Samstarf

Sterkir í hillukerfum í yfir tuttugu ár

Auk hillukerfa býður Ísold ehf. upp á sérsmíðaðar lausnir.
Auk hillukerfa býður Ísold ehf. upp á sérsmíðaðar lausnir. mynd/gva
Ísold ehf. sérhæfir sig í hillukerfum og verslunarinnréttingum. Að sögn Kristins Gestssonar framkvæmdastjóra hefur starfsfólk fyrirtækisins miðlað af reynslu sinni og þekkingu á hillukerfum og verslunarinnréttingum til viðskiptavina sinna síðustu tuttugu ár.

„Við höfum lagt aðaláherslu á innflutning og sölu á hillukerfum í hæsta gæðaflokki frá Metalsistem til bæði fyrirtækja, stofnana og einstaklinga,“ segir Kristinn. „Viðskiptavinir okkar og jafnvel keppinautar hafa haft það á orði að þessar hillur sé að finna víðast hvar á landinu. 

Hillurnar frá Metalsistem eru afar auðveldar í uppsetningu, þar sem þær eru skrúfulausar og þarf einungis að smella þeim saman. Þær bjóða upp á mikla burðargetu og langa endingu. 

Auk hillukerfa býður Ísold ehf. upp á sérsmíðaðar lausnir og ýmsa aðra vöruflokka, eins og til dæmis stálskápa, verslunarinnréttingar, plastkassa, brettatjakka, lyftu- og hjólaborð og margt fleira.

Við bjóðum fyrirtækjum og einstaklingum upp á fría ráðgjöf og komum með tillögur að heildarlausnum sem miðaðar eru við þarfir hvers og eins.“

www.isold.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×