Allir í góðum fíling á þessari opnun 17. nóvember 2012 18:00 Myndir/Kristinn Svanur Jónsson Fyrsta yfirlitssýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur var opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Yfirskrift sýningarinnar er: Hugleikir og fingraflakk - Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar Jónsdóttur. Eins og sjá má á myndunum var andrúmsloftið gott.Á rúmlega fjörutíu ára ferli sínum hefur Ragnheiður skilað drjúgu lífsverki, sem lifir í myndhugsun Íslendinga. Eftir að hefja feril sinn sem listmálari var hún meðal frumherja í flokki þeirra sem settu grafíklistina í öndvegi í íslenskum listheimi á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Ýmsar túlkanir hennar úr hversdagleikanum urðu að táknmyndum samtímans, einkum á sviði kvennabaráttunnar og þeirrar umræðu um sjálfsvitund einstaklingsins, sem varð áberandi í umræðu vestrænna þjóða á þessum tíma.Hróður Ragnheiðar barst víða um lönd með þátttöku hennar í fjölda samsýninga, og grafíkverk hennar er að finna í ýmsum erlendum söfnum, allt frá Færeyjum til Egyptalands, auk þess sem verk hennar eru í fjölda safna á Íslandi.Um 1990 tók Ragnheiður að hverfa á vit teikningarinnar í listsköpun sinni, þar sem frjálslegt línuspil á stórum myndflötum skapar fjölbreytt mynstur og flæði, sem má hverfa inn í og fylgja eftir um sviðið.Frá þeim tíma hafa teikningarnar verið kjarninn í myndheimi Ragnheiðar. Í stórum teikningum, sem gjarna eru skapaðar í flokkum, má nema kjarna tilverunnar, iður og strauma lofts, láðs og lagar, sem einkenna náttúruna í sinni smæstu jafnt sem stærstu mynd, og fylla hugi áhorfandans í túlkun listakonunnar. Sýning Ragnheiðar stendur til 20. janúar 2013. Sýningarstjóri er Eiríkur Þorláksson.Taktu þátt í gjafaleiknum okkar á Facebook. Skroll-Lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Fyrsta yfirlitssýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur var opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Yfirskrift sýningarinnar er: Hugleikir og fingraflakk - Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar Jónsdóttur. Eins og sjá má á myndunum var andrúmsloftið gott.Á rúmlega fjörutíu ára ferli sínum hefur Ragnheiður skilað drjúgu lífsverki, sem lifir í myndhugsun Íslendinga. Eftir að hefja feril sinn sem listmálari var hún meðal frumherja í flokki þeirra sem settu grafíklistina í öndvegi í íslenskum listheimi á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Ýmsar túlkanir hennar úr hversdagleikanum urðu að táknmyndum samtímans, einkum á sviði kvennabaráttunnar og þeirrar umræðu um sjálfsvitund einstaklingsins, sem varð áberandi í umræðu vestrænna þjóða á þessum tíma.Hróður Ragnheiðar barst víða um lönd með þátttöku hennar í fjölda samsýninga, og grafíkverk hennar er að finna í ýmsum erlendum söfnum, allt frá Færeyjum til Egyptalands, auk þess sem verk hennar eru í fjölda safna á Íslandi.Um 1990 tók Ragnheiður að hverfa á vit teikningarinnar í listsköpun sinni, þar sem frjálslegt línuspil á stórum myndflötum skapar fjölbreytt mynstur og flæði, sem má hverfa inn í og fylgja eftir um sviðið.Frá þeim tíma hafa teikningarnar verið kjarninn í myndheimi Ragnheiðar. Í stórum teikningum, sem gjarna eru skapaðar í flokkum, má nema kjarna tilverunnar, iður og strauma lofts, láðs og lagar, sem einkenna náttúruna í sinni smæstu jafnt sem stærstu mynd, og fylla hugi áhorfandans í túlkun listakonunnar. Sýning Ragnheiðar stendur til 20. janúar 2013. Sýningarstjóri er Eiríkur Þorláksson.Taktu þátt í gjafaleiknum okkar á Facebook.
Skroll-Lífið Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira