Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 20-21 Benedikt Grétarsson skrifar 15. nóvember 2012 19:00 Mynd/Vilhelm Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla þegar þeir unnu vængbrotið lið Fram á útivelli 20-21. Haukar halda því yfirburðastöðu á topp deildarinnar en þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum gegn sprækum Frömurum í kvöld. Flestir hafa sennilega búist við stórsigri gestana þegar liðin voru kynnt til leiks í kvöld. Jóhann Gunnar Einarsson, Sigurður Eggertsson og Róbert Aron Hostert voru allir fjarri góðu gamni í liði Fram og Haukar virtust eiga náðugan dag framundan. Ungir og sprækir leikmenn Fram voru ekki á þeim buxunum og gerðu reynslumiklu liði Hauka lífið leitt með mikilli baráttu og leikgleði. Haukar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en nápu aldrei almennilega að stinga Framara af og munurinn aðeins tvö mörk í leikhléi, 8-10. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af ágætum krafti, komust fjórum mörkum yfir, 12-16 og héldu þá flestir að björninn væri unninn. Heimamenn blésu á spekingana og skoruðu næstu þrjú mörk og leikurinn í járnum. Mikill darraðadans var stiginn á lokamínútum leiksins en það fór svo að Haukar fögnuðu eins marks sigri, 20-21 og geta í raun prísað sig sæla með punktana tvo. Undir lok leiksins fengu Haukar tvívegis frákast eftir varin skot Björns Viðars í marki Fram og óðagot í hraðaupphlaupi kostaði Framara mögulega eitt stig í kvöld. Haukarnir voru daprir og ekki ólíklegt að leikmenn hafi vanmetið lið Fram. Þeir náðu þó að kreista fram sigur og það einkennir góð lið, að vinna leiki þrátt fyrir slaka frammistöðu. Aron varði þokkalega í markinu en tók þrjú víti sem átti eftir að reynast dýrmætt. Jón Þorbjörn var traustur og Tjörvi kom sterkur inn í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hægt er að taka hattinn ofan fyrir Frömurum. Þeir börðust allt til loka og hefðu átt að taka stig í kvöld. Elías Bóasson og Ólafur Magnússon áttu báðir skínandi leik og Magnús varði vel í fyrri hálfleik. Þá átti reynsluboltinn Haraldur Þorvarðason flotta innkomu í síðari hálfleik. Aron Kristjánsson: Tvö stig það eina jákvæðaLandsliðs- og Haukaþjálfarinn Aron Kristjánsson var frekar brúnaþungur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna. „Ég er alltaf að hamra á því að við erum bara slakir ef við mætum ekki tilbúnir og það var raunin í kvöld. Liðið fellur um 40-50% í getustigi við það að missa 10% af einbeitingunni." Aron var fljótur að svara því hvaða jákvæðu punkta hann tæki úr þessum leik „Stigin tvö, það er eiginlega það eina. Ágætis karakter að ná að klára þetta miðað við frammistöðuna en annars er ég ósáttur við leikinn." Daði Hafþórsson: Virkilega stoltur af liðinuDaði Hafþórsson stjórnaði liði Fram í fjarveru Einars Jónssonar sem tók út leikbann og hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst við eiga skilið eitthvað úr þessu miðað við framlag leikmanna." Daði var ósáttur við vítanýtingu sinna manna „Við klúðrum fjórum vítum og það er ástæðan fyrir því að þeir fara með tvö stig en ekki við." Stefán Rafn Sigurmannsson: Skelfilega lélegtStefán Rafn Sigurmannson var frekar daufur í leiknum og hann dró ekki fjöður yfir frammistöðu Hauka „Þetta var skelfilega lélegt hjá okkur og kannski spennufall eftir FH-leikinn. Við hendum frá okkur boltanum trekk í trekk, mjög slappt bara." Stefán vildi samt ekki draga úr frammistöðu Fram í leiknum „Við vissum að ef við myndum ekki mæta þeirra baráttu, myndum við lenda í vandræðum og það varð raunin. Þeir eiga hrós skilið fyrir góðan leik." Aðspurður hvort að hann væri að verða grófasti leikmaður deildarinnar en Stefán fékk tvisvar sinnum tveggja mínútna kælingu, svaraði hornamaðurinn knái „Þetta var hvorugt brot sem verðskuldaði tvær mínútur en þetta er bara svona, dómararnir meta þetta svona." Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla þegar þeir unnu vængbrotið lið Fram á útivelli 20-21. Haukar halda því yfirburðastöðu á topp deildarinnar en þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum gegn sprækum Frömurum í kvöld. Flestir hafa sennilega búist við stórsigri gestana þegar liðin voru kynnt til leiks í kvöld. Jóhann Gunnar Einarsson, Sigurður Eggertsson og Róbert Aron Hostert voru allir fjarri góðu gamni í liði Fram og Haukar virtust eiga náðugan dag framundan. Ungir og sprækir leikmenn Fram voru ekki á þeim buxunum og gerðu reynslumiklu liði Hauka lífið leitt með mikilli baráttu og leikgleði. Haukar voru skrefinu á undan í fyrri hálfleik en nápu aldrei almennilega að stinga Framara af og munurinn aðeins tvö mörk í leikhléi, 8-10. Haukarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af ágætum krafti, komust fjórum mörkum yfir, 12-16 og héldu þá flestir að björninn væri unninn. Heimamenn blésu á spekingana og skoruðu næstu þrjú mörk og leikurinn í járnum. Mikill darraðadans var stiginn á lokamínútum leiksins en það fór svo að Haukar fögnuðu eins marks sigri, 20-21 og geta í raun prísað sig sæla með punktana tvo. Undir lok leiksins fengu Haukar tvívegis frákast eftir varin skot Björns Viðars í marki Fram og óðagot í hraðaupphlaupi kostaði Framara mögulega eitt stig í kvöld. Haukarnir voru daprir og ekki ólíklegt að leikmenn hafi vanmetið lið Fram. Þeir náðu þó að kreista fram sigur og það einkennir góð lið, að vinna leiki þrátt fyrir slaka frammistöðu. Aron varði þokkalega í markinu en tók þrjú víti sem átti eftir að reynast dýrmætt. Jón Þorbjörn var traustur og Tjörvi kom sterkur inn í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik. Hægt er að taka hattinn ofan fyrir Frömurum. Þeir börðust allt til loka og hefðu átt að taka stig í kvöld. Elías Bóasson og Ólafur Magnússon áttu báðir skínandi leik og Magnús varði vel í fyrri hálfleik. Þá átti reynsluboltinn Haraldur Þorvarðason flotta innkomu í síðari hálfleik. Aron Kristjánsson: Tvö stig það eina jákvæðaLandsliðs- og Haukaþjálfarinn Aron Kristjánsson var frekar brúnaþungur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna. „Ég er alltaf að hamra á því að við erum bara slakir ef við mætum ekki tilbúnir og það var raunin í kvöld. Liðið fellur um 40-50% í getustigi við það að missa 10% af einbeitingunni." Aron var fljótur að svara því hvaða jákvæðu punkta hann tæki úr þessum leik „Stigin tvö, það er eiginlega það eina. Ágætis karakter að ná að klára þetta miðað við frammistöðuna en annars er ég ósáttur við leikinn." Daði Hafþórsson: Virkilega stoltur af liðinuDaði Hafþórsson stjórnaði liði Fram í fjarveru Einars Jónssonar sem tók út leikbann og hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Ég er stoltur af strákunum og mér fannst við eiga skilið eitthvað úr þessu miðað við framlag leikmanna." Daði var ósáttur við vítanýtingu sinna manna „Við klúðrum fjórum vítum og það er ástæðan fyrir því að þeir fara með tvö stig en ekki við." Stefán Rafn Sigurmannsson: Skelfilega lélegtStefán Rafn Sigurmannson var frekar daufur í leiknum og hann dró ekki fjöður yfir frammistöðu Hauka „Þetta var skelfilega lélegt hjá okkur og kannski spennufall eftir FH-leikinn. Við hendum frá okkur boltanum trekk í trekk, mjög slappt bara." Stefán vildi samt ekki draga úr frammistöðu Fram í leiknum „Við vissum að ef við myndum ekki mæta þeirra baráttu, myndum við lenda í vandræðum og það varð raunin. Þeir eiga hrós skilið fyrir góðan leik." Aðspurður hvort að hann væri að verða grófasti leikmaður deildarinnar en Stefán fékk tvisvar sinnum tveggja mínútna kælingu, svaraði hornamaðurinn knái „Þetta var hvorugt brot sem verðskuldaði tvær mínútur en þetta er bara svona, dómararnir meta þetta svona."
Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira