Bláa Lónið fær alþjóðlega viðurkenningu 12. október 2012 15:30 Landvernd veitti Bláa Lóninu alþjóðlegu umhverfisviðurkenninguna Bláfánann í tíunda sinn. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Bláfáninn var dreginn að húni í Bláa Lóninu í tíunda sinn En Bláa Lónið hefur nú flaggað fánanum árlega frá árinu 2003. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Í ár er honum flaggað á 3850 stöðum í 46 löndum. Leikskólabörn frá leikskólanum Króki í Grindavík aðstoðuðu við athöfnina en leikskólinn hefur hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann. Við athöfnina sungu börnin Grænfánalagið og einnig Hafið Bláa Hafið.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sagði við þetta tækifæri að það væri bæði hvetjandi og ánægjulegt að Bláa Lónið sem væri einn þekktasti staður Íslands flaggaði Bláfánanum nú í tíunda sinn. „Blue Lagoon Iceland er eitt þekktasta vörumerki Íslands. Bláfáninn er útbreiddasta umhverfisviðurkenning sinnar gerðar í heiminum og því víða þekkt vörumerki. Fáninn er til þess fallin að efla jákvæða ímynd og samkeppnishæfni þeirra staða sem flagga honum og kjörin leið til að laða að ferðamenn. En Bláfáninn er fyrst og fremst tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum, og staðfesting á umhverfisgæðum þeirra staða þar sem hann blaktir við hún," sagði Guðmundur.Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins hf., sagði að starfsmenn fyrirtækisins væru afar stoltir af því að flagga Bláfánanum nú í 10 sinn. „Bláfáninn er hvatning til okkar um að halda áfram á sömu braut og hafa umhverfismál í forgangi. Meginmarkmið Bláfánaverkefnisins er bætt umhverfisstjórnun, góð hreinlætisaðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upplýsingum um þjónustu á viðkomandi svæði og slysavarnir. Mikilvægur liður í Bláfánaverkefninu er að efla almenna umhverfisvitund og er það gert með lifandi fræðslu og upplýsingum um náttúru og viðkvæm svæði á Bláfánastöðum," sagði Magnea.Heimasíða Bláa Lónsins.Fyrir miðju á mynd er Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri.Bláfáninn dreginn að húni í Bláa Lóninu. Skroll-Lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Bláfáninn var dreginn að húni í Bláa Lóninu í tíunda sinn En Bláa Lónið hefur nú flaggað fánanum árlega frá árinu 2003. Bláfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem veitt er til að stuðla að verndun umhverfis smábátahafna og baðstranda. Í ár er honum flaggað á 3850 stöðum í 46 löndum. Leikskólabörn frá leikskólanum Króki í Grindavík aðstoðuðu við athöfnina en leikskólinn hefur hlotið umhverfisviðurkenninguna Grænfánann. Við athöfnina sungu börnin Grænfánalagið og einnig Hafið Bláa Hafið.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sagði við þetta tækifæri að það væri bæði hvetjandi og ánægjulegt að Bláa Lónið sem væri einn þekktasti staður Íslands flaggaði Bláfánanum nú í tíunda sinn. „Blue Lagoon Iceland er eitt þekktasta vörumerki Íslands. Bláfáninn er útbreiddasta umhverfisviðurkenning sinnar gerðar í heiminum og því víða þekkt vörumerki. Fáninn er til þess fallin að efla jákvæða ímynd og samkeppnishæfni þeirra staða sem flagga honum og kjörin leið til að laða að ferðamenn. En Bláfáninn er fyrst og fremst tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum, og staðfesting á umhverfisgæðum þeirra staða þar sem hann blaktir við hún," sagði Guðmundur.Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins hf., sagði að starfsmenn fyrirtækisins væru afar stoltir af því að flagga Bláfánanum nú í 10 sinn. „Bláfáninn er hvatning til okkar um að halda áfram á sömu braut og hafa umhverfismál í forgangi. Meginmarkmið Bláfánaverkefnisins er bætt umhverfisstjórnun, góð hreinlætisaðstaða, gæði vatns, gott aðgengi að upplýsingum um þjónustu á viðkomandi svæði og slysavarnir. Mikilvægur liður í Bláfánaverkefninu er að efla almenna umhverfisvitund og er það gert með lifandi fræðslu og upplýsingum um náttúru og viðkvæm svæði á Bláfánastöðum," sagði Magnea.Heimasíða Bláa Lónsins.Fyrir miðju á mynd er Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri.Bláfáninn dreginn að húni í Bláa Lóninu.
Skroll-Lífið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira