Viðskipti innlent

Sports Direct opnar í sumar á Smáratorgi

Breska íþróttavörukeðjan Sports Direct áformar að opna verslun á Smáratorgi í Kópavogi í sumar. Í tilkynningu frá versluninni segir að hún muni bjóða mikið úrval og öll helstu merki á borð við Nike og Adidas verða í boði. Sports Direct er ein stærsta íþróttavörukeðja Bretlands með um 400 verslanir.

Þá eru mörg þekkt vörumerki í eigu verslunarinnar, merki á borð við Dunlop, Slazenger, Lonsdale, No Fear, Everlast, Kangol og Karrimor.

Þá hefur keðjan verið að breiða úr sér í Evrópu og nú eru 120 verslanir reknar víðsvegar um álfuna. Framkvæmdastjóri Sports Direct hér á landi er Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson en í tilkynningu segir að opnunin á Íslandi sé hluti af áformum Sports Direct, Sigurðar Pálma og Jeff Blue, um að opna verslanir víða á Norðurlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×