Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 107-81 Helgi Þór Guðmundsson í Röstinni skrifar 25. október 2012 19:00 Grindvíkingar áttu ekki í vandræðum með að leggja andlausa Njarðvíkinga af velli, 107-81, í Dómínosdeildinni í kvöld. Leikurinn sem fór fram í Röstinni í Grindavík náði aldrei að verða spennandi en Grindvíkingar tóku snemma góða forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Samuel Zeglinski (26 stig, 10 fráköst) og Aaron Broussard (21 stig, 9 fráköst) voru atkvæðamestir í sóknarleiknum hjá Grindvíkingum en varnarleikurinn hjá öllu liðinu var mjög góður, menn voru mjög hreyfanlegir og tilbúnir að berjast fyrir hvern annan. Hjá Njarðvík var það Marcus Van sem bar af á báðum endum vallarins en hann skoraði 24 stig og hirti hvorki fleiri né færri en 22 fráköst og þar af 12 sóknarfráköst. Maciej Stanislav Baginski (13 stig) og Ágúst Orrason (11 stig, 7 fráköst) komu svo næstir í frekar daufu liði Njarðvíkinga sem náðu aldrei upp almennilegri baráttu eða liðsanda í þessum leik. Mikið munaði um framlag Jeron Belin sem hitti engu skoti utan af velli úr 8 tilraunum, hann skoraði aðeins 2 stig á tæpum 15 mínútum í kvöld en þau komu bæði af vítalínunni. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og voru komnir í 22-5 eftir aðeins 4 mínútur þar sem Samuel Zeglinski skoraði 15 af þessum 22 stigum. Það var einhvern vegin eins og Njarðvíkingar hefðu hreinlega ekki mætt til leiks fyrstu mínúturnar. Þeir rönkuðu þó aðeins við sér og náðu að halda í horfinu út leikhlutann og var staðan 31-17 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta náði Njarðvík að halda forystu Grindvíkinga í þetta 12-15 stigum fram undir miðjan fjórðunginn. Þá var eins og aukinn hiti færðist í leikinn og leikmenn beggja liða fóru að láta dómarana og annað fara í taugarnar á sér. Grindvíkingar virtust þó ná að nýta sér það á jákvæðan hátt og sigldu hægt og rólega fram úr og var staðan orðin 63-38 í hálfleik og munurinn því orðinn 25 stig og brekkan orðin brött fyrir gestina. Í þriðja leikhluta var eins og ekkert gengi upp hjá Njarvðíkingum sem töpuðu boltanum sókn eftir sókn og þeir náðu aðeins að skora 13 stig í þriðja leikhluta. Hlutirnir gengu örlítið vetur hjá Grindvíkingum sem settu niður 26 stig í leikhlutanum og juku muninn í 38 stig og má segja að úrslitin hafi verið ráðin. Bæði lið nýttu tækifærið og gáfu varamönnum dýrmætar mínútur í síðasta leikhlutanum sem var fremur tilþrifa lítill ef frá er talin tröllatroðsla Marcus Van um miðjan hálfleikinn þar sem hann hirti frákast og tróð boltanum viðstöðulaust með miklum tilþrifum. Niðurstaðan öruggur sigur Grindvíkinga á daufum Njarðvíkinugm.Grindavík-Njarðvík 107-81 (31-17, 32-21, 26-13, 18-30)Grindavík: Samuel Zeglinski 26/10 fráköst/5 stoðsendingar, Aaron Broussard 21/8 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 13, Björn Steinar Brynjólfsson 10, Hinrik Guðbjartsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 2, Ármann Vilbergsson 1, Davíð Ingi Bustion 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Ómar Örn Sævarsson 0/4 fráköst.Njarðvík: Marcus Van 24/22 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 13/4 fráköst, Ágúst Orrason 11/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 10, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Kristján Rúnar Sigurðsson 7, Ólafur Helgi Jónsson 3, Jeron Belin 2, Magnús Már Traustason 2, Oddur Birnir Pétursson 2, Óli Ragnar Alexandersson 0. Sverrir Sverrison: Mjög góður leikur hjá strákunum"Við spiluðum bara mjög vel í dag", sagði Sverrir Þór Sverrisson eftir öruggan sigur sinna manna í Grindavík í kvöld. "Það mættu allir tilbúnir og við spiluðum góða vörn og hittum vel í sókninni. Það eina sem ég er ósáttur með er að einn leikmaður hjá þeim tók 12 sóknarfráköst og var okkur erfiður, ég hefði viljað stíga hann betur út. En að öðru leiti var þetta bar mjög gott hjá okkur." "Ég var mjög ánægður með varnarleikinn þeir ná reyndar að skora 81 stig en þar af eru 30 stig í 4 leikhluta þar sem úrslitin voru ráðin og menn farnir að slaka á. Það var mikil kraftur í strákunum í dag og það voru allir að leggja sig fram, boltinn var að ganga vel og við að hitta vel. Þetta var bara flottur leikur og góður sigur." "Sóknarleikurinn var mjög fjölbreyttur hjá okkur í kvöld við vorum að fá allskonar körfur, 3 stigakörfur, skot úr teignum og undir körfunni og auðveldar körfur líka. Eins og ég segi þá var þetta bara heilt yfir mjög góður leikur hjá okkur í kvöld. Kristján Rúnar Sigurðsson: Vorum ekki að spila sem lið"Við klúðruðum leiknum eiginlega alveg á fyrstu 5 mínútunum", sagði Kristján Rúnar Sigurðson, leikmaður Njarðvíkur svekktur í lok leiks í kvöld. "Við misstum hausinn, það gengur ekki upp þegar maður er kominn 20 stigum undir að vera ekki með hausinn í þessu þá tapar maður. Það er bara þannig." "Þetta er einhver versti leikur sem ég hef séð í langann tíma. Við vorum bara áhugalausir og vorum ekki að vinna saman sem lið. Við erum þannig lið að ef við ætlum að gera þetta hver í sínu horni þá gengur þetta ekkert upp. Þegar við vinnum saman þá virka hlutirnir. Við erum ekki nógu góðir einstaklingar til að sigra leiki uppá eigin spýtur við þurfum að spila saman sem lið." "Vörnin var ekki til staðar í dag, þeir skora of mikið af auðveldum körfum. Við erum ekkert að berjast, ekki að stíga menn út og ekki að vinna nóg af fráköstum. Svo erum við að gera mikið af tæknifeilum, missa boltann útaf einbeitingarleysi, sem gerist þegar menn missa hausinn í svona leikjum. En þessi leikur tapast númer eitt, tvö og þrjú útaf því að við erum ekki að spila saman sem lið". Leikurinn var í beinni textalýsingu:Leik lokið: 26 stiga öruggur sigur Grindvíkinga staðreynd, þetta náði eginlega aldrei að verða spennandi. Heimamenn voru mjög grimmir í vörninni og voru að sama skapi að spila glimrandi sóknarleik á köflum. Gestirnir frá Njarðvík náðu aldrei neinu flæði í sinn leik og varnarleikurinn var ekki næganlega grimmur á köflum. 40. mínúta, 107-81: Hinrik Guðbjartsson skorar 2 stig af vítalínunni en Óli Ragnar Alexandersson svarar með þriggja stiga körfu. 39. mínúta, 103-76: Maciej Stanislav Baginski setur niður 3 stig, bæði lið eru að spila á varamönnum þessa stundina enda má segja að úrslitin séu ráðin. 38. mínúta, 101-71: Samuel Zeglinski setur niður þriggja stiga körfu og kvartar undan Kristjáni Rúnari sem virtist reyna að setja fótinn fyrir hann eftir að Zeglinski hafði leikið á hann. 37. mínúta, 98-71: Magnús Már Traustason skorar tvö stig fyrir gestina. 37. mínúta, 98-69: Marcus Van tekur frákast og treður viðstöðulaust með miklum látum. Jens Valgeir Óskarsson svarar hinu megin. 36. mínúta, 69-67: Kristján Rúnar Sigurðsson skorar 2 stig og minnkar muninn í 29 stig, það saxast á þetta en sennilega er það of lítið og of seint. 35. mínúta, 96-61: Jóhann Árni leikur á Ágúst Orrason og skorar með gegnumbroti en Ágúst svarar með þriggja stiga körfu. 34. mínúta, 94-57: Ágúst Orrason skorar með sniðskoti. 33. mínúta, 91-55: Ólafur Helgi Jónsson skorar og minnkar muninn í 36 stig. 31. mínúta, 91-51: Sigurður Þorsteinsson skorar fyrstu stigin í síðasta leikhluta og eykur muninn í 40 stig. Þriðja leikhluta lokið. 30. mínúta, 89-51: Sigurður Þorsteinsson skorar um leið og flautan gellur, hann náði frákastinu eftir honum mistókst að troða viðstöðulaust eftir sendingu Zeglinski og tókst að skora. 29. mínúta, 87-51: Hjörtur Hrafn skorar og fær víti að auki sem hann nýtir. 29. mínúta, 87-48: Björn Steinar setur niður annað vítaskotið og eykur forystuna í 39 stig. 28. mínúta,84-48: Björn Steinar setur niður þriggja stiga körfu og kemur Grindavík 36 stigum yfir. 27. mínúta, 79-44: Zeglinski setur niður tvö vítaskot og kemur Grindavík 35 stigum yfir. Það gengur ekkert hjá Njarðvíkingum núna þeir eru búnir að tapa boltanum 6 sóknir í rð og nú síðast eru dæmd skref á Marcus Van.26. mínúta, 75-44: Tvígrip dæmt á Elvar Már og þetta er fjórða sóknin í röð þar sem Njarðvík nær ekki að koma skoti á körfuna. 25. mínúta, 73-44: Aaron Broussard setur niður tvö víti og kemur heimamönnum 29 stigum yfir. 24. mínúta, 71-44: Grindvíkingar eru duglegir að taka sóknarfáköst og það gerir það að verkum að þeir fá fleiri skotsénsa í hverri sókn og þessi sókn endar með því að Jóhann Árni setur niður þrist. 23. mínúta, 68-42: Marcus Van tekur frákast og skorar og minnkar muninn en Jóhann árni eykur hann jafn harðann. Munurinn 26 stig. 22. mínúta, 65-40: Jeron Belin minnkar muninn af vítalínunni. 21. mínúta, 65-38: Aaron Broussard skorar fyrstu stig seinni hálfleiks. Grindavík heldur áfram að spila sterka vörn og Njarðvík fær lítið af opnum skotum. -Seinni hálfleikur hafinn-Hálfleikur: Hjá Grindvíkingum hefur Samuel Zeglinski skorað 19 stig og tekið 8 fráköst, Þorleifur Ólafsson er búinn að skora 13 stig og Aaron Broussard 11 stig. Hjá Njarðvík er Marcus Van atkvæða mestur með 18 stig og 9 fráköst, Elvar Már Friðriksson er búinn að skora 8 stig en aðrir minna. Hálfleikur: Heimamenn eru með tögl og haldir í þessum leik það sem af er, munurinn er orðinn 25 stig og Njarðvíkingar verða að girða í brók fyrir seinni hálfleikinn ætli þeir sér eitthvað útúr þessum leik. 20. mínúta, 63-38: Samuel Zeglinski hékk á boltanum til að taka loka skot á síðustu sekúndu sem hann og gerði en boltinn ekki ofan í. 19. mínúta, 62-38: Elvar Már Friðriksson skorar þriggja stiga körfu og minnkar muninn í 24 stig eftir að Broussard hafði komið heimamönnum 27 stigum yfir. 19. mínúta, 58-35: Ólafur Helgi Jónsson minnkar muninn af vítalínunni. 18. mínúta, 58-34: Þorleifur fær boltann undir körfunni og skorar munurinn er kominn í 24 stig. 18. mínúta, 56-34: Marcus Van liggur á vellinum eftir að hafa átt í baráttu við Jóhann Árna um frákast og hann virðist hafa meitt sig því hann er studdur af velli. 17. mínúta, 52-32: Jóhann Árni skorar og fær villu að auki, setur niður vítaskotið og kemur Grindavík 20 stigum yfir. 16. mínúta, 48-30: Zeglinski setur niður tvö víti og kemur Grindvíkingum 19 stigum yfir. 16. mínúta, 46-30: Aukinn hiti að færast í leikinn og fleiri en einn leikmaður kominn á síðasta séns fyrir kjaftbrúk. Grindvíkingar taka leikhlé til að ró mannskapinn niður.15. mínúta, 46-30: Þorleifur skorar aftur þriggja stiga körfu eftir að sóknarvilla var dæmd á Njarðvík. 14. mínúta, 41-30: Þorleifur Ólafsson skorar 3 stig fyrir Grindavík en Elvar Már Friðriksson svara að bragði. 13. mínúta, 38-25: Kristján Rúnar Sigurðson fær opið skot og skorar tvö stig. 12. mínúta, 36-20: Björn Steinar setur niður þriggja stiga körfu fyrir heimamenn, leik kerfi Grindvíkinga gekk vel upp og Björn Steinar fékk gal opið skot sem hann setti niður. 11. mínúta, 33-20: Marcus Van fær boltann á teignum og skorar. Fyrsti leikhluti búinn: Heimamenn eru í góðum gír, þeir eru mun ákveðnari í varnarleiknum og eru að hitta betur en gestirnir sem eru bara búnir að hitta 1/6 úr vítum það sem af er. 10. mínúta, 30-17: Broussard setur niður tvö vítaskot fyrir heimamenn og kemur þeim 14 stigum yfir. Þetta voru síðustu stig leikhlutans. 9.mínúta, 29-15: Van skorar aftur fyrir gestina 9. mínúta, 27-13: Marcus Van treður boltanum viðstöðulaust með miklum látum, þetta gæti kveikt eitthvað í gestunum. 8.mínúta, 24-11: Báðum liðum gengur ill að koma boltanum ofan í þessa stundina meira að segja sniðskotin eru ekki að detta. 6. mínúta, 24-9: Þorleifur kemur Grindvíkingum aftur 15 stigum yfir. 5. mínúta, 22-7: Sóknarleikur Njarvíkinga gengur afar illa þessa stundina og þegar þeir loks fá opin skot þá eru þau ekki að detta. 4. mínúta, 22-5: Samuel Zeglinski fer hamförum hér í upphafi leiks hann er kominn með 15 stig og tvo stolna bolta eftir 4 mínútur. 3. mínúta, 16-5: Sigurður Þorsteinsson fær boltann undir körfunni og skorar næsta auðveldlega. 2. mínúta, 11-2: Samuel Zeglinski setur niður einn þristinn en er kominn með 9 stig eftir 2 mínútur. Marcus Van skorar fyrstu stig gestana í kvöld. 1. mínúta, 6-0: Samuel Zeglinski setur niður tvo þrista á fyrstu mínútunni. - Leikurinn er byrjaður - Fyrir leik: Byrjunarlið heima manna er eftir farandi:Jóhann Árni Ólafsson, Ómar Örn Sævarsson, Aaron Broussard, Samuel Zeglinski og Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Hjá gestunum eru það Jeron Belin, Marcus Van, Ágúst Orrason, Elvar Már Friðriksson og Maciej Stanislav Baginski sem byrja. Fyrir leik: Búið er að kynna liðin og ekkert að vanbúnaði að hefja leik. Fyrir leik: Liðin eru að gera sig klár og fólk er farið að týnast í hús, enda ekki nema 5 mínútur í leik.Fyrir leik: Bæði þessi lið töpuðu síðasta leik sínum í deildinni og vilja væntanlega taka öll stigin hér í kvöld. Grindavík tapaði á útivelli gegn Þór frá Þorlákshöfn á meðan Njarðvík tapaði með 2 stigum gegn ÍR á heimavelli.Fyrir leik: 10 mínútur í leik, aðeins örfáir áhorfendur mættir í hús en það rætist vonandi úr því. Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Grindvíkingar áttu ekki í vandræðum með að leggja andlausa Njarðvíkinga af velli, 107-81, í Dómínosdeildinni í kvöld. Leikurinn sem fór fram í Röstinni í Grindavík náði aldrei að verða spennandi en Grindvíkingar tóku snemma góða forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Samuel Zeglinski (26 stig, 10 fráköst) og Aaron Broussard (21 stig, 9 fráköst) voru atkvæðamestir í sóknarleiknum hjá Grindvíkingum en varnarleikurinn hjá öllu liðinu var mjög góður, menn voru mjög hreyfanlegir og tilbúnir að berjast fyrir hvern annan. Hjá Njarðvík var það Marcus Van sem bar af á báðum endum vallarins en hann skoraði 24 stig og hirti hvorki fleiri né færri en 22 fráköst og þar af 12 sóknarfráköst. Maciej Stanislav Baginski (13 stig) og Ágúst Orrason (11 stig, 7 fráköst) komu svo næstir í frekar daufu liði Njarðvíkinga sem náðu aldrei upp almennilegri baráttu eða liðsanda í þessum leik. Mikið munaði um framlag Jeron Belin sem hitti engu skoti utan af velli úr 8 tilraunum, hann skoraði aðeins 2 stig á tæpum 15 mínútum í kvöld en þau komu bæði af vítalínunni. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og voru komnir í 22-5 eftir aðeins 4 mínútur þar sem Samuel Zeglinski skoraði 15 af þessum 22 stigum. Það var einhvern vegin eins og Njarðvíkingar hefðu hreinlega ekki mætt til leiks fyrstu mínúturnar. Þeir rönkuðu þó aðeins við sér og náðu að halda í horfinu út leikhlutann og var staðan 31-17 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta náði Njarðvík að halda forystu Grindvíkinga í þetta 12-15 stigum fram undir miðjan fjórðunginn. Þá var eins og aukinn hiti færðist í leikinn og leikmenn beggja liða fóru að láta dómarana og annað fara í taugarnar á sér. Grindvíkingar virtust þó ná að nýta sér það á jákvæðan hátt og sigldu hægt og rólega fram úr og var staðan orðin 63-38 í hálfleik og munurinn því orðinn 25 stig og brekkan orðin brött fyrir gestina. Í þriðja leikhluta var eins og ekkert gengi upp hjá Njarvðíkingum sem töpuðu boltanum sókn eftir sókn og þeir náðu aðeins að skora 13 stig í þriðja leikhluta. Hlutirnir gengu örlítið vetur hjá Grindvíkingum sem settu niður 26 stig í leikhlutanum og juku muninn í 38 stig og má segja að úrslitin hafi verið ráðin. Bæði lið nýttu tækifærið og gáfu varamönnum dýrmætar mínútur í síðasta leikhlutanum sem var fremur tilþrifa lítill ef frá er talin tröllatroðsla Marcus Van um miðjan hálfleikinn þar sem hann hirti frákast og tróð boltanum viðstöðulaust með miklum tilþrifum. Niðurstaðan öruggur sigur Grindvíkinga á daufum Njarðvíkinugm.Grindavík-Njarðvík 107-81 (31-17, 32-21, 26-13, 18-30)Grindavík: Samuel Zeglinski 26/10 fráköst/5 stoðsendingar, Aaron Broussard 21/8 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 13, Björn Steinar Brynjólfsson 10, Hinrik Guðbjartsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 2, Ármann Vilbergsson 1, Davíð Ingi Bustion 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Ómar Örn Sævarsson 0/4 fráköst.Njarðvík: Marcus Van 24/22 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 13/4 fráköst, Ágúst Orrason 11/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 10, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Kristján Rúnar Sigurðsson 7, Ólafur Helgi Jónsson 3, Jeron Belin 2, Magnús Már Traustason 2, Oddur Birnir Pétursson 2, Óli Ragnar Alexandersson 0. Sverrir Sverrison: Mjög góður leikur hjá strákunum"Við spiluðum bara mjög vel í dag", sagði Sverrir Þór Sverrisson eftir öruggan sigur sinna manna í Grindavík í kvöld. "Það mættu allir tilbúnir og við spiluðum góða vörn og hittum vel í sókninni. Það eina sem ég er ósáttur með er að einn leikmaður hjá þeim tók 12 sóknarfráköst og var okkur erfiður, ég hefði viljað stíga hann betur út. En að öðru leiti var þetta bar mjög gott hjá okkur." "Ég var mjög ánægður með varnarleikinn þeir ná reyndar að skora 81 stig en þar af eru 30 stig í 4 leikhluta þar sem úrslitin voru ráðin og menn farnir að slaka á. Það var mikil kraftur í strákunum í dag og það voru allir að leggja sig fram, boltinn var að ganga vel og við að hitta vel. Þetta var bara flottur leikur og góður sigur." "Sóknarleikurinn var mjög fjölbreyttur hjá okkur í kvöld við vorum að fá allskonar körfur, 3 stigakörfur, skot úr teignum og undir körfunni og auðveldar körfur líka. Eins og ég segi þá var þetta bara heilt yfir mjög góður leikur hjá okkur í kvöld. Kristján Rúnar Sigurðsson: Vorum ekki að spila sem lið"Við klúðruðum leiknum eiginlega alveg á fyrstu 5 mínútunum", sagði Kristján Rúnar Sigurðson, leikmaður Njarðvíkur svekktur í lok leiks í kvöld. "Við misstum hausinn, það gengur ekki upp þegar maður er kominn 20 stigum undir að vera ekki með hausinn í þessu þá tapar maður. Það er bara þannig." "Þetta er einhver versti leikur sem ég hef séð í langann tíma. Við vorum bara áhugalausir og vorum ekki að vinna saman sem lið. Við erum þannig lið að ef við ætlum að gera þetta hver í sínu horni þá gengur þetta ekkert upp. Þegar við vinnum saman þá virka hlutirnir. Við erum ekki nógu góðir einstaklingar til að sigra leiki uppá eigin spýtur við þurfum að spila saman sem lið." "Vörnin var ekki til staðar í dag, þeir skora of mikið af auðveldum körfum. Við erum ekkert að berjast, ekki að stíga menn út og ekki að vinna nóg af fráköstum. Svo erum við að gera mikið af tæknifeilum, missa boltann útaf einbeitingarleysi, sem gerist þegar menn missa hausinn í svona leikjum. En þessi leikur tapast númer eitt, tvö og þrjú útaf því að við erum ekki að spila saman sem lið". Leikurinn var í beinni textalýsingu:Leik lokið: 26 stiga öruggur sigur Grindvíkinga staðreynd, þetta náði eginlega aldrei að verða spennandi. Heimamenn voru mjög grimmir í vörninni og voru að sama skapi að spila glimrandi sóknarleik á köflum. Gestirnir frá Njarðvík náðu aldrei neinu flæði í sinn leik og varnarleikurinn var ekki næganlega grimmur á köflum. 40. mínúta, 107-81: Hinrik Guðbjartsson skorar 2 stig af vítalínunni en Óli Ragnar Alexandersson svarar með þriggja stiga körfu. 39. mínúta, 103-76: Maciej Stanislav Baginski setur niður 3 stig, bæði lið eru að spila á varamönnum þessa stundina enda má segja að úrslitin séu ráðin. 38. mínúta, 101-71: Samuel Zeglinski setur niður þriggja stiga körfu og kvartar undan Kristjáni Rúnari sem virtist reyna að setja fótinn fyrir hann eftir að Zeglinski hafði leikið á hann. 37. mínúta, 98-71: Magnús Már Traustason skorar tvö stig fyrir gestina. 