Sport

Hrafnhildur hjó nærri Íslandsmeti sínu í 100 metra bringusundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir
Hrafnhildur Lúthersdóttir Mynd/Sundsamband Íslands
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar hafnaði í 22. sæti af 59 keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem stendur yfir í Istanbúl í Tyrklandi.

Hrafnhildur kom í mark á tímanum 1:07.54 mínútur en Íslandsmet hennar í greininni er 1:07.26 mínútur. Hún var því 28/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu.

Anton Sveinn McKee keppir síðari í dag í 400 metra skriðsundi og Orri Freyr Guðmundsson í 50 metra flugsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×