Handbolti

Haukar úr leik í EHF-bikarnum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Stefán Rafn skoraði 11 mörk í fyrri leiknum.
Stefán Rafn skoraði 11 mörk í fyrri leiknum.
Haukar eru úr leik í EHF-bikarnum í handbolta eftir að hafa tapað báðum leikjunum gegn Motor Zaporozhye í Úkraínu í annarri umferð keppninnar. Haukar töpuðu seinni leiknum 28-22 í dag eftir að hafa tapað fyrri leiknum í gær 30-25. Haukar töpuðu því samtals með ellefu mörkum 58-47.

Haukar seldu heimaleik sinn og léku því báða leikina ytra. Úkraínska liðið er mjög sterkt og áttu Haukar í raun aldrei möguleika á að vinna upp fimm marka forskotið frá því í gær.

Zaporozhye var fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-10 og staðan í raun vonlaus. Haukar náðu aldrei upp sinni margfrægu vörn og því verkefnið nánast vonlaust.

Gísli Jón Þórisson var markahæstur í liði Hauka með 6 mörk. Freyr Brynjarsson skoraði 5, Jón Þorbjörn Jóhannsson 3, Elías Már Halldórsson og Árni Steinn Steinþórsson 2 hvort og Gylfi Gylfason, Matthías Árni Ingimarsson, Gísli Kristjánsson og Tjörvi Þorgeirsson sitt hvert markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×