Bókmenntarýnirinn harðsnúni, Páll Baldvin Baldvinsson, er hættur á Fréttatímanum, þar sem hann hefur starfað frá stofnun blaðsins fyrir tveimur árum.
Þar lenti hann meðal annars í mikilli sennu við Akranesbæ vegna óvæginnar gagnrýni sinnar á sagnfræðirit um bæinn.
Páll kvaddi með látum og lét fjölmiðla og kollega sína í gagnrýnendastétt heyra það fyrir metnaðarleysi í þeim fræðum. Páll Baldvin situr ekki auðum höndum eftir starfslokin heldur ku hann þvert á móti vera sestur við skriftir. Hann lætur hins vegar ekkert uppi um viðfangsefnið.
-fb, sh

