Handbolti

Valskonur búnar að vinna sjö leiki í röð á móti Fram á Hlíðarenda - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Valskonur eru komnar með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í N1 deild kvenna eftir 19-17 sigur í toppslagnum á móti Fram í kvöld. Valur og Fram eru nú jöfn að stigum fyrir lokaumferðina á tímabilinu en Fram situr hjá í henni. Valskonum dugir því jafntefli gegn KA/Þór í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn.

Valskonur héldu þar með sigurgöngu sinni áfram í Vodafonehöllinni en liðið hefur unnið 24 leiki í röð í húsinu í öllum keppnum þar af sjö þeirra á móti Fram. Valskonur töpuðu síðast á Hlíðarenda í apríl 2010 og það var á móti Fram í lokaúrslitum Íslandsmótsins.

Frá þeim hefur Valsliðið unnið 24 leiki í röð í húsinu, 17 í deildinni, 3 í úrslitakeppni, 2 í meistarakeppni og 2 í bikarkeppni.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Vals og Fram í Vodafone-höllinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×