Handbolti

Kristján: Eins og að danska landsliðið hefði verið að spila

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Arason, þjálfari FH.
Kristján Arason, þjálfari FH.
Kristján Arason, þjálfari FH, var eins og aðrir FH-ingar afar ósáttur við að sigurmark Vals gegn sínum mönnum hafi verið dæmt gilt. Valur vann leikinn, 28-27, en sigurmarkið kom úr hraðaupphlaupi í blálokin.

„Eins og flestir í húsinu sáu var búið að flauta leikinn af áður en þeir skora þetta mark," sagði Kristján. „Auðvitað erum við hundsvekktir með það. Þar að auki var brotið illa á Ólafi áður en þeir fara í sókn. Þetta voru hrikaleg mistök hjá dómurunum og erum við afar ósáttir við það."

Hann lýsti óánægju sinni með frammistöðu dómaranna, þeirra Helga Rafns Helgasonar og Danans Troels Kure. „Já, það hallaði á okkur. Það var eins og Daninn hefði séð danska landsliðið inn á vellinum," sagði Kristján og vísaði þar til rauða búnings Valsmanna.

Nánari umfjöllun og viðtöl hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 28-27 | Umdeilt sigurmark

Sveinn Aron Sveinsson tryggði Val afar nauman og umdeildan sigur á FH í kvöld. Markið skoraði hann úr hraðaupphlaupi á lokasekúndunum og er deilt um hvort að leiktíminn hafi verið útrunninn þegar boltinn hafnaði í netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×