Handbolti

Sveinbjörn inn í hópinn - Hreiðar veikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveinbjörn Pétursson.
Sveinbjörn Pétursson. Mynd/Vilhelm
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur þurft að kalla á þriðja markvörðinn í hópinn fyrir leikinn á móti Rúmeníu á sunnudaginn en þjóðirnar mætast í öðrum leik sínum í undankeppni EM.

Aron valdi FH-inginn Daníel Freyr Andrésson sem þriðja markvörð í upphaflega hópinn sinn en Daníel Freyr var ekki í hópnum í sigrinum á Hvít-Rússum.

Hreiðar Levý Guðmundsson er veikur og óvíst hvort að hann geti spilað á sunnudaginn. Aron ákvað því að kalla á Sveinbjörn Pétursson, markvörð þýska liðsins Aue, inn í hópinn en Daníel Freyr verður áfram heima.

Markverður íslenska hópsins í Rúmeníuferðinni eru því Aron Rafn Eðvarðsson, Hreiðar Leví Guðmundsson og Sveinbjörn Pétursson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×