Óttast takmarkað aðgengi að ám og vötnum Kristján Hjálmarsson skrifar 4. maí 2012 10:08 Óðinn segir LV og LLÍ vera hlynnt banni við utanvegaakstri en frumvarpið gangi of langt inná eignarréttinn. "Við óttumst að með þessum lögum verði aðgengi veiðimanna að ám og vötnum á eignarlandi takmarkað," segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á náttúruverndarlögum þar sem blátt bann er lagt við utanvegaakstri. Samkvæmt lögunum eiga Landmælingar Íslands að koma upp kortagrunni þar sem merktir skulu vegir og vegslóðar þar sem heimilt er að aka vélknúnum ökutækjum. Kortagrunnur fyrir hálendið skal liggja fyrir eigi síðar en 1. júlí 2013 en á láglendi eigi síðar en 1. júlí 2016. Akstur utan merktra vega varðar refsingu. Landssamband veiðifélaga (LV) og Landssamtök landeigenda á Íslandi (LLÍ) hafa fengið Lagastofnun HÍ til að gefa álit um hvort löggjafinn sé að ganga lengra en heimilt er með þeim greinum frumvarpsins sem geyma bann við utanvegaakstri. Sigurður Líndal prófessor og Hafsteinn Þór Hauksson lektor munu vinna álitið.Verið að takmarka eignaréttinn Meðal þeirra spurninga sem samtökin vilja fá álit á er hvort löggjafinn geti takmarkað eignarrétt og atvinnufrelsi landeigenda svo sem gert er í frumvarpinu. Í fyrsta lagi með þeim hætti að banna landeigendum að fara á vélknúnum ökutækjum um eigið land nema með leyfi stjórnvalda. Og í öðru lagi hvort ekki sé gengið of langt í framsali valds þar sem ráðherra er veitt víðtækt vald, án takmarka, til að kveða á um akstur landeigenda innan eignarlanda sinna þar sem löggjafinn geri engan greinarmun á landeigendum og almenningi. "Það er enginn ágreiningur um að það þurfi að koma í veg fyrir landskemmdir vegna utanvegaaksturs. Við erum hlynntir því að bann sé sett við utanvegaakstri á hálendinu og á landi í ríkiseign en teljum að með frumvarpinu sé framkvæmdarvaldið að seilast alltof langt inní eignarréttinn. Við teljum að þarna sé verið að takmarka rétt manna til að nýta eignir sínar," segir Óðinn. "Það er hægt að ná þessum markmiðum fram með mun vægari hætti." GPS-hnit fyrir slóða Óðinn segir að í frumvarpinu sé ekki gerður greinarmunur á utanvegaakstri eigenda og almennings innan eignarlanda. "Það er lagt til altækt bann við utanvegaakstri en mönnum heimilað að fara eftir GPS-slóðum. Ef menn fara svo út fyrir slóða á á sínum eigin löndum þá eru þeir að fremja lögbrot. Þetta er fráleit hugmynd sem gengur ekki upp," segir Óðinn. „Þá er algjörlega óljóst í hvaða stöðu veiðiréttareigendur eru gagnvart veiðimönnum. Ef breytingarnar ná fram að ganga þarf að setja GPS-hnit fyrir slóða sem veiðimenn eiga að fara eftir og ef þeir fara aðeins út af eiga þeir í hættu á að fá sektir. Þetta vekur líka upp spurningar um nýtingu á veiðivötnum því þar eru gríðarleg verðmæti fólgin. Við höfum verið að hvetja veiðiréttareigendur til að nýta ónýtt vötn en þessi lagasetning mun svo sannarlega torvelda aðgengi að þeim." LV og LLÍ gagnrýna mjög hve lítið samráð hafi verið haft við landeigendur við undirbúning málsins. "Málið er unnið í stofnun umhverfisráðuneytisins og svo sitja menn uppi með löggöf sem er gjörsamlega óframkvæmanleg," segir Óðinn. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
"Við óttumst að með þessum lögum verði aðgengi veiðimanna að ám og vötnum á eignarlandi takmarkað," segir Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á náttúruverndarlögum þar sem blátt bann er lagt við utanvegaakstri. Samkvæmt lögunum eiga Landmælingar Íslands að koma upp kortagrunni þar sem merktir skulu vegir og vegslóðar þar sem heimilt er að aka vélknúnum ökutækjum. Kortagrunnur fyrir hálendið skal liggja fyrir eigi síðar en 1. júlí 2013 en á láglendi eigi síðar en 1. júlí 2016. Akstur utan merktra vega varðar refsingu. Landssamband veiðifélaga (LV) og Landssamtök landeigenda á Íslandi (LLÍ) hafa fengið Lagastofnun HÍ til að gefa álit um hvort löggjafinn sé að ganga lengra en heimilt er með þeim greinum frumvarpsins sem geyma bann við utanvegaakstri. Sigurður Líndal prófessor og Hafsteinn Þór Hauksson lektor munu vinna álitið.Verið að takmarka eignaréttinn Meðal þeirra spurninga sem samtökin vilja fá álit á er hvort löggjafinn geti takmarkað eignarrétt og atvinnufrelsi landeigenda svo sem gert er í frumvarpinu. Í fyrsta lagi með þeim hætti að banna landeigendum að fara á vélknúnum ökutækjum um eigið land nema með leyfi stjórnvalda. Og í öðru lagi hvort ekki sé gengið of langt í framsali valds þar sem ráðherra er veitt víðtækt vald, án takmarka, til að kveða á um akstur landeigenda innan eignarlanda sinna þar sem löggjafinn geri engan greinarmun á landeigendum og almenningi. "Það er enginn ágreiningur um að það þurfi að koma í veg fyrir landskemmdir vegna utanvegaaksturs. Við erum hlynntir því að bann sé sett við utanvegaakstri á hálendinu og á landi í ríkiseign en teljum að með frumvarpinu sé framkvæmdarvaldið að seilast alltof langt inní eignarréttinn. Við teljum að þarna sé verið að takmarka rétt manna til að nýta eignir sínar," segir Óðinn. "Það er hægt að ná þessum markmiðum fram með mun vægari hætti." GPS-hnit fyrir slóða Óðinn segir að í frumvarpinu sé ekki gerður greinarmunur á utanvegaakstri eigenda og almennings innan eignarlanda. "Það er lagt til altækt bann við utanvegaakstri en mönnum heimilað að fara eftir GPS-slóðum. Ef menn fara svo út fyrir slóða á á sínum eigin löndum þá eru þeir að fremja lögbrot. Þetta er fráleit hugmynd sem gengur ekki upp," segir Óðinn. „Þá er algjörlega óljóst í hvaða stöðu veiðiréttareigendur eru gagnvart veiðimönnum. Ef breytingarnar ná fram að ganga þarf að setja GPS-hnit fyrir slóða sem veiðimenn eiga að fara eftir og ef þeir fara aðeins út af eiga þeir í hættu á að fá sektir. Þetta vekur líka upp spurningar um nýtingu á veiðivötnum því þar eru gríðarleg verðmæti fólgin. Við höfum verið að hvetja veiðiréttareigendur til að nýta ónýtt vötn en þessi lagasetning mun svo sannarlega torvelda aðgengi að þeim." LV og LLÍ gagnrýna mjög hve lítið samráð hafi verið haft við landeigendur við undirbúning málsins. "Málið er unnið í stofnun umhverfisráðuneytisins og svo sitja menn uppi með löggöf sem er gjörsamlega óframkvæmanleg," segir Óðinn.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði