Traustið 26. apríl 2012 06:00 Ákvörðun 33 þingmanna um að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er ein merkilegasta ákvörðun sem tekin hefur verið á Alþingi. Um hana, aðdragandann og eftirleikinn verða skrifaðar bækur. Önnur ákvörðun, sem allir 63 þingmennirnir tóku sama dag og þessir 33 ákváðu að ákæra Geir, er þó merkilegri út af fyrir sig. Nefnilega sú að draga lærdóm af gagnrýni á stjórnmálamenninguna og taka starfshætti þingsins til endurskoðunar. Orðrétt var þetta svona: „Alþingi ályktar að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sjálfstæði sitt og grundvallarhlutverk." Og: „Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur." Í skýrslu Atlanefndarinnar, sem ályktunin byggir á, segir: „Alþingi á að vera vettvangur umræðu sem tekur mið af almannahagsmunum. Góð stjórnmálaumræða næst fram með því að láta andstæð sjónarmið mætast þar sem byggt er á staðreyndum og málin eru krufin til mergjar. Íslensk stjórnmál hafa ekki náð að þroskast nægilega í samræmi við það. Stjórnmálaumræður á Alþingi hafa einkennst um of af kappræðum og átökum og því þarf að efla góða rökræðusiði á Alþingi. Mikilvægt er að Alþingi ræki umræðuhlutverk sitt og sé vettvangur lýðræðislegra og málefnalegra skoðanaskipta." Í skýrslunni er vísað í siðfræðikafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem segir: „Ein leið til þess að undirbúa mál vel er að leita faglegra umsagna, en hér hefur verið ríkjandi virðingarleysi gagnvart fræðilegu áliti. Það virðist vera djúpstæð vantrú á fræðilegar röksemdir og rík tilhneiging til þess að rekja þær til einhverra sérhagsmuna eða pólitískrar afstöðu sem notuð er til að grafa undan trúverðugleika þeirra. Þetta hentar vel á hinum pólitíska vettvangi þar sem menn vilja geta leikið valdataflið án þess að þurfa að skeyta um rök, vandaða stjórnsýsluhætti eða sanngirni." Í skýrslu Atlanefndarinnar sagði líka: „Alþingismönnum ber að sýna hugrekki, heiðarleika og festu í störfum sínum. Brýnt er að Alþingi og alþingismenn endurheimti traust þjóðarinnar með orðum sínum og athöfnum." Síðan er liðið eitt og hálft ár og það eina sem hefur breyst er að traust þjóðarinnar á Alþingi hefur farið úr þrettán prósentum í tíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ákvörðun 33 þingmanna um að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er ein merkilegasta ákvörðun sem tekin hefur verið á Alþingi. Um hana, aðdragandann og eftirleikinn verða skrifaðar bækur. Önnur ákvörðun, sem allir 63 þingmennirnir tóku sama dag og þessir 33 ákváðu að ákæra Geir, er þó merkilegri út af fyrir sig. Nefnilega sú að draga lærdóm af gagnrýni á stjórnmálamenninguna og taka starfshætti þingsins til endurskoðunar. Orðrétt var þetta svona: „Alþingi ályktar að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sjálfstæði sitt og grundvallarhlutverk." Og: „Alþingi ályktar að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur." Í skýrslu Atlanefndarinnar, sem ályktunin byggir á, segir: „Alþingi á að vera vettvangur umræðu sem tekur mið af almannahagsmunum. Góð stjórnmálaumræða næst fram með því að láta andstæð sjónarmið mætast þar sem byggt er á staðreyndum og málin eru krufin til mergjar. Íslensk stjórnmál hafa ekki náð að þroskast nægilega í samræmi við það. Stjórnmálaumræður á Alþingi hafa einkennst um of af kappræðum og átökum og því þarf að efla góða rökræðusiði á Alþingi. Mikilvægt er að Alþingi ræki umræðuhlutverk sitt og sé vettvangur lýðræðislegra og málefnalegra skoðanaskipta." Í skýrslunni er vísað í siðfræðikafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem segir: „Ein leið til þess að undirbúa mál vel er að leita faglegra umsagna, en hér hefur verið ríkjandi virðingarleysi gagnvart fræðilegu áliti. Það virðist vera djúpstæð vantrú á fræðilegar röksemdir og rík tilhneiging til þess að rekja þær til einhverra sérhagsmuna eða pólitískrar afstöðu sem notuð er til að grafa undan trúverðugleika þeirra. Þetta hentar vel á hinum pólitíska vettvangi þar sem menn vilja geta leikið valdataflið án þess að þurfa að skeyta um rök, vandaða stjórnsýsluhætti eða sanngirni." Í skýrslu Atlanefndarinnar sagði líka: „Alþingismönnum ber að sýna hugrekki, heiðarleika og festu í störfum sínum. Brýnt er að Alþingi og alþingismenn endurheimti traust þjóðarinnar með orðum sínum og athöfnum." Síðan er liðið eitt og hálft ár og það eina sem hefur breyst er að traust þjóðarinnar á Alþingi hefur farið úr þrettán prósentum í tíu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun