Lífið

The Times hrífst af Yrsu

Yrsa Sigurðardóttir
Yrsa Sigurðardóttir
Gagnrýnandi enska dagblaðsins The Times hrífst af spennusögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, og segir hana æsispennandi trylli sem veki upp taumlausa skelfingu hjá lesandanum. Vissulega hafi margar slíkar sögur verið skrifaðar "en afar fáar ná að vekja viðlíka ótta".

Greininni lýkur svo með orðunum: "Lesist ekki í einrúmi eftir myrkur." Á dögunum sagði blaðið Independent að Yrsa væri jafnoki Stephens King þegar kemur að því að skapa óhugnað og ótta hjá lesandanum. Fyrir helgi kom út nýr sjálfstæður tryllir eftir Yrsu, Kuldi, þar sem lögmaðurinn Þóra Guðmundsdóttir er fjarri góðu gamni rétt eins og í Ég man þig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.