37. mínúta, 98-69: Marcus Van tekur frákast og treður viðstöðulaust með miklum látum. Jens Valgeir Óskarsson svarar hinu megin. 36. mínúta, 69-67: Kristján Rúnar Sigurðsson skorar 2 stig og minnkar muninn í 29 stig, það saxast á þetta en sennilega er það of lítið og of seint. 35. mínúta, 96-61: Jóhann Árni leikur á Ágúst Orrason og skorar með gegnumbroti en Ágúst svarar með þriggja stiga körfu. 34. mínúta, 94-57: Ágúst Orrason skorar með sniðskoti. 33. mínúta, 91-55: Ólafur Helgi Jónsson skorar og minnkar muninn í 36 stig. 31. mínúta, 91-51: Sigurður Þorsteinsson skorar fyrstu stigin í síðasta leikhluta og eykur muninn í 40 stig. Þriðja leikhluta lokið. 30. mínúta, 89-51: Sigurður Þorsteinsson skorar um leið og flautan gellur, hann náði frákastinu eftir honum mistókst að troða viðstöðulaust eftir sendingu Zeglinski og tókst að skora. 29. mínúta, 87-51: Hjörtur Hrafn skorar og fær víti að auki sem hann nýtir. 29. mínúta, 87-48: Björn Steinar setur niður annað vítaskotið og eykur forystuna í 39 stig. 28. mínúta,84-48: Björn Steinar setur niður þriggja stiga körfu og kemur Grindavík 36 stigum yfir. 27. mínúta, 79-44: Zeglinski setur niður tvö vítaskot og kemur Grindavík 35 stigum yfir. Það gengur ekkert hjá Njarðvíkingum núna þeir eru búnir að tapa boltanum 6 sóknir í rð og nú síðast eru dæmd skref á Marcus Van.26. mínúta, 75-44: Tvígrip dæmt á Elvar Már og þetta er fjórða sóknin í röð þar sem Njarðvík nær ekki að koma skoti á körfuna. 25. mínúta, 73-44: Aaron Broussard setur niður tvö víti og kemur heimamönnum 29 stigum yfir. 24. mínúta, 71-44: Grindvíkingar eru duglegir að taka sóknarfáköst og það gerir það að verkum að þeir fá fleiri skotsénsa í hverri sókn og þessi sókn endar með því að Jóhann Árni setur niður þrist. 23. mínúta, 68-42: Marcus Van tekur frákast og skorar og minnkar muninn en Jóhann árni eykur hann jafn harðann. Munurinn 26 stig. 22. mínúta, 65-40: Jeron Belin minnkar muninn af vítalínunni. 21. mínúta, 65-38: Aaron Broussard skorar fyrstu stig seinni hálfleiks. Grindavík heldur áfram að spila sterka vörn og Njarðvík fær lítið af opnum skotum. -Seinni hálfleikur hafinn-Hálfleikur: Hjá Grindvíkingum hefur Samuel Zeglinski skorað 19 stig og tekið 8 fráköst, Þorleifur Ólafsson er búinn að skora 13 stig og Aaron Broussard 11 stig. Hjá Njarðvík er Marcus Van atkvæða mestur með 18 stig og 9 fráköst, Elvar Már Friðriksson er búinn að skora 8 stig en aðrir minna. Hálfleikur: Heimamenn eru með tögl og haldir í þessum leik það sem af er, munurinn er orðinn 25 stig og Njarðvíkingar verða að girða í brók fyrir seinni hálfleikinn ætli þeir sér eitthvað útúr þessum leik. 20. mínúta, 63-38: Samuel Zeglinski hékk á boltanum til að taka loka skot á síðustu sekúndu sem hann og gerði en boltinn ekki ofan í. 19. mínúta, 62-38: Elvar Már Friðriksson skorar þriggja stiga körfu og minnkar muninn í 24 stig eftir að Broussard hafði komið heimamönnum 27 stigum yfir. 19. mínúta, 58-35: Ólafur Helgi Jónsson minnkar muninn af vítalínunni. 18. mínúta, 58-34: Þorleifur fær boltann undir körfunni og skorar munurinn er kominn í 24 stig. 18. mínúta, 56-34: Marcus Van liggur á vellinum eftir að hafa átt í baráttu við Jóhann Árna um frákast og hann virðist hafa meitt sig því hann er studdur af velli. 17. mínúta, 52-32: Jóhann Árni skorar og fær villu að auki, setur niður vítaskotið og kemur Grindavík 20 stigum yfir. 16. mínúta, 48-30: Zeglinski setur niður tvö víti og kemur Grindvíkingum 19 stigum yfir. 16. mínúta, 46-30: Aukinn hiti að færast í leikinn og fleiri en einn leikmaður kominn á síðasta séns fyrir kjaftbrúk. Grindvíkingar taka leikhlé til að ró mannskapinn niður.15. mínúta, 46-30: Þorleifur skorar aftur þriggja stiga körfu eftir að sóknarvilla var dæmd á Njarðvík. 14. mínúta, 41-30: Þorleifur Ólafsson skorar 3 stig fyrir Grindavík en Elvar Már Friðriksson svara að bragði. 13. mínúta, 38-25: Kristján Rúnar Sigurðson fær opið skot og skorar tvö stig. 12. mínúta, 36-20: Björn Steinar setur niður þriggja stiga körfu fyrir heimamenn, leik kerfi Grindvíkinga gekk vel upp og Björn Steinar fékk gal opið skot sem hann setti niður. 11. mínúta, 33-20: Marcus Van fær boltann á teignum og skorar. Fyrsti leikhluti búinn: Heimamenn eru í góðum gír, þeir eru mun ákveðnari í varnarleiknum og eru að hitta betur en gestirnir sem eru bara búnir að hitta 1/6 úr vítum það sem af er. 10. mínúta, 30-17: Broussard setur niður tvö vítaskot fyrir heimamenn og kemur þeim 14 stigum yfir. Þetta voru síðustu stig leikhlutans. 9.mínúta, 29-15: Van skorar aftur fyrir gestina 9. mínúta, 27-13: Marcus Van treður boltanum viðstöðulaust með miklum látum, þetta gæti kveikt eitthvað í gestunum. 8.mínúta, 24-11: Báðum liðum gengur ill að koma boltanum ofan í þessa stundina meira að segja sniðskotin eru ekki að detta. 6. mínúta, 24-9: Þorleifur kemur Grindvíkingum aftur 15 stigum yfir. 5. mínúta, 22-7: Sóknarleikur Njarvíkinga gengur afar illa þessa stundina og þegar þeir loks fá opin skot þá eru þau ekki að detta. 4. mínúta, 22-5: Samuel Zeglinski fer hamförum hér í upphafi leiks hann er kominn með 15 stig og tvo stolna bolta eftir 4 mínútur. 3. mínúta, 16-5: Sigurður Þorsteinsson fær boltann undir körfunni og skorar næsta auðveldlega. 2. mínúta, 11-2: Samuel Zeglinski setur niður einn þristinn en er kominn með 9 stig eftir 2 mínútur. Marcus Van skorar fyrstu stig gestana í kvöld. 1. mínúta, 6-0: Samuel Zeglinski setur niður tvo þrista á fyrstu mínútunni. - Leikurinn er byrjaður - Fyrir leik: Byrjunarlið heima manna er eftir farandi:Jóhann Árni Ólafsson, Ómar Örn Sævarsson, Aaron Broussard, Samuel Zeglinski og Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Hjá gestunum eru það Jeron Belin, Marcus Van, Ágúst Orrason, Elvar Már Friðriksson og Maciej Stanislav Baginski sem byrja. Fyrir leik: Búið er að kynna liðin og ekkert að vanbúnaði að hefja leik. Fyrir leik: Liðin eru að gera sig klár og fólk er farið að týnast í hús, enda ekki nema 5 mínútur í leik.Fyrir leik: Bæði þessi lið töpuðu síðasta leik sínum í deildinni og vilja væntanlega taka öll stigin hér í kvöld. Grindavík tapaði á útivelli gegn Þór frá Þorlákshöfn á meðan Njarðvík tapaði með 2 stigum gegn ÍR á heimavelli.Fyrir leik: 10 mínútur í leik, aðeins örfáir áhorfendur mættir í hús en það rætist vonandi úr því.
Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum