Anna Sonja og Ólafur Hrafn eru íshokkífólk ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2012 20:30 Anna Sonja Ágústsdóttir Mynd/Íshokkísamband Íslands/Ásgrímur Ágústsson Anna Sonja Ágústsdóttir og Ólafur Hrafn Björnsson hafa verið valin besta íshokkífólk ársins 2012 af stjórn Íshokkísamband Íslands en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sambandinu. Anna Sonja er 24 ára varnarmaður sem leikur með Skautafélagi Akureyrar en Ólafur Hrafn er tvítugur sóknarmaður sem leikur með Birninum í Reykjavík. Anna Sonja er fyrst kvenna til að vera valinn íshokkíkona ársins oftar en einu sinni. Anna Sonja Ágústsdóttir hóf að æfa íshokkí sex ára gömul og hefur leikið allan sinn feril með Skautafélagi Akureyrar, að undanskildu einu ári þegar hún lék með Malmö Redhawks í Svíþjóð. Anna Sonja hefur spilað með öllum landsliðum kvenna sem valin hafa verið á Íslandi frá upphafi. Hún er fyrirliði kvennaliðs Skautafélags Akureyrar sem eru núverandi Deildar- og Íslandsmeistarar. Anna Sonja er auk þess fyrirliði Íslenska kvennalandsliðsins í íshokkí og hefur á tveimur síðastliðnum heimsmeistaramótum, sem liðið tók þátt í, verið valinn besti varnarmaður mótsins.Ólafur Hrafn Björnsson.Mynd/Íshokkísamband Íslands/Eyþór ÁrnasonÓlafur Hrafn Björnsson er tvítugur sóknarmaður sem leikur með Birninum í Reykjavík. Björninn er núverandi Íslandsmeistari í íshokkí og er þetta jafnramt fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins. Ólafur Hrafn hóf ungur að æfa íshokkí í Svíþjóð en hann hefur allan sinn feril leikið þar eða með liði sínu Birninum. Ólafur Hrafn hefur undanfarin ár verið með stiga- og markahæstu leikmönnum á Íslandsmótinu. Ólafur Hrafn var fyrirliði landsliðs skipað leikmönnum 20 ára og yngri en liðið vann í janúar sl., rétt til þess að leika í II. deild á komandi tímabili. Að mótinu loknu var Ólafur valinn, af þjálfara liðsins, besti leikmaður íslenska liðsins. Ólafur Hrafn hefur tvö síðastliðin keppnistímabil átt sæti í karlalandsliði Íslands í íshokkí en bæði árin hefur liðið toppað sinn besta árangur til þessa. Íþróttir Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Anna Sonja Ágústsdóttir og Ólafur Hrafn Björnsson hafa verið valin besta íshokkífólk ársins 2012 af stjórn Íshokkísamband Íslands en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sambandinu. Anna Sonja er 24 ára varnarmaður sem leikur með Skautafélagi Akureyrar en Ólafur Hrafn er tvítugur sóknarmaður sem leikur með Birninum í Reykjavík. Anna Sonja er fyrst kvenna til að vera valinn íshokkíkona ársins oftar en einu sinni. Anna Sonja Ágústsdóttir hóf að æfa íshokkí sex ára gömul og hefur leikið allan sinn feril með Skautafélagi Akureyrar, að undanskildu einu ári þegar hún lék með Malmö Redhawks í Svíþjóð. Anna Sonja hefur spilað með öllum landsliðum kvenna sem valin hafa verið á Íslandi frá upphafi. Hún er fyrirliði kvennaliðs Skautafélags Akureyrar sem eru núverandi Deildar- og Íslandsmeistarar. Anna Sonja er auk þess fyrirliði Íslenska kvennalandsliðsins í íshokkí og hefur á tveimur síðastliðnum heimsmeistaramótum, sem liðið tók þátt í, verið valinn besti varnarmaður mótsins.Ólafur Hrafn Björnsson.Mynd/Íshokkísamband Íslands/Eyþór ÁrnasonÓlafur Hrafn Björnsson er tvítugur sóknarmaður sem leikur með Birninum í Reykjavík. Björninn er núverandi Íslandsmeistari í íshokkí og er þetta jafnramt fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins. Ólafur Hrafn hóf ungur að æfa íshokkí í Svíþjóð en hann hefur allan sinn feril leikið þar eða með liði sínu Birninum. Ólafur Hrafn hefur undanfarin ár verið með stiga- og markahæstu leikmönnum á Íslandsmótinu. Ólafur Hrafn var fyrirliði landsliðs skipað leikmönnum 20 ára og yngri en liðið vann í janúar sl., rétt til þess að leika í II. deild á komandi tímabili. Að mótinu loknu var Ólafur valinn, af þjálfara liðsins, besti leikmaður íslenska liðsins. Ólafur Hrafn hefur tvö síðastliðin keppnistímabil átt sæti í karlalandsliði Íslands í íshokkí en bæði árin hefur liðið toppað sinn besta árangur til þessa.
Íþróttir Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira