Norrænir tölvuleikjaframleiðendur taka höndum saman Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. október 2012 11:34 Úr DUST 514. mynd/CCP Samtök norrænna leikjaframleiðenda, Nordic Game Institude, verða stofnuð á mánudaginn næstkomandi. Fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi skrifa undir stofnsamninginn. Formaður IGI, Icelandic Game Industry, skrifar undir fyrir hönd Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá IGI markar stofnun samtakanna tímamót enda er um ört vaxandi iðnað að ræða. Hátt í 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum en árleg velta þeirra er um 360 milljón evrur eða það sem nemur 57 milljörðum króna. Með samnorrænum samtökum veður gætt að hagsmunum norrænna leikjaframleiðenda, skapa öflugan samstarfsvettvang og stuðla að uppbyggingu iðnaðarins. Meðal aðila að IGI eru CCP, framleiðandi EVE Online og DUST 514, og Gogogic sem þekktast fyrir tölvuleikinn Godsrule. Þó svo að hinn norræni tölvuleikjaiðnaður sé rétt að slíta barnskónum þá eru nokkur fyrirtæki sem hafa haft veruleg áhrif á tölvuleikaiðnaðinn í heild sinni. Þar á meðal er finnska fyrirtækið Rovio sem ber ábyrgðina á Angry Birds tölvuleikjunum og Digital Illusions CE (DICE), framleiðandi Battlefield skotleikjanna. Leikjavísir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Samtök norrænna leikjaframleiðenda, Nordic Game Institude, verða stofnuð á mánudaginn næstkomandi. Fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi skrifa undir stofnsamninginn. Formaður IGI, Icelandic Game Industry, skrifar undir fyrir hönd Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá IGI markar stofnun samtakanna tímamót enda er um ört vaxandi iðnað að ræða. Hátt í 330 norræn leikjafyrirtæki eiga aðild að samtökunum en árleg velta þeirra er um 360 milljón evrur eða það sem nemur 57 milljörðum króna. Með samnorrænum samtökum veður gætt að hagsmunum norrænna leikjaframleiðenda, skapa öflugan samstarfsvettvang og stuðla að uppbyggingu iðnaðarins. Meðal aðila að IGI eru CCP, framleiðandi EVE Online og DUST 514, og Gogogic sem þekktast fyrir tölvuleikinn Godsrule. Þó svo að hinn norræni tölvuleikjaiðnaður sé rétt að slíta barnskónum þá eru nokkur fyrirtæki sem hafa haft veruleg áhrif á tölvuleikaiðnaðinn í heild sinni. Þar á meðal er finnska fyrirtækið Rovio sem ber ábyrgðina á Angry Birds tölvuleikjunum og Digital Illusions CE (DICE), framleiðandi Battlefield skotleikjanna.
Leikjavísir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira