Lífið

Madagascar sirkus á flótta

Sirkusdýr Ljónið Alex, sebrahesturinn Marty, gíraffinn Melman og flóðhesturinn Gloria slást í för með sirkusi og sýna afrískar listir sínar.
Sirkusdýr Ljónið Alex, sebrahesturinn Marty, gíraffinn Melman og flóðhesturinn Gloria slást í för með sirkusi og sýna afrískar listir sínar.
Ævintýri ærslafullu dýrahjarðarinnar heldur áfram í Madagascar 3: Europe's Most Wanted þegar vinirnir leggja á flótta með sirkus sem ferðast um Evrópu.

Ljónið Alex, sebrahesturinn Marty, gíraffinn Melman og flóðhesturinn Gloria snúa aftur í þessari þriðju Madagascar-framhaldsmynd leikstjórannna Erics Darnell og Toms McGrath en fyrsta ævintýramyndin um hópinn leit dagsins ljós árið 2005. Að þessu sinni bætist leikstjórinn Conrad Vernon í hópinn.

Dýraskarinn reynir enn að komast heim til sín í Central Park-dýragarðinn í New York. Þeir þurfa samt fyrst að finna mörgæsirnar, vini sína, sem stungu af til Monte Carlo því þeir geta flogið þeim heim. Vinirnir ferðast þangað og koma sér í mikið klandur þegar þeir mæta sem óboðnir gestir í stóra veislu. Vegna þessa fá þeir dýraeftirlitið á eftir sér og þurfa að leggja á flótta.

Hvernig geta ljón, sebrahestur, flóðhestur, gíraffi, fjórar mörgæsir, tveir apar, þrír lemúrar og lamadýr ferðast um Evrópu án þess að vekja athygli? Þau slást í för með sirkus sem ferðast vítt og breitt um Evrópu og setja sinn afríska svip á sýningarnar.

Frægir leikarar ljá persónum teiknimyndarinnar raddir sínar og eru það þau Ben Stiller, Chris Rock, David Schwimmer og Jada Pinkett Smith sem tala fyrir vinina fjóra, sem eru í aðalhlutverkum.

hallfridur@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.