Mahan tryggði sér sigur á Heimsmótinu í holukeppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 22:38 Mahan slær úr glompu á Dove Mountain vellinu í Arizon í dag. Nordic Photos / Getty Images Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði Norður-Írann Rory McIlroy í úrslitum Heimsmótsins í holukeppni í golfi. Mahan tryggði sér sigurinn á 17. holu þegar hann hafði tveggja holu forskot á McIlroy. Mahan spilaði frábært golf á Dove Mountain vellinum í Arizona í dag. Hann lagði Matt Kuchar í undanúrslitum fyrr í dag með töluverðum yfirburðum og hafði svo betur í baráttu við McIlroy. McIlroy fékk tvo skolla í röð á fyrri níu holunum gegn Mahan sem nýtti sér mistökin og vann þrjár holur í röð. Hann vann svo einnig 10. holuna áður en McIlroy klóraði í bakkann með sigri á 11. holu. Pressan var öll á hinum 22 ára McIlroy að vinna upp þriggja holu forskot Mahan áður en það yrði um seinan. Kappanir pöruðu tvær næstu holur áður en McIlroy gerði áhorfendum á Dove Mountain vellinum greiða og vann 14. holuna. Tveggja holu munur og fjórar holur eftir. Mahan hélt hins vegar sínu striki og gerði engin mistök. Félagarnir pöruðu næstu holur og því varð McIlroy að vinna 17. holuna til að eygja möguleika á sigri. Það tókst ekki og Mahan tryggði sér um 170 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. McIlroy fer svo sem ekki tómhentur heim því hann fékk um 105 milljónir íslenskra króna í sinn hlut. Hinn 29 ára Mahan, sem var í 22. sæti heimslistans fyrir mótið, tekur væntanlega gott stökk upp listann með sigrinum í Arizona. Hann lagði sterka kylfinga á borð við Steve Stricker, sem vann mótið árið 2001, og Matt Kuchar á leið sinni í úrslitin. Luke Donald, sem féll úr keppni í 1. umferð mótsins, heldur 1. sæti heimslistans um sinn. McIlroy hefið hrifsað það af honum með sigri en það verður að bíða betri tíma. Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson hafði betur gegn Englendingnum Lee Westwood í leiknum um þriðja sætið. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu holunni.Sigurvegarar á Heimsmótinu í holukeppni golfi undanfarin tíu ár 2011 Luke Donald 2010 Ian Poulter 2009 Geoff Ogilvy 2008 Tiger Woods 2007 Henrik Stenson 2006 Geoff Ogilvy 2005 David Toms 2004 Tiger Woods 2003 Tiger Woods 2002 Kevin Sutherland Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði Norður-Írann Rory McIlroy í úrslitum Heimsmótsins í holukeppni í golfi. Mahan tryggði sér sigurinn á 17. holu þegar hann hafði tveggja holu forskot á McIlroy. Mahan spilaði frábært golf á Dove Mountain vellinum í Arizona í dag. Hann lagði Matt Kuchar í undanúrslitum fyrr í dag með töluverðum yfirburðum og hafði svo betur í baráttu við McIlroy. McIlroy fékk tvo skolla í röð á fyrri níu holunum gegn Mahan sem nýtti sér mistökin og vann þrjár holur í röð. Hann vann svo einnig 10. holuna áður en McIlroy klóraði í bakkann með sigri á 11. holu. Pressan var öll á hinum 22 ára McIlroy að vinna upp þriggja holu forskot Mahan áður en það yrði um seinan. Kappanir pöruðu tvær næstu holur áður en McIlroy gerði áhorfendum á Dove Mountain vellinum greiða og vann 14. holuna. Tveggja holu munur og fjórar holur eftir. Mahan hélt hins vegar sínu striki og gerði engin mistök. Félagarnir pöruðu næstu holur og því varð McIlroy að vinna 17. holuna til að eygja möguleika á sigri. Það tókst ekki og Mahan tryggði sér um 170 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. McIlroy fer svo sem ekki tómhentur heim því hann fékk um 105 milljónir íslenskra króna í sinn hlut. Hinn 29 ára Mahan, sem var í 22. sæti heimslistans fyrir mótið, tekur væntanlega gott stökk upp listann með sigrinum í Arizona. Hann lagði sterka kylfinga á borð við Steve Stricker, sem vann mótið árið 2001, og Matt Kuchar á leið sinni í úrslitin. Luke Donald, sem féll úr keppni í 1. umferð mótsins, heldur 1. sæti heimslistans um sinn. McIlroy hefið hrifsað það af honum með sigri en það verður að bíða betri tíma. Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson hafði betur gegn Englendingnum Lee Westwood í leiknum um þriðja sætið. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu holunni.Sigurvegarar á Heimsmótinu í holukeppni golfi undanfarin tíu ár 2011 Luke Donald 2010 Ian Poulter 2009 Geoff Ogilvy 2008 Tiger Woods 2007 Henrik Stenson 2006 Geoff Ogilvy 2005 David Toms 2004 Tiger Woods 2003 Tiger Woods 2002 Kevin Sutherland
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira