Að læðast aftan að urriða í Þingvallavatni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. maí 2012 08:00 Guttormur P. Einarsson er hér með vænan urriða, sem þó var ekki veiddur í Þingvallavatni. Stangveiði í Þingvallavatni hefst í dag. Guttormur P. Einarsson, sem veitt hefur í vatninu í hálfa öld, ræddi við Garðar Örn Úlfarsson um töfra vatnsins. "Það skiptir ekki öllu máli hvernig flugan lítur út, aðalatriðið er að hún komist niður á tökudýpið," segir Guttormur P. Einarsson, einn helsti sérfræðingur landsins í vatnaveiði. Í dag hefst silungsveiðin fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum. Allt frá árinu 1961 hefur Guttormur farið þar um bakka og aflað sér þekkingar. Hann hefur meðal annars miðlað þeirri vitneskju í fróðlegu riti um veiðina og veiðistaðina á þessum slóðum. Sjálfur kveðst hann ekki vera eins og náttúrubörnin í veiðinni sem finni fiskinn með eðlisávísun sinni.Lærði þetta "the hard way" "Ég hef lært þetta "the hard way" en það þýðir að ég hef þeim mun meira grúskað í þessu og safnað staðreyndum úr öllum áttum. Ekki síst hef ég spekúlerað í lífríkinu sjálfu; grunnforsendunum fyrir næringarframboðinu og öllu því. Það hefur kennt mér miklu meira en margur af þessum náttúrubörnum áttar sig á," útskýrir Guttormur. Bæði kuðungableikjur og sílableikjur í Þingvallavatni fara á stjá í ætisleit þegar hlýna fer fyrri partinn í maí. Og eru stóru fiskarnir sem fyrst láta á sér kræla segir Guttormur. Sjálfur fer hann ekki til veiða þar fyrr en hann metur það á veðurskilyrðum að veiðilíkur séu orðnar nokkuð góðar. Það sé eftir nokkurra daga hlýindi.Notar helst púpur á öngli númer 10 "Allt byggist þetta á grunnlífríkinu, næringarframboði og öðru. Ef það er engin hreyfing á því er fiskurinn ekki að eyða orku sinni í eitthvert flandur út um allt. Hann bara liggur og er ekki að leita að æti," segir Guttormur. Fyrst á vorin er mesta veiðivonin við Lambhaga í vestanverðu þjóðgarðslandinu. Sjálfur segist Guttormur helst nota púpur á öngli númer tíu, Peter Ross og eftirlíkingar af toppflugu sem dæmi. En eins og áður kom fram sé aðalatriðið að flugan komist þangað sem fiskarnir séu.Ef maður festir er maður að gera rétt "Við erum að eltast við stærri fiskana og þá helst kuðungableikjuna sem heldur sig við botninn. Hún er þar að gramsa og það er mjög sjaldgæft að hún fari upp í vatnið til að ná sér í æti. Aftur á móti er sílableikjan þar og getur líka tekið niður undir botn," segir Guttormur og undirstrikar að nota eigi hægsökkvandi línu með sterkum taumi því oft sé von á festum. "Ef maður er að festa í fimmta til sjötta hvert skipti þá er maður að gera rétt." Afar mikilvægt er að vorveiðimenn búi sig vel. "Þeir fara oft yfir djúpa ála til að komast í hólma og sker og standa oft í vatni upp undir mitti þegar þeir kasta. Menn eiga jafnvel að vera í tvöföldu föðurlandi undir vöðlunum því kuldinn skemmir strax ánægjuna," bendir Guttormur á af áratuga reynslu. Urriðastofninn í Þingvallavatni hefur náð sér nokkuð á strik síðustu árin. Guttormur segir að þótt veiðar með makríl sem beitu hafi verið bannaðar í þjóðgarðslandinu séu menn stelast í urriðann með öðrum groddalegum veiðitækjum.Ódrengilegt að leggjast á urriðann þegar hann er í sárum "Urriðinn liggur í torfum utan við ósa Öxarár að jafna sig eftir veturinn áður en hann fer að ná í æti og þar kasta menn á hann og taka hvern af öðrum. Hann ferðast býsna víða með ströndinni snemma á vorin og er að leita sér að æti og þá er hann orðin sprækur og hægt að veiða hann á flugu. En að leggjast á urriðann þegar hann er nánast í sárum eftir veturinn finnst mér ódrengilegt. Það er eins og það sé verið að læðast aftan að þeim." Eftirminnilegt segir Guttormur hafa verið þegar hann fékk þrjár risastórar bleikjur í beit við Leirutá í Lambhaga. Það hafi verið 27. apríl fyrir um áratug. "Þetta voru ári vænar kellingar; átta til tólf pund og það voru feikileg átök að taka þær. Síðan kom linnulaust skýfall og við urðum að hypja okkur upp í bíl gegnblautir og nánast á sundi."gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði
Stangveiði í Þingvallavatni hefst í dag. Guttormur P. Einarsson, sem veitt hefur í vatninu í hálfa öld, ræddi við Garðar Örn Úlfarsson um töfra vatnsins. "Það skiptir ekki öllu máli hvernig flugan lítur út, aðalatriðið er að hún komist niður á tökudýpið," segir Guttormur P. Einarsson, einn helsti sérfræðingur landsins í vatnaveiði. Í dag hefst silungsveiðin fyrir landi þjóðgarðsins á Þingvöllum. Allt frá árinu 1961 hefur Guttormur farið þar um bakka og aflað sér þekkingar. Hann hefur meðal annars miðlað þeirri vitneskju í fróðlegu riti um veiðina og veiðistaðina á þessum slóðum. Sjálfur kveðst hann ekki vera eins og náttúrubörnin í veiðinni sem finni fiskinn með eðlisávísun sinni.Lærði þetta "the hard way" "Ég hef lært þetta "the hard way" en það þýðir að ég hef þeim mun meira grúskað í þessu og safnað staðreyndum úr öllum áttum. Ekki síst hef ég spekúlerað í lífríkinu sjálfu; grunnforsendunum fyrir næringarframboðinu og öllu því. Það hefur kennt mér miklu meira en margur af þessum náttúrubörnum áttar sig á," útskýrir Guttormur. Bæði kuðungableikjur og sílableikjur í Þingvallavatni fara á stjá í ætisleit þegar hlýna fer fyrri partinn í maí. Og eru stóru fiskarnir sem fyrst láta á sér kræla segir Guttormur. Sjálfur fer hann ekki til veiða þar fyrr en hann metur það á veðurskilyrðum að veiðilíkur séu orðnar nokkuð góðar. Það sé eftir nokkurra daga hlýindi.Notar helst púpur á öngli númer 10 "Allt byggist þetta á grunnlífríkinu, næringarframboði og öðru. Ef það er engin hreyfing á því er fiskurinn ekki að eyða orku sinni í eitthvert flandur út um allt. Hann bara liggur og er ekki að leita að æti," segir Guttormur. Fyrst á vorin er mesta veiðivonin við Lambhaga í vestanverðu þjóðgarðslandinu. Sjálfur segist Guttormur helst nota púpur á öngli númer tíu, Peter Ross og eftirlíkingar af toppflugu sem dæmi. En eins og áður kom fram sé aðalatriðið að flugan komist þangað sem fiskarnir séu.Ef maður festir er maður að gera rétt "Við erum að eltast við stærri fiskana og þá helst kuðungableikjuna sem heldur sig við botninn. Hún er þar að gramsa og það er mjög sjaldgæft að hún fari upp í vatnið til að ná sér í æti. Aftur á móti er sílableikjan þar og getur líka tekið niður undir botn," segir Guttormur og undirstrikar að nota eigi hægsökkvandi línu með sterkum taumi því oft sé von á festum. "Ef maður er að festa í fimmta til sjötta hvert skipti þá er maður að gera rétt." Afar mikilvægt er að vorveiðimenn búi sig vel. "Þeir fara oft yfir djúpa ála til að komast í hólma og sker og standa oft í vatni upp undir mitti þegar þeir kasta. Menn eiga jafnvel að vera í tvöföldu föðurlandi undir vöðlunum því kuldinn skemmir strax ánægjuna," bendir Guttormur á af áratuga reynslu. Urriðastofninn í Þingvallavatni hefur náð sér nokkuð á strik síðustu árin. Guttormur segir að þótt veiðar með makríl sem beitu hafi verið bannaðar í þjóðgarðslandinu séu menn stelast í urriðann með öðrum groddalegum veiðitækjum.Ódrengilegt að leggjast á urriðann þegar hann er í sárum "Urriðinn liggur í torfum utan við ósa Öxarár að jafna sig eftir veturinn áður en hann fer að ná í æti og þar kasta menn á hann og taka hvern af öðrum. Hann ferðast býsna víða með ströndinni snemma á vorin og er að leita sér að æti og þá er hann orðin sprækur og hægt að veiða hann á flugu. En að leggjast á urriðann þegar hann er nánast í sárum eftir veturinn finnst mér ódrengilegt. Það er eins og það sé verið að læðast aftan að þeim." Eftirminnilegt segir Guttormur hafa verið þegar hann fékk þrjár risastórar bleikjur í beit við Leirutá í Lambhaga. Það hafi verið 27. apríl fyrir um áratug. "Þetta voru ári vænar kellingar; átta til tólf pund og það voru feikileg átök að taka þær. Síðan kom linnulaust skýfall og við urðum að hypja okkur upp í bíl gegnblautir og nánast á sundi."gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Vænar bleikjur í Varmá Veiði