Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Svavar Hávarðsson skrifar 26. júní 2012 08:20 Þeir eru mættir í Miðfjarðarána, sem er vatnslítil eftir þurrkana undanfarið. Rafn Alfreðsson Opnunarhollið í Miðfjarðará endaði í 16 löxum og voru 13 þeirra yfir 75 sentímetrum. Stærsti fiskurinn veiddist opnunardaginn 22. júní í Grjóthyl og tók hann Sunray shadow, og var að sögn eins veiðimanna við perluna í Miðfirði gríðarlega fallegur hængur. Það er mál manna sem voru við veiðar hversu vel haldinn fiskurinn er að mæta úr hafinu, en hins vegar voru aðstæður í Miðfjarðaránni „fjandi erfiðar"; lítið vatn og gargandi sól. Mikið sást af fiski í Vesturánni sem er að sögn afar vatnslítil og erfið viðureignar. Í Austurá, sem er vatnsmest af þrem upptakaám Miðfjarðarár, veiddist fiskur í Skiphyl sem eru stórtíðindi og muna menn ekki eftir því að fiskur hafi veiðst svo ofarlega í ánni í opnun. Einnig sást lax í Valfossrennum; tröll tók en kvaddi veiðimann í Kotálum sem eru einnig tíðindi svona snemma sumars. Enginn fiskur veiddist frá Kerlingu og upp í Kambsfoss en í Neðri-Hlaupum var töluvert af fiski og voru menn að kroppa upp fiska frá Hlaupum og niður í Gömlu-Ármótum. Auðvitað þarf ekki að segja veiðimönnum af veislunni sem hefur verið á bökkum Miðfjarðarár undanfarin þrjú sumur. Árin 2009 og 2010 voru metár sem losuðu 4.000 laxa og í fyrra var veiði enn yfir því sem verið hefur allt frá árinu 1974. Rétt er að benda áhugamönnum um stangveiði á heimasíðu leigutaka Miðfjarðarár sem er sérstaklega vel úr garði gerð og falleg. Má þar finna mikið safn glæsilegra ljósmynda og lifandi mynda, enda starfa við ána tveir leiðsögumenn sem einnig eru afburða ljósmyndarar. Það eru þeir Alejandro Martello og Jason Jagger, en sá síðarnefndi hefur selt myndir sínar til Orvis og til www.catchmagazine.net en netsíðan er ein sú fremsta í heimi þegar kemur að því að birta ljósmyndir tengdar veiði. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Opnunarhollið í Miðfjarðará endaði í 16 löxum og voru 13 þeirra yfir 75 sentímetrum. Stærsti fiskurinn veiddist opnunardaginn 22. júní í Grjóthyl og tók hann Sunray shadow, og var að sögn eins veiðimanna við perluna í Miðfirði gríðarlega fallegur hængur. Það er mál manna sem voru við veiðar hversu vel haldinn fiskurinn er að mæta úr hafinu, en hins vegar voru aðstæður í Miðfjarðaránni „fjandi erfiðar"; lítið vatn og gargandi sól. Mikið sást af fiski í Vesturánni sem er að sögn afar vatnslítil og erfið viðureignar. Í Austurá, sem er vatnsmest af þrem upptakaám Miðfjarðarár, veiddist fiskur í Skiphyl sem eru stórtíðindi og muna menn ekki eftir því að fiskur hafi veiðst svo ofarlega í ánni í opnun. Einnig sást lax í Valfossrennum; tröll tók en kvaddi veiðimann í Kotálum sem eru einnig tíðindi svona snemma sumars. Enginn fiskur veiddist frá Kerlingu og upp í Kambsfoss en í Neðri-Hlaupum var töluvert af fiski og voru menn að kroppa upp fiska frá Hlaupum og niður í Gömlu-Ármótum. Auðvitað þarf ekki að segja veiðimönnum af veislunni sem hefur verið á bökkum Miðfjarðarár undanfarin þrjú sumur. Árin 2009 og 2010 voru metár sem losuðu 4.000 laxa og í fyrra var veiði enn yfir því sem verið hefur allt frá árinu 1974. Rétt er að benda áhugamönnum um stangveiði á heimasíðu leigutaka Miðfjarðarár sem er sérstaklega vel úr garði gerð og falleg. Má þar finna mikið safn glæsilegra ljósmynda og lifandi mynda, enda starfa við ána tveir leiðsögumenn sem einnig eru afburða ljósmyndarar. Það eru þeir Alejandro Martello og Jason Jagger, en sá síðarnefndi hefur selt myndir sínar til Orvis og til www.catchmagazine.net en netsíðan er ein sú fremsta í heimi þegar kemur að því að birta ljósmyndir tengdar veiði. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði