Handbolti

Óskar Bjarni tekur við danska liðinu Viborg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna og aðstoðarþjálfari Guðmundar Guðmundssonar hjá íslenska landsliðinu, verður næsti þjálfari danska liðsins Viborg. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kvöld.

Óskar Bjarni hefur tólf ára reynslu sem aðalþjálfari í efstu deild bæði með Val Íslandi og Haslum í Noregi. Hann hefur aðstoð Guðmund hjá landsliðinu frá 2008 en undir hans stjórn urðu Valsmenn Íslandsmeistarar 2007 og bikarmeistarar 2008, 2009 og 2011.

„Það var mjög mikilvægt að finna þjálfara sem hefur rétta sýn á handboltann og hæfileika til að ná sem mestu út úr okkar leikmönnum. Við erum að ráða hann í langtímaverkefni," sagði Susanne Munk Wilbek, eiginkona danska landsliðsþjálfarans Ulrik Wilbek, sem er yfirmaður hjá Viborg. Hún lýsti einnig yfir ánægju sinni að fá Íslending til starfa.

Viborg hafnaði í 7. sæt í dönsku deildarkeppninni og er að spila þessa stundina í úrslitakeppninni. Liðið vann 25-24 sigur á Kif Kolding í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×