Már: Gefin í skyn meiri vá en tilefni er til Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2012 09:45 Már Guðmundsson á fundi Viðskiptaráðs á Hilton Nordica í morgun. Vísir / Sigurjón „Ég veit ekki hvort við semjum við þessi þrotabú, ég held við munum bara segja þeim hvernig þetta á að vera," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs á Nordica hóteli í morgun varðandi nauðasamninga þrotabúa Glitnis og Kaupþings og áhrif þeirra á fjármálastöðugleika í landinu. Hann sagði í ræðu sinni fyrr í morgun að gefin væri í skyn meiri vá vegna þessara nauðasamninga en tilefni er til. „Umræðan að undanförnu hefur að sumu leyti verið gagnleg þar sem hún hefur stuðlað að mun meiri skilningi á greiðslujafnaðarvandamáli Íslands og því verkefni sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir varðandi framkvæmd haftanna með tilliti til þrotabúa föllnu bankanna. En hún hefur um leið verið á köflum ruglingsleg og líklega gefið í skyn mun meiri vá en í raun vofir yfir," sagði Már í ræðu sinni, en hann var þar að að vísa til umfjöllunar um áhrif nauðasamninga þrotabúa Glitnis og Kaupþings á á fjármálastöðugleika í landinu. Í hnotskurn snýst málið um það að sérfræðingar á fjármálamarkaði hafa af því miklar áhyggjur að útgreiðslur í erlendri mynt til kröfuhafa Kaupþings og Glitnis geti ógnað fjármálastöðugleika og haft neikvæð áhrif á gengi krónunnar og lífskjörin í landinu. Saman eiga þessir bankar jafnvirði um 750 milljarða króna í erlendri mynt í lausu fé, en það jafngildir hálfri landsframleiðslu Íslands. Taugatitringurinn er það mikill vegna málsins að þeir sáu ástæðu til að funda sérstaklega með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í síðustu viku til að gera honum grein fyrir stöðunni. „Í stuttu máli er staðan sú að íslenska ríkið ræður vel við skuldir sínar og á ekki við skuldakreppu að stríða. Hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins verður viðráðanleg eftir að þrotabúin hafa verið gerð upp og ef horft er framhjá Actavis sem skekkir myndina varðandi undirliggjandi stöðu skuldastöðu þjóðarbúsins. Það er áætlunarverk að reikna út hver þessi staða er og Seðlabankinn mun halda áfram á komandi tíð að bæta mat sitt á því," sagði Már. Ísland á við greiðslujafnaðarvanda að stríða Már sagði að vandamál Íslands væri annað. „Það felst í því að innlendir aðilar aðrir en ríkissjóður og örfáir aðrir eins og t.d. Landsvirkjun hafa aðgang að erlendu lánsfjármagni til framkvæmda og endurfjármögnunar. Það felst í því að sumir aðilar þurfa því að greiða niður sínar erlendu skuldir miklu hraðar en æskilegt er sem setur þrýsting á íslensku krónuna. Það felst í því að erlendir aðilar eiga miklar lausar krónueignir sem myndu setja mikinn þrýsting á íslensku krónuna ef það flæddi allt út í einu. Ísland á því við greiðslujafnaðarvandamál að stríða. Það er einmitt vandamálið sem fjármagnshöftunum er ætlað að taka á," sagði Már. Már fór ekki yfir það í ræðu sinni hvernig Seðlabankinn myndi bregðast við fyrirhuguðum nauðasamningum Kaupþings og Glitnis, þ.e hvaða leiðir yrðu farnar í því sambandi. „Það sem nú liggur fyrir er að finna leiðir til að úrlausn þrotabúana hafi ekki neikvæð áhrif og helst jákvæð áhrif á greiðslujafnaðarvandann og fjármálastöðugleilka á Íslandi. Þær eru til (..) en það bíður betri tíma að útlista þær af meiri nákvæmni." Már fékk spurningu úr sal um málið að lokinni ræðu sinni, þ.e hvort Seðlabankinn myndi semja við þessi þrotabú til að tryggja fjármálastöðugleika og afstýra mögulegum neikvæðum áhrifum á gengi krónunnar, en Már sagði enga þörf á því. „Ég veit ekki hvort við semjum við þessi þrotabú, ég held við munum bara segja þeim hvernig þetta á að vera," sagði Már. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
„Ég veit ekki hvort við semjum við þessi þrotabú, ég held við munum bara segja þeim hvernig þetta á að vera," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs á Nordica hóteli í morgun varðandi nauðasamninga þrotabúa Glitnis og Kaupþings og áhrif þeirra á fjármálastöðugleika í landinu. Hann sagði í ræðu sinni fyrr í morgun að gefin væri í skyn meiri vá vegna þessara nauðasamninga en tilefni er til. „Umræðan að undanförnu hefur að sumu leyti verið gagnleg þar sem hún hefur stuðlað að mun meiri skilningi á greiðslujafnaðarvandamáli Íslands og því verkefni sem Seðlabankinn stendur frammi fyrir varðandi framkvæmd haftanna með tilliti til þrotabúa föllnu bankanna. En hún hefur um leið verið á köflum ruglingsleg og líklega gefið í skyn mun meiri vá en í raun vofir yfir," sagði Már í ræðu sinni, en hann var þar að að vísa til umfjöllunar um áhrif nauðasamninga þrotabúa Glitnis og Kaupþings á á fjármálastöðugleika í landinu. Í hnotskurn snýst málið um það að sérfræðingar á fjármálamarkaði hafa af því miklar áhyggjur að útgreiðslur í erlendri mynt til kröfuhafa Kaupþings og Glitnis geti ógnað fjármálastöðugleika og haft neikvæð áhrif á gengi krónunnar og lífskjörin í landinu. Saman eiga þessir bankar jafnvirði um 750 milljarða króna í erlendri mynt í lausu fé, en það jafngildir hálfri landsframleiðslu Íslands. Taugatitringurinn er það mikill vegna málsins að þeir sáu ástæðu til að funda sérstaklega með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í síðustu viku til að gera honum grein fyrir stöðunni. „Í stuttu máli er staðan sú að íslenska ríkið ræður vel við skuldir sínar og á ekki við skuldakreppu að stríða. Hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins verður viðráðanleg eftir að þrotabúin hafa verið gerð upp og ef horft er framhjá Actavis sem skekkir myndina varðandi undirliggjandi stöðu skuldastöðu þjóðarbúsins. Það er áætlunarverk að reikna út hver þessi staða er og Seðlabankinn mun halda áfram á komandi tíð að bæta mat sitt á því," sagði Már. Ísland á við greiðslujafnaðarvanda að stríða Már sagði að vandamál Íslands væri annað. „Það felst í því að innlendir aðilar aðrir en ríkissjóður og örfáir aðrir eins og t.d. Landsvirkjun hafa aðgang að erlendu lánsfjármagni til framkvæmda og endurfjármögnunar. Það felst í því að sumir aðilar þurfa því að greiða niður sínar erlendu skuldir miklu hraðar en æskilegt er sem setur þrýsting á íslensku krónuna. Það felst í því að erlendir aðilar eiga miklar lausar krónueignir sem myndu setja mikinn þrýsting á íslensku krónuna ef það flæddi allt út í einu. Ísland á því við greiðslujafnaðarvandamál að stríða. Það er einmitt vandamálið sem fjármagnshöftunum er ætlað að taka á," sagði Már. Már fór ekki yfir það í ræðu sinni hvernig Seðlabankinn myndi bregðast við fyrirhuguðum nauðasamningum Kaupþings og Glitnis, þ.e hvaða leiðir yrðu farnar í því sambandi. „Það sem nú liggur fyrir er að finna leiðir til að úrlausn þrotabúana hafi ekki neikvæð áhrif og helst jákvæð áhrif á greiðslujafnaðarvandann og fjármálastöðugleilka á Íslandi. Þær eru til (..) en það bíður betri tíma að útlista þær af meiri nákvæmni." Már fékk spurningu úr sal um málið að lokinni ræðu sinni, þ.e hvort Seðlabankinn myndi semja við þessi þrotabú til að tryggja fjármálastöðugleika og afstýra mögulegum neikvæðum áhrifum á gengi krónunnar, en Már sagði enga þörf á því. „Ég veit ekki hvort við semjum við þessi þrotabú, ég held við munum bara segja þeim hvernig þetta á að vera," sagði Már. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira