Yfirgangurinn í Skálholti Steinunn Stefánsdóttir skrifar 25. október 2012 06:00 Þorláksbúð sem reist hefur verið á gamalli torftótt fáeinum metrum frá Skálholtsdómkirkju er blettur á ásýnd staðarins. Einkenni Skálholtsstaðar hefur verið stílhrein ásýnd, þar sem formfögur kirkja Harðar Bjarnasonar hefur verið miðdepill og skólabyggingin verið henni verðug og falleg umgjörð. Þorláksbúðin truflar þessa heildarmynd verulega auk þess að vera hvorki fugl né fiskur, ekki endurbygging á gömlu torfhúsi og ekki einu sinni tilgátuhús sem stendur undir nafni. Það er meðal annars mat forstöðumanns húsafriðunarnefndar, Nikulásar Úlfars Mássonar. „Hver er tilgangurinn með því að taka áhættuna á því að skaða umhverfið í Skálholti með byggingu húss sem alls ekki telst vera tilgátuhús þar sem ekki hefur verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti að hús af þessari stærð og gerð hafi staðið áður á þessum stað og má því halda fram að sé sögufölsun?" spyr Nikulás Úlfar í ávarpi sínu í ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2011 sem birtist á vefsíðu Húsafriðunarnefndar í vikunni. Hann bendir einnig á að meðan varið er 34 milljónum króna í Þorláksbúðarverkefnið líði varðveisla gamalla torfhúsa fyrir fjárskort og nefnir meðal annars að til standi að taka niður einn elsta torfbæ á Íslandi norður í Eyjafirði, auk þess sem illa hafi gengið að sinna endurbótum á bæði íbúðarhúsum og útihúsum byggðum úr torfi vítt og breitt um landið. Eins og kunnugt er var lagt í Þorláksbúðarleiðangurinn af mikilli festu af hálfu Árna Johnsen og félaga hans sem stofnuðu félag með það að markmiði að reisa þetta hús. Að engu voru hafðar viðvaranir aðila eins og húsafriðunarnefndar og Arkitektafélags Íslands. Að auki kom svo á daginn að deiliskipulag það sem talið var gilda fyrir Skálholtsstað og var forsenda byggingarleyfisins reyndist ekki í gildi. Engu að síður var haldið áfram með verkið og afraksturinn blasir nú við þeim sem sækja Skálholtsstað heim. Mennta- og menningarmálaráðherra hefði getað stöðvað byggingarferlið með skyndifriðun á Skálholtsdómkirkju og Skálholtsskóla sem húsafriðunarnefnd lagði til fyrir tæpu ári. Tillaga nefndarinnar um friðun staðarins án Þorláksbúðar er nú til meðferðar. Þeirri meðferð lyktar vonandi farsællega. Það er algert hneyksli að Þorláksbúðin svokallaða skuli vera risin í Skálholti. Hver sem að húsinu kemur sér að auk þess að spilla ásýnd staðarins og að ekki er einu sinni talið fullvíst að hús af þessari gerð hafi staðið á þessum stað þá var fagmennska og smekkvísi fráleitt með í för í verkefninu. Ekkert annað kemur til greina en að taka húsið niður þar sem það stendur sem allra fyrst. Í framhaldinu mætti finna því annan stað að vel íhuguðu máli og að frágengnum öllum leyfum. Hitt kæmi líka vel til greina að sleppa því bara alveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Þorláksbúð sem reist hefur verið á gamalli torftótt fáeinum metrum frá Skálholtsdómkirkju er blettur á ásýnd staðarins. Einkenni Skálholtsstaðar hefur verið stílhrein ásýnd, þar sem formfögur kirkja Harðar Bjarnasonar hefur verið miðdepill og skólabyggingin verið henni verðug og falleg umgjörð. Þorláksbúðin truflar þessa heildarmynd verulega auk þess að vera hvorki fugl né fiskur, ekki endurbygging á gömlu torfhúsi og ekki einu sinni tilgátuhús sem stendur undir nafni. Það er meðal annars mat forstöðumanns húsafriðunarnefndar, Nikulásar Úlfars Mássonar. „Hver er tilgangurinn með því að taka áhættuna á því að skaða umhverfið í Skálholti með byggingu húss sem alls ekki telst vera tilgátuhús þar sem ekki hefur verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti að hús af þessari stærð og gerð hafi staðið áður á þessum stað og má því halda fram að sé sögufölsun?" spyr Nikulás Úlfar í ávarpi sínu í ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2011 sem birtist á vefsíðu Húsafriðunarnefndar í vikunni. Hann bendir einnig á að meðan varið er 34 milljónum króna í Þorláksbúðarverkefnið líði varðveisla gamalla torfhúsa fyrir fjárskort og nefnir meðal annars að til standi að taka niður einn elsta torfbæ á Íslandi norður í Eyjafirði, auk þess sem illa hafi gengið að sinna endurbótum á bæði íbúðarhúsum og útihúsum byggðum úr torfi vítt og breitt um landið. Eins og kunnugt er var lagt í Þorláksbúðarleiðangurinn af mikilli festu af hálfu Árna Johnsen og félaga hans sem stofnuðu félag með það að markmiði að reisa þetta hús. Að engu voru hafðar viðvaranir aðila eins og húsafriðunarnefndar og Arkitektafélags Íslands. Að auki kom svo á daginn að deiliskipulag það sem talið var gilda fyrir Skálholtsstað og var forsenda byggingarleyfisins reyndist ekki í gildi. Engu að síður var haldið áfram með verkið og afraksturinn blasir nú við þeim sem sækja Skálholtsstað heim. Mennta- og menningarmálaráðherra hefði getað stöðvað byggingarferlið með skyndifriðun á Skálholtsdómkirkju og Skálholtsskóla sem húsafriðunarnefnd lagði til fyrir tæpu ári. Tillaga nefndarinnar um friðun staðarins án Þorláksbúðar er nú til meðferðar. Þeirri meðferð lyktar vonandi farsællega. Það er algert hneyksli að Þorláksbúðin svokallaða skuli vera risin í Skálholti. Hver sem að húsinu kemur sér að auk þess að spilla ásýnd staðarins og að ekki er einu sinni talið fullvíst að hús af þessari gerð hafi staðið á þessum stað þá var fagmennska og smekkvísi fráleitt með í för í verkefninu. Ekkert annað kemur til greina en að taka húsið niður þar sem það stendur sem allra fyrst. Í framhaldinu mætti finna því annan stað að vel íhuguðu máli og að frágengnum öllum leyfum. Hitt kæmi líka vel til greina að sleppa því bara alveg.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun