Sambandið við Svein Andra fullreynt 27. apríl 2012 09:30 mynd/heiða.is Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir sem eignaðist frumburðinn Baltasar Börk í byrjun mars vissi ekki hver faðir drengsins var fyrr en í vikunni sem leið. Hún og fallegi drengurinn prýða forsíðu Lífsins í dag þar sem hún ræðir meðgönguna, samband sitt við Svein Andra Sveinsson, föður drengsins, og bjarta framtíðina. Hvernig brást þú við (í hjartanu) þegar þú fékkst fréttirnar að Sveinn Andri Sveinsson væri faðir Baltasars? Aðallega léttir. Nú er allt komið á hreint eftir allan þennan tíma sem er góð tilfinning. Ég vissi ekki alveg hvorum eða hverjum ég ætti að tilkynna þetta fyrst eða hvernig maður snýr sér í svona máli, enda er ég ekki oft að lenda í þessu en vissulega samgladdist ég honum, hann á fjögur börn úr fyrra sambandi og er ofboðslega góður pabbi. Baltasar á góðan föður og stórkostleg systkini. Hvernig brást maðurinn sem kom einnig til greina sem faðir Baltasars við fréttunum um að Sveinn Andri væri faðir drengsins? Mér finnst það ekki mitt að segja. Við getum orðað það þannig að við erum mjög góðir vinir.Varstu viss um að Sveinn Andri væri faðir drengsins? Ég hafði tilfinningu fyrir því. Ég var alltaf að sjá svip hjá honum sem minnti mig á Svein Andra, hins vegar var ég ekki alveg viss en núna þegar það er komið í ljós fer það ekki milli mála.„Það gleður mig að kynna þennan unga og myndarlega pilt – hann heitir Baltasar Börkur og hann er Sveinsson. Lífið er yndislegt og Guð er góður," skrifaði Sveinn Andri á Facebook-síðuna sína í vikunni. Hvernig brást hann við þegar hann fékk fréttirnar? Vissulega var honum brugðið smávegis fyrst en auðvitað agalega glaður og stoltur enda ekki annað hægt með þennan gullmola.Hvernig er sambandið milli þín og Sveins Andra í dag og hvernig hefur það verið síðan þú vissir að þú varst barnshafandi? Sambandið var ekki mikið á meðgöngunni enda fannst mér það þeirra val hversu mikið þeir fylgdust með. Við töluðum samt saman af og til, til þess að athuga með hvort annað. Ég var lengur en ég gerði mér grein fyrir að jafna mig á sambandsslitunum. Eftir að ég náði því held ég að samskiptin hafi orðið góð okkar á milli. Ég held við séum fínir vinir og vonandi náum við að rækta vinasambandið enn meira í framtíðinni.Er Baltasar líkur pabba sínum? Já, það er mikill svipur svo er Baltasar Börkur ofboðslega rólegur og yfirvegaður og mjög spekingslegur.Heldur þú að þið Sveinn Andri eigið eftir að taka saman aftur í framtíðinni? Nei, það er ekki inni í myndinni hjá okkur. Ég held að við höfum gert okkar tilraun til þess að vera saman og hún gekk ekki upp því miður. Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir sem eignaðist frumburðinn Baltasar Börk í byrjun mars vissi ekki hver faðir drengsins var fyrr en í vikunni sem leið. Hún og fallegi drengurinn prýða forsíðu Lífsins í dag þar sem hún ræðir meðgönguna, samband sitt við Svein Andra Sveinsson, föður drengsins, og bjarta framtíðina. Hvernig brást þú við (í hjartanu) þegar þú fékkst fréttirnar að Sveinn Andri Sveinsson væri faðir Baltasars? Aðallega léttir. Nú er allt komið á hreint eftir allan þennan tíma sem er góð tilfinning. Ég vissi ekki alveg hvorum eða hverjum ég ætti að tilkynna þetta fyrst eða hvernig maður snýr sér í svona máli, enda er ég ekki oft að lenda í þessu en vissulega samgladdist ég honum, hann á fjögur börn úr fyrra sambandi og er ofboðslega góður pabbi. Baltasar á góðan föður og stórkostleg systkini. Hvernig brást maðurinn sem kom einnig til greina sem faðir Baltasars við fréttunum um að Sveinn Andri væri faðir drengsins? Mér finnst það ekki mitt að segja. Við getum orðað það þannig að við erum mjög góðir vinir.Varstu viss um að Sveinn Andri væri faðir drengsins? Ég hafði tilfinningu fyrir því. Ég var alltaf að sjá svip hjá honum sem minnti mig á Svein Andra, hins vegar var ég ekki alveg viss en núna þegar það er komið í ljós fer það ekki milli mála.„Það gleður mig að kynna þennan unga og myndarlega pilt – hann heitir Baltasar Börkur og hann er Sveinsson. Lífið er yndislegt og Guð er góður," skrifaði Sveinn Andri á Facebook-síðuna sína í vikunni. Hvernig brást hann við þegar hann fékk fréttirnar? Vissulega var honum brugðið smávegis fyrst en auðvitað agalega glaður og stoltur enda ekki annað hægt með þennan gullmola.Hvernig er sambandið milli þín og Sveins Andra í dag og hvernig hefur það verið síðan þú vissir að þú varst barnshafandi? Sambandið var ekki mikið á meðgöngunni enda fannst mér það þeirra val hversu mikið þeir fylgdust með. Við töluðum samt saman af og til, til þess að athuga með hvort annað. Ég var lengur en ég gerði mér grein fyrir að jafna mig á sambandsslitunum. Eftir að ég náði því held ég að samskiptin hafi orðið góð okkar á milli. Ég held við séum fínir vinir og vonandi náum við að rækta vinasambandið enn meira í framtíðinni.Er Baltasar líkur pabba sínum? Já, það er mikill svipur svo er Baltasar Börkur ofboðslega rólegur og yfirvegaður og mjög spekingslegur.Heldur þú að þið Sveinn Andri eigið eftir að taka saman aftur í framtíðinni? Nei, það er ekki inni í myndinni hjá okkur. Ég held að við höfum gert okkar tilraun til þess að vera saman og hún gekk ekki upp því miður.
Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira