Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 13:17 Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Dómur Hæstaréttar staðfesti í öllum atriðum niðurstöðu Héraðsdóms, sem sakfelldi Baldur á grundvelli fimm ákæruliða af sex. Málið dæmdu Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason, settur hæstaréttardómari. Þetta er fyrsta innherjasvikamálið sem dæmt er í Hæstarétti í réttarsögu Íslands. Baldur var hinn 7. apríl í fyrra dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur og var það niðurstaða Hæstaréttar var að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Þá var gert upptækt söluandvirði hlutabréfa Baldurs í Landsbankanum, 174 milljónir króna, þ.e upphaflegt söluandvirði 192 milljónir að frádregnum fjármagnstekjuskatti. Einn dómari af fimm, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði og taldi að vísa bæri málinu frá dómi. Í efnislegum hluta sératkvæðisins komst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki væru efni til að vísa málinu frá dómi bæri að sýkna Baldur. Mál Baldurs Guðlaugssonar - tímalína Baldur Guðlagusson, fæddur 1946, er lögfræðingur að mennt og starfaði sem lögmaður áður en hann fór að vinna sem embættismaður hjá hinu opinbera. Fyrir bankahrunið var Baldur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og sat sem slíkur í sérstökum samráðshópi forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað. 13. ágúst 2008 Baldur fundar með bankastjórum Landsbankans 2. september 2008 Sat fund með fjármálaráðherra Bretlands þar sem flutningur á Icesave var ræddur. 17. og 18. september 2008 Selur hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna október 2008 Fjármálaeftirlitið hefur rannsókn á sölu Baldurs á hlutabréfunum. 7. maí 2009 Fjármálaeftirlitið tilkynnir Baldri að rannsókn á máli hans hafi verið hætt 19. júní 2009 Baldri er tilkynnt af FME að eftirlitið hafi hafið rannsókn í máli hans að nýju 9. júlí 2009 FME vísar málinu til sérstaks saksóknara 13. nóvember 2009 sérstakur saksóknari kyrrsetur 192 milljónir króna á reikningum Baldurs 3. febrúar 2010 Hæstiréttur hafnar kröfu Baldurs um að rannsókn málsins verði felld niður 26. febrúar 2010 Hæstiréttur dæmir kyrrsetninguna á innistæðunum lögmæta 13. október 2010 Baldur ákærður fyrir innherjasvik 7. apríl 2011 Baldur dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi 17. febrúar 2012 Hæstiréttur staðfestir dóminn yfir Baldri. Tengdar fréttir Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni "Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“ 17. febrúar 2012 14:49 Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17. febrúar 2012 15:33 Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. "Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins,“ sagði Ólafur Þór. 17. febrúar 2012 15:10 Upptökukrafan á Baldur lækkuð um 18 milljónir Peningarnir sem gerðir verða upptækir á bankareikningum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var lækkuð umtalsvert í Hæstaréttardómnum. 17. febrúar 2012 15:04 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Dómur Hæstaréttar staðfesti í öllum atriðum niðurstöðu Héraðsdóms, sem sakfelldi Baldur á grundvelli fimm ákæruliða af sex. Málið dæmdu Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason, settur hæstaréttardómari. Þetta er fyrsta innherjasvikamálið sem dæmt er í Hæstarétti í réttarsögu Íslands. Baldur var hinn 7. apríl í fyrra dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur og var það niðurstaða Hæstaréttar var að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Þá var gert upptækt söluandvirði hlutabréfa Baldurs í Landsbankanum, 174 milljónir króna, þ.e upphaflegt söluandvirði 192 milljónir að frádregnum fjármagnstekjuskatti. Einn dómari af fimm, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði og taldi að vísa bæri málinu frá dómi. Í efnislegum hluta sératkvæðisins komst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki væru efni til að vísa málinu frá dómi bæri að sýkna Baldur. Mál Baldurs Guðlaugssonar - tímalína Baldur Guðlagusson, fæddur 1946, er lögfræðingur að mennt og starfaði sem lögmaður áður en hann fór að vinna sem embættismaður hjá hinu opinbera. Fyrir bankahrunið var Baldur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og sat sem slíkur í sérstökum samráðshópi forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað. 13. ágúst 2008 Baldur fundar með bankastjórum Landsbankans 2. september 2008 Sat fund með fjármálaráðherra Bretlands þar sem flutningur á Icesave var ræddur. 17. og 18. september 2008 Selur hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna október 2008 Fjármálaeftirlitið hefur rannsókn á sölu Baldurs á hlutabréfunum. 7. maí 2009 Fjármálaeftirlitið tilkynnir Baldri að rannsókn á máli hans hafi verið hætt 19. júní 2009 Baldri er tilkynnt af FME að eftirlitið hafi hafið rannsókn í máli hans að nýju 9. júlí 2009 FME vísar málinu til sérstaks saksóknara 13. nóvember 2009 sérstakur saksóknari kyrrsetur 192 milljónir króna á reikningum Baldurs 3. febrúar 2010 Hæstiréttur hafnar kröfu Baldurs um að rannsókn málsins verði felld niður 26. febrúar 2010 Hæstiréttur dæmir kyrrsetninguna á innistæðunum lögmæta 13. október 2010 Baldur ákærður fyrir innherjasvik 7. apríl 2011 Baldur dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi 17. febrúar 2012 Hæstiréttur staðfestir dóminn yfir Baldri.
Tengdar fréttir Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni "Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“ 17. febrúar 2012 14:49 Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17. febrúar 2012 15:33 Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. "Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins,“ sagði Ólafur Þór. 17. febrúar 2012 15:10 Upptökukrafan á Baldur lækkuð um 18 milljónir Peningarnir sem gerðir verða upptækir á bankareikningum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var lækkuð umtalsvert í Hæstaréttardómnum. 17. febrúar 2012 15:04 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni "Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“ 17. febrúar 2012 14:49
Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50
Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17. febrúar 2012 15:33
Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. "Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins,“ sagði Ólafur Þór. 17. febrúar 2012 15:10
Upptökukrafan á Baldur lækkuð um 18 milljónir Peningarnir sem gerðir verða upptækir á bankareikningum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var lækkuð umtalsvert í Hæstaréttardómnum. 17. febrúar 2012 15:04