Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-Haukar 22-27 | Myndir Henry Birgir Gunnarsson í Mosfellsbæ skrifar 10. október 2012 11:58 Haukar eru enn í efsta sæti N1-deildar karla og Afturelding er enn stigalaust eftir eina leik kvöldsins í deildinni. Sigur Hauka í kvöld var aldrei í neinni hættu. Örn Ingi Bjarkason var ekki með Mosfellingum í kvöld vegna meiðsla og söknuðu heimamenn hans sárlega. Sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska og Haukarnir leiddu í hálfleik, 9-13. Gestirnir slökuðu svolítið mikið á klónni í upphafi síðari hálfleiks og ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri. Mosfellingar komust á bragðið og unnu sig inn í leikinn. Þá sagði Tjörvi Þorgeirsson hingað og ekki lengra. Hann skoraði mikilvæg mörk, kveikti í sínum mönnum sem náðu þægilegu forskoti á ný og kláruðu svo leikinn. Tjörvi var afar drjúgur í liði Hauka. Skoraði mörk og lagði upp. Frammistaða Morkunas í markinu lengstum var aðdáunarverð og hann lofar góðu. Stefán Rafn alltaf skemmtilegur en gerir sig allt of oft sekan um slæmar ákvarðanir. Það kemur hjá stráknum. Annars engin glansframmistaða hjá Haukunum en þessi frammistaða dugði í kvöld. Davíð var magnaður í marki Aftureldingar en það dugði ekki til þar sem aðrir í liðinu voru slakir. Hilmar skilaði sínu en sóknarleikur heimamanna var mjög slakur.Reynir: Þolum ekki pressuna "Þeir voru alltaf skrefi á undan og þetta voru sanngjörn úrslit," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. "Það var vissulega vont að missa Örn Inga en við erum samt að klóra okkur upp úr skítnum frá síðasta leik. Við þurfum samt að vinna aðeins betur í okkar málum. Við vitum að við verðum að leggja á okkur hellings vinnu til þess að ná liðum eins og Haukum og verðum að vera tilbúnir í það." Reynir sagði vissulega ekki gott að vera enn stigalausir en er þó ekkert farinn að örvænta. "Við verðum aðeins að róa okkur. Væntingarnar í kringum liðið voru kannski fullmiklar fyrir veturinn," sagði Reynir en Mosfellingar bjuggu sjálfir til þessa pressu. Styrktu sig og sögðu vera komnir með nóg af botnbaráttu. "Þegar á reyndi þoldum við ekki pressuna sem við settum á okkur sem og aðrir. Við verðum bara að staldra við núna og taka eitt skref í einu. Það hlýtur svo að styttast í stigin," sagði Reynir kíminn.Aron: Megum ekki slaka á Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var slakur eftir leik. Sáttur við stigin en ekkert allt of sáttur við leik síns liðs. "Við bjuggumst við erfiðum leik enda vill Afturelding fara að fá stig. Ég er þokkalega sáttur við leikinn. Varnarleikurinn var þéttur lengstum. Sóknarleikurinn var ágætur þar sem Tjörvi var ákveðinn en við vorum stundum að horfa fullmikið upp í palla í stað þess að horfa á markið," sagði Aron. "Sóknarleikurinn var samt ráðleysislegur á köflum og það þurfum við að bæta. Byrjunin á seinni hálfleik var alls ekki nógu góð hjá okkur en við náðum að rífa okkur upp og klára dæmið." Haukarnir halda til Úkraínu á morgun í Evrópuverkefni en Aron vildi ekki meina að hans lið hefði verið komið með hugann við ferðalagið í seinni hálfleik. "Okkar vandamál er að halda dampi og einbeitingu og við erum að vinna í því. Við erum ekki það góðir að við getum leyft okkur þann munað að slaka á. Við þurfum að vera alveg 100 prósent allan leikinn. Annars erum við lélegir."Úr leiknum í kvöld.Myndir / Valgarður Gíslason Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Haukar eru enn í efsta sæti N1-deildar karla og Afturelding er enn stigalaust eftir eina leik kvöldsins í deildinni. Sigur Hauka í kvöld var aldrei í neinni hættu. Örn Ingi Bjarkason var ekki með Mosfellingum í kvöld vegna meiðsla og söknuðu heimamenn hans sárlega. Sóknarleikurinn ekki upp á marga fiska og Haukarnir leiddu í hálfleik, 9-13. Gestirnir slökuðu svolítið mikið á klónni í upphafi síðari hálfleiks og ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri. Mosfellingar komust á bragðið og unnu sig inn í leikinn. Þá sagði Tjörvi Þorgeirsson hingað og ekki lengra. Hann skoraði mikilvæg mörk, kveikti í sínum mönnum sem náðu þægilegu forskoti á ný og kláruðu svo leikinn. Tjörvi var afar drjúgur í liði Hauka. Skoraði mörk og lagði upp. Frammistaða Morkunas í markinu lengstum var aðdáunarverð og hann lofar góðu. Stefán Rafn alltaf skemmtilegur en gerir sig allt of oft sekan um slæmar ákvarðanir. Það kemur hjá stráknum. Annars engin glansframmistaða hjá Haukunum en þessi frammistaða dugði í kvöld. Davíð var magnaður í marki Aftureldingar en það dugði ekki til þar sem aðrir í liðinu voru slakir. Hilmar skilaði sínu en sóknarleikur heimamanna var mjög slakur.Reynir: Þolum ekki pressuna "Þeir voru alltaf skrefi á undan og þetta voru sanngjörn úrslit," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. "Það var vissulega vont að missa Örn Inga en við erum samt að klóra okkur upp úr skítnum frá síðasta leik. Við þurfum samt að vinna aðeins betur í okkar málum. Við vitum að við verðum að leggja á okkur hellings vinnu til þess að ná liðum eins og Haukum og verðum að vera tilbúnir í það." Reynir sagði vissulega ekki gott að vera enn stigalausir en er þó ekkert farinn að örvænta. "Við verðum aðeins að róa okkur. Væntingarnar í kringum liðið voru kannski fullmiklar fyrir veturinn," sagði Reynir en Mosfellingar bjuggu sjálfir til þessa pressu. Styrktu sig og sögðu vera komnir með nóg af botnbaráttu. "Þegar á reyndi þoldum við ekki pressuna sem við settum á okkur sem og aðrir. Við verðum bara að staldra við núna og taka eitt skref í einu. Það hlýtur svo að styttast í stigin," sagði Reynir kíminn.Aron: Megum ekki slaka á Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var slakur eftir leik. Sáttur við stigin en ekkert allt of sáttur við leik síns liðs. "Við bjuggumst við erfiðum leik enda vill Afturelding fara að fá stig. Ég er þokkalega sáttur við leikinn. Varnarleikurinn var þéttur lengstum. Sóknarleikurinn var ágætur þar sem Tjörvi var ákveðinn en við vorum stundum að horfa fullmikið upp í palla í stað þess að horfa á markið," sagði Aron. "Sóknarleikurinn var samt ráðleysislegur á köflum og það þurfum við að bæta. Byrjunin á seinni hálfleik var alls ekki nógu góð hjá okkur en við náðum að rífa okkur upp og klára dæmið." Haukarnir halda til Úkraínu á morgun í Evrópuverkefni en Aron vildi ekki meina að hans lið hefði verið komið með hugann við ferðalagið í seinni hálfleik. "Okkar vandamál er að halda dampi og einbeitingu og við erum að vinna í því. Við erum ekki það góðir að við getum leyft okkur þann munað að slaka á. Við þurfum að vera alveg 100 prósent allan leikinn. Annars erum við lélegir."Úr leiknum í kvöld.Myndir / Valgarður Gíslason
Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira