi og Íslendingar hafa alltaf kunnað að meta gott kaffi," segir Þórður Þórisson sem hefur verið vörumerkjastjóri hjá Innnes undanfarin 6 ár. "Kaffi er svo miklu meira en bara neysluvara. Kaffi er saga, menning, lífsstíll og hefðir allt í senn og að sjálfsögðu taka neytendur ástfóstri við sína tegund. Andi Gevalia hefur alltaf verið skemmtilegur og svolítið stríðnislegur. Það er enginn tilbúningur að Gevalia fær fólk til að tala. Ég rifja gjarnan upp ummæli sem höfð voru eftir kaffisérfræðingi hjá Gevalia: "Þessi baun býr yfir meiri ilmi og sterkara bragði en svo að einum manni endist ævin til þess að skilgreina hana." En við höfum þá nóg um að tala á leiðinni og þar hjálpar Gevalia til."
Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